Heima er bezt - 01.06.1972, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.06.1972, Blaðsíða 8
BÁRÐUR HALLDÓRSSON: Húmanismi og skólaspeki E~ xdurreisxarskeiðið í lok miðalda var eitthvað fjörlegasta skeið mannlegs atferlis um Vestur- , lönd. Engu var líkara en tappi hafi verið tek- inn úr sponsgati þeirrar gífurlegu hítar, sem þröngsýni og kreddufesta kirkjubákns og skólaspeki hafði byrgt mannhugsun og sköpunarmátt menntalýðs- ins. Eitt helzta einkenni endurreisnarinnar var frjálsleg og næsta taumlaus meðferð alls og þá ekki hvað sízt hugtaka. Tími okkar er um margt líkur þessu hðna skeiði, og þá fer hinn mikli straumur hugtaka ekki hjá garði okkar, enda flest hugtök orðin þeim mun brjál- aðri sem fleiri hafa um þau vélt. Þannig er því einnig farið um húmanismann, sem getur verið hvort tveggja í senn heiti á ákveðinni menntastefnu og jafnvel grein- um innan vísinda sem og ákveðinni lífsstefnu eða afstöðu til lífsins. Til þess að glöggva sig frekar á téðu hugtaki væri því ekki úr vegi að rýna lítið eitt í fortíðina og gæta að, hvort ekki sé þar eitthvað bitastætt. Það segir í rauninni merkilega sögu, að endurreisnin skyldi fyrst skjóta frjóöngum með þeim lýð, sem týnt hafði fortíð sinni þeim mun átakanlegar sem hún var glæstari og fjölskrúðugri. Elafði fólk þetta dreifzt víðs vegar um Ítalíu og í það mund dægra er nú greinir frá freklega aukizt þor og metnaður við blómlega verzlun austur í álfum. Stikla verður á staksteinum í því beljandi fljóti, sem endurreisnin var, og það eitt til tínt, sem matur kann í að vera okkur og samtíðinni Renaissance merkir endurfæðing, enda látið ná til þeirrar endurfæð- inga í menntun , vísindum og listum, sem átti sér stað á tímabilinu frá 1350 til 1550. Þá var kaþólska kirkjan orðin rótgróin stofnun, sem skóp sjálfri sér lög og leikreglur og komin til þess „þroska“ allra stofnana, að hún setti sér það markmið eitt að viðhalda völdum sín- um og virðingu með almúganum. Með öllum trúar- hreyfingum er rík árátta til stirðnunar í „orþódoksíu“ eða hreintrú, þar sem meira er lagt upp úr kennisetning- um, ytri búningi og aðferðum heldur en sjálfu inni- haldinu, hinum heimspekilega grunni, sem kennisetning- arnar síðan hlaða sér utan um líkt og lýs á golþorska. Skólaspekin varð eins konar lífakkeri kaþólsku hrein- trúarinnar og þeirrar stéttar, sem hreiðrað hafði um sig í skjóli hennar. Þröngsýn viðhorf kirkjunnar til hvers kyns andlegrar starfsemi miðuðu að því einu, að andleg iðja manna gagnaðist kennisetningum hennar og þeirri heimsmynd, sem hún hafði skapað sér. Þess vegna voru allar greinar mennta, vísinda og lista teknar hernámi og settar undir ok stirðnaðrar, fastmótaðrar og frámunalega þröngsýnnar skólaspeki. Mannleg viðleitni tii andlegrar verðmætasköpunar var í dróma drepin. Inn í þetta Þyrnirósarþjóðfélag brauzt endurreisnin líkt og andlegt steypiregn. Endurreisnin átti sér auðvitað sinn aðdraganda og eru ýmsar skýringar til þess máls, en einna þyngsta á met- unum tel ég þá stórauknu verzlun, sem um þessar mund- ir átti sér stað í austurveg, en þar sátu verzlunarborgir Ítalíu svo til einar að kútnum. Með verzluninni í austur- veg, sem aftur má að miklu leyti rekja til krossferða, opnuðust ekki aðeins geysimiklir markaðir veraldlegs auðs, heldur fylgdu þar með í kaupbæti margvíslegar uppsprettur mennta og lista, em geymzt höfðu með Austurlandafólki og gerjazt þar um aldir. Hitt skipti einnig miklu máli, að á Italíu var til staðar frjósamur jarðvegur hvers kyns byltinga, sökum upp- lausnar landsins í ótal smáhöfðingjadæmi, þar sem tók- ust oft helmingaskiptasamningar með lénsstéttinni og hinni framgjörnu borgarastétt, sem þá átti eins og löng- um síðar kjölfestu sína í kaupmannastéttinni. I hverju fólst þá bylting endurreisnarinnar? I sem stytztu máli fólst endurreisnin x uppreisn gegn hvers boðum og bönnum, sem sett höfðu verið gegn andlegri iðju manna, breytni og daglegu hátterni í sem víðtækustum skilningi. Fyrri siðaboð og bönn kirkjunn- ar fuku út í veður og vind, og taumlaus dýrkun einstakl- ingins og frelsis hans varð alls ráðandi jafnt í daglegu hátterni fólks sem sjálfri hugmyndafræðinni, sem reist var á. Byltingin var ekki aðeins gegn boðum og bönn- um, heldur einnig gegn hvers kyns mætmn og leiðar- stjórnum kaþólskunnar. Fljótlega komu menn auga á, að fornmenntir Grikkja og Rómverja höfðu í sér fólgin mun fleiri litbrigði mannsandans heldur en fram höfðu komið á umliðnum „staðfestutíma Stofnunarinnar.“ Helztu forvígismenn húmanismans voru menn forn- mennta, og því hefur stefnan oft verið nefnd forn- menntastefna, en í rauninni er það aðeins hluti þeirrar sögu, sem segja þarf. Fornmenntastefnan varð í raun- inni aðeins hluti þeirrar hátimbruðu byggingar, sem 1 mæti, dregið af 3. km. sagnarinnar að meta, með i-hljóðvarpi. Táknar það, sem menn meta mest og hafa sér að leiðarhnoða um völunarhús tilverunnar. 188 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.