Heima er bezt - 01.06.1972, Blaðsíða 21
Ég tala nú ekki um fóstruna. Væri ekki þægilegt að
geta reiknað út í tölvu, hvort barnið hugsar sér að hverfa
fyrir horn eða ekki? Púkanámskeið, sem svo margir
útúrborumenn eru að tala um, geta aldrei orðið annað
en píp.
Niður með alla þá, sem segja, að ég væri betur kom-
inn á skurðgröfu eða jarðýtu en við nám.
Er þetta í raun og veru bara illur draumur?
Misjafnt er, hvað menn eiga raunverulega við með
hugtakinu hamingja. Einn telur það gæfu, sem ánnar
telur ólán. Mér skilzt þó, að nokkur peningaeign sé tal-
in gæfa, og flestir telja sig í mestri þakkarskuld við þá,
sem slíka útvegun auðvelda. Sé þetta rétt mat, sem ég
er nú ekki alveg dús við, þá ættu unglingarnir okkar að
vera afar hamingjusamir í öllum þeim alsnægtum og
leikgleði, sem við sjáum þeim fyrir. Annað virtist mér
þó vera uppi á teningnum, þegar ég hlustaði á páska-
sjónvarpið um Jesú-hreyfinguna og viðtölin við ung-
mennin. Ég skildi það fljótt, að hér var um að ræða
þann sama Jesús, sem móðir mín hafði í huga þegar hún
signdi mig um leið og hún klæddi mig í hreina nær-
skyrtu; sarna Jesús, sem Snorri Sigfússon var að fræða
mig um á barnaskólaárunum og þessi 1972 ára gamli
Jesús, sem öll jól eru tileinkuð. Munurinn var aðeins sá,
að nú hét hann Djisös Kræst Súperstar, og þá var miklu
auðveldara að koma auga á hann, og var það alls ekki
svo slæmt.
Spyrillinn í sjónvarpinu var að vonum forvitinn um,
hverju þessu nýi áhugi sætti. Svör voru afar misjöfn,
svo sem vænta mátti. Nokkrir sögðust hafa leitað ham-
ingjunnar víða, m. a. með rápi á öldurhús með dýrum
veigum; þetta væri eitthvað nýtt og allt annað. Og hvers
vegna þetta hamingjuleysi og mótlæti? Jú, það var svo
mikið hungur og óréttlæti í heiminum.
Ég held nú satt að segja, að flest íslenzku ungmennin
geri sér litla rellu út af ástandinu í heiminum, sem þó
er vert umhugsunar, en leyfi mér þó að vera svo frakk-
an að minna á þjóðsöguna um karlinn og soninn, sem
voru að tæja hrosshár.
Sonurinn sagði.: „Pápi minn er það satt, að Jesús
Kristur hafi stigið niður til helvítis?“ „Ég veit ekki
drengur minn,“ segir karl, „svo segja prestarnir. En við
skulum ekki gefa um það. Við skulum vera að tátla
hrosshárið okkar."
Með öðrum orðum: Við skulum fyrst og fremst hugsa
um það, sem að okkur snýr.
Með þessu er ég ekki að segja, að við ættum ekki að
hugsa svolítið til vesælla þjóða, og rétta þeim hjálpar-
hönd, sem að gagni má koma, t. d. með því að kenna
þeim að fiska í gogginn á sér. En ég hef afarlitla trú á
þeirri hugmyndafræðilegu hjálp, sem mörgum finnst
allra nauðsynlegast að troða upp á þær, eða því gamni-
svelti pakksaddra, sem tíðkað var hér eina tíð í Reykja-
vík.
Indverjar eru í hópi þessara vanþróuðu þjóða. Ég
hlustaði á norrænan blaðamann eiga viðtal við leiðtoga
þeirra, frú Indíru Gandhí. Talið barst að mannlífi í því
landi. Frúin fór ekkert í launkofa með þá skoðun sína,
að norrænir menn mættu ekki leggja sama mat á hug-
myndafræðilega framkvæmd mála hjá Indverjum og hjá
sjálfum sér, jafnvel þó stefnan héti sama nafni í norðri
og suðri. Hjá Indverjum yrðu að gilda önnur viðhorf.
Og svei mér ef ég bara ekki trúi frúnni.
Trúverðugir segja mér, að hinn svonefndi vanþróaði
heimur verði að leysa sig sjálfur til betra lífs, bættur
hagur þess fólks verði að koma fyrir eigin tilverknað.
Ríkar þjóðir og tæknimenntaðar gætu flýtt þeirri þró-
un, ef þær gerðu það af mannkærleika, en þær gætu
aldrei leyst vandann. Vesöld þessara þjóða sé fyrst og
framst fólgin í fólksmergðinni, sem svo stafar af hindur-
vitnum, ýmiskonar togstreitu trúar- og tungumálalegs
eðlis, samfara þekkingar- og menntunarskorti.
M. a. af þessum sökum finnast mér haldlítil rökin fyr-
ir lífsleiðakenningu ungs fólks á íslandi.
Sjónvarpsdagskráin um poppóperuna Djisös Kræst
Súperstar vakti þó forvitni mína. Ég hafði heyrt nokkr-
ar aríanna og fundizt þær skemmtilegar áheymar. Nú
fór ég að kynna mér hana. Mér þótti nýstárleg kenning-
in um hinn ofsafengna þjóðernissinna Júdas, sem hefur
verið tákn þess um aldir, hvernig ekki eigi að koma
fram við fólk. Nú verður hann ekki fordæmdur áfram,
því hann var ekki sjálfráður gerða sinna, heldur vilja-
laust verkfæri Guðs.
Ekki er ég nú elskusáttur við þessa kenningu, því ég
treysti mér ekki til að sjá fyrir endann á því, ef margir
uppástæðu, að þeir gætu komið lúalega fram við fólk,
af því þeir væru ekki sjálfráðir gerða sinna. Sleppum
því.
Herra biskupinn yfir Islandi kom þarna fram og
ræddi við unga fólkið. Nýtízkuleg þóttu mér sjónarmið
þess á sambandi Krists og Maríu Magðalenu, en það
byggðist á hinni frægu aríu I d’ont know how to love
you. Biskupinn benti vingjarnlega á, að enska orðið
„love“ gæti verið annarrar merkingar en mörg álitu og
væru vön úr enskum dægurlagatextum. En blessunin
hún María Magðalena notar dýra olíu til að lífga upp
fætur Meistarans. Þá verður Júdasi nóg boðið og segir
eitthvað á þá leið, að sæmra væri að gefa hana fátækum
en eyða henni í það að mýkja lappir.
Ég held hún sé eldri en poppóperan kenningin, að
í raun og veru ættum við að skammast okkar fyrir
það að gera okkur eitthvað til hagsbóta og þæginda
meðan heimurinn er eins og hann er, því ísland er
hluti jarðarinnar og því komi okkur allt við, sem gerist
umhverfis okkur, við séum tilneydd til að taka afstöðu
til alls í heiminum.
En hvað um það, hún er hluti þeirrar alþjóðahyggju,
sem nú er í tízku og margir gleypa en fæstir meina al-
varlega, sem betur fer, segi ég, því þá hefðum við ekki
uppi afar þjóðernislega og ég vil segja einstaklinglega
tilburði þegar við þurfum að vernda tilveru okkar, þ. e.
a. s. með væntanlegri útfærslu landhelginnar. Þá förum
Heima er bezt 201