Heima er bezt - 01.06.1972, Blaðsíða 30
getað slitið þau, aðeins í fljótfærni fundizt þau
bresta.
O-jæja. Það var bezt að hátta.
Innan skamms slökkti gamli maðurinn öll ljós og
gaf sig á vald svefns og drauma.
18. kafli.
Á ferð í fögm veðri.
„Hvernig verður það nú með Bjarna?“ Það var
Sigrún, sem spurði. Hún og gamli maðurinn voru
á leiðinni niður á afgreiðslu langferðabílanna í Ála-
sundi. Þetta var snemma morguns, svo að ekki voru
margir á ferð um göturnar, fyrr en kom í námunda
við bílaafgeiðsluna.
„Við verðum líklega að skilja hann eftir, blessað-
an pihinn,“ svaraði gamli maðurinn og hló léttan
hlátur, sem upplýsti, að þennan yndislega morgun
var hann í sólskinsskapi.
„Þú rétt ræður því, afi minn góður, hvort þú
skilur hann eftir,“ svaraði hún í bjartri mogunglaði.
Auðvitað þurfti hún ekki að efast um, að gamli
maðurinn ætlaði að hafa Bjarna með. Hann hlaut
að hafa gert sínar ráðstafanir. Og það kom líka í
ljós, þegar hann sagði:
„Við tökum hann með okkur á viðkomustað bíls-
ins, en sá staður er örskammt frá bænum, þar sem
Bjarni er. Auðvitað hefir hann ekki haft tíma til að
segja þér þetta í gær,“ og glettnin blasti við á andliti
hans, þegar unga stúlkan leit á hann. En hvað hann
afi er annars kátur í dag, hugsaði hún og brosti til
hans. Svo sagði hún:
„Þú sérð um allt. Þú ert þá líklega búinn að
skipuleggja ferðina í dag?“
„Nei, svo gott er það nú ekki. Jú, ég er búinn að
sjá um, að við komumst til Örstavíkur. Þar tekur
vinur minn á móti okkur. Hann ætlar svo að fara
í bílnum sínum með okkur víða um í nágrenninu."
Þau voru nú komin á bílastöðina. Þar keypti
gamli maðurinn farmiða fyrir þau öll. Úr af-
greiðslusalnum gengu þau eftir mjóum gangi og
komu þá inn í biðstofu farþega. Þar var hægt að fá
ýmislegt keypt, svo sem sælgæti, blöð og tímarit.
Þau fengu sér sæti á hliðarbekk og biðu eftir
bílnum, sem þeim var sagt, hvaða leiðarnúmer væri
á. Þarna kom hann, jú, hann átti víst að vera gulur!
Þau flýttu sér upp í bílinn. Þar tóku þau sér sæti.
Innan stundar var ekið af stað inn með yndis-
fögrum firði. Þegar komið var úr sjálfum bænum,
tóku við smærri þop, en undarlega stutt á milli
þeirra. Á viðkomustað í einu slíku þopi kom Bjarni
til þeirra.
Áfram var haldið og margt rætt um þessa fjöl-
breyttu, norsku náttúrufegurð.
Eftir nokkurn tíma var komið niður á bryggju.
Bílferja var skammt frá landi og stefndi að bryggj-
unni. Eftir andartaksbið lagði hún að bryggjunni.
Bílar streymdu á land, en svo tóku bílar frá landi
að streyma um borð, þar á meðal áætlunarbíllinn,
sem þau þrjú voru með. Þegar komið var um borð
í ferjuna, fóru þau út úr bílnum og gengu undir
þiljur, þar sem þau keyptu sér gosdrykk eða „brús“,
eins og Sigrúnu fannst svo fyndið heiti.
Ferjan var fljót yfir fjörðinn. Þegar þangað kom,
urðu þau undrandi, þegar roskinn maður kom bros-
andi til þeirra og bauð þau velkomin. Þar var kom-
inn vinur gamla mannsins. Langferðabílsferðinni
var þar með lokið, því að vinurinn var í sínum eig-
in bíl, sem hann bauð þeim í.
Þegar í stað tókust samræður með karlmönnun-
um, en Sigrún fann til þess, að hún gat ekki skilið
nema hrafl áf samræðum þeirra. Hún sat í aftursæti
bílsins hjá Bjarna og hann var öðru hvoru að segja
henni það helzta, sem um var rætt. Meðal annars
nefndi hann nöfn staðanna, sem farið var um. Það
reyndist all-löng leið til Örstavíkur, en tíminn leið
samt undur hratt, þar sem lokkandi umhverfið virt-
ist hafa viðstöðulausan breytileika upp á að bjóða.
Örstavík reyndist vera fallegur kaupstaður. Áður
en norski vinurinn ók með þau heim til sín, fór
hann með þau til ýmissa staða, sem markverðir voru
í bænum, svo sem fallegur skóli, stórt hótel og svo
framvegis.
Rétt fyrir hádegið komu þau heim til fararstjór-
ans norska. Þar beið þeira elskuleg kona, sem tók
þeim eins og gömlum vinum. Að sönnu þekktust
þau talsvert vel, hún og gamli maðurinn, en henni
virtist gestrisni og vinhlýtt viðmót meðfæddir eigin-
leikar.
Og svo var gengið inn á norskt heimili. Þetta var
fyrsta skiptið, sem Sigrún átti slíku að fagna. En
hvað henni fannst þetta heimili líkt íslenzku kaup-
staðarheimili!
Þarna nutu þau gleðistundar og góðra veitinga.
Nokkru síðar rann bíllinn af stað frá þessu elsku-
lega heimili. En nú hafði húsmóðirin bæzt í hann.
Vildi hún að gamli maðurinn sæti frammi í bílnum.
Þrátt fyrir eindregin mótmæli hennar, hlaut hún
sæti við hlið eiginmanns síns. Brátt var þotið út úr
210 Heirna er bezt