Heima er bezt - 01.06.1973, Page 2
UPP TIL FJALLA
ísland er fjallaland. Hvergi á landinu er sá staður, að
ekki sjáist til fjalla, þótt fjallahringurinn sé mismunandi
víður og hár. Sums staðar eru fjöllin langt í fjarlægð,
vafin ævintýralegri blámóðu, en annars staðar gnæfa
þau yfir höfðum vorurn, og oss finnst næstum, sem þau
muni steypast yfir oss þá og þegar. Þær eru ófáar þjóð-
sögurnar um það, að ef einhver víti verða á bæjum eða
bæjahverfum, muni fjallið hrynja yfir torfuna.
Það mun varla fara hjá því, að þegar forfeður vorir
litu hér fyrst land, hafi þeir orðið snortnir af fegurð
þess lands, sem forsjónin, hafði geymt þeim, en sögur
vorar segja furðu fátt um tilfinningar þeirra í því efni.
Sumum mun þó hafa þótt fjöllin kaldranaleg og spá
engu góðu um landnámið. „Kröpp eru kaup ef hreppik
Kaldbak, en ek læt akra“, sagði Onundur tréfótur. Karl-
mannleg orð og æðrulaus, en þó full saknaðar.
Meðan gróandi var í þjóðlífi voru í fornöld, hefir
mönnum vafalaust ekki staðið ógn af fjöllum og öræf-
um. Menn lögðu leiðir sínar hiklaust yfir hálendið milli
landsfjórðunganna. En þegar aldir líða og þjóðin krepp-
ist meira og meira í kör fátæktar og umkomuleysis, vex
sú tilfinning, að fjöllin með óbyggðirnar að baki, víð-
lendar og ókunnar séu lífinu fjandsamleg. Fjöllin lokka
ekki. Þau hræða. „Frost býr þar og fannir, forynjur og
tröll“, er kveðið úr hjörtum þeirra kynslóða, þegar
hver hímdi á sinni þúfu, og nálægustu fjöll og heiðar
voru jafn ókunnug og tunglið og fráleitt að kanna þau.
En tíminn líður. Bjarni Thorarensen kveður herhvöt
sína „Fjör kenni oss eldurinn frostið oss herði, fjöll
sýni oss torsóttum gæðum að ná“. í fyrstu er þetta að
vísu rödd hrópandans í eyðimörkinni, en hún gleymd-
ist ekki. Vitundin um það, að fjöllin séu oss ekki fjand-
samleg, var vakin. Og nú getum vér án þess að verða að
athlægi rætt kosti fjallanna og uppeldisgildi þeirra.
Þegar unglingurinn vex og vitkast kynnist hann fljótt
fjallahringnum, sem sézt frá heimili hans. Tindarnir og
skörðin, gilin og rindarnir, sem hver á sitt heiti verða
góðkunningjar hans, hvort sem þau heita Bláhnjúkur,
Gönguskarð, Svartagil, Háurindar eða Brattaskeið.
Hann gleðst yfir svipbrigðum þeirra, hvort sem þau eru
í kuldaham vetrarins, sólroða sumardagsins eða hrím-
blæju haustsins. En til lengdar nægir honum ekki að
þekkja nöfnin tóm og sjá svipbrigði þessara góðkunn-
ingja sinna eftir veðri eða sólarbirtu. Spurningin um,
hvað sé hinum megin, vaknar og ónáðar hann án af-
láts. Dalurinn verður unglingnum þröngur, hann vill sjá
fleira, og vita með vissu, hverju er skýlt að baki fjall-
anna. Og fyrr en varir leggur hann af stað og klífur
hlíðina stall af stalli. Utsýnið víkkar og breytist við
hvert fótmál. Nýr sjóndeildarhringur opnast, áfram,
lengra bendir þráin, og loks stendur daladrengurinn á
hæsta tindinum. Hann hefir unnið fyrsta sigur lífs síns,
gert fyrstu stóru uppgötvunina, að heimurinn sé annað
og miklu meira en dalurinn hans, og að örðugleikar
brekkunnar, sem ókleif sýndist heiman af fjóshólnum,
séu þó ekki meiri en svo, að unnt sé að yfirstíga þá.
Sjálfstraust hans hefir aukizt, sjóndeildarhringurinn
víkkað og skilningurinn þroskazt. Ef til vill fær hann í
fjallgöngunni notið þeirrar reynslu að sjá dalinn fyll-
ast þoku meðan hann sjálfur stendur á sólroðnum tind-
inum, þar sem hvergi er ský að sjá.
„Fjöll sýni oss torsótt gæðum að ná“ segir skáldið.
Hvaða stöðu eða stétt, sem vér skipum í þjóðfélaginu,
mætum vér næstum því daglega einhverri Bröttubrekku
eða Illaklifi. Þá reynir á manngildi hvers og eins. Hvort
hann leggur ótrauður á brattann eða lætur kreppast við
fjallsræturnar, fyllist ugg við örðugleikana og snýr
undan. Því miður verður of mörgum það. Þeir hafa
ekki lært listina af fjallgöngumanninum, og skortir
þrautseigju hans og þolni. Margir munu segja, að það
sé sitthvað, að klifra upp fjöll og hlíðar eða taka mann-
lega móti erfiðleikum lífsbaráttunnar. Satt er það að
vísu en margt er þó líkt. Og víst er það, að fjallgangan
eykur manninum þrótt og sjálfstraust, og sérhver unn-
inn sigur á hverju sviði sem er, gefur manninum byr
undir vængi í baráttu lífsins.
Ég gat þess fyrr, að það væri furðuleg reynsla, að
koma allt í einu úr þokuhafi dalsins upp á sólroðnar
f jallabrúnir. Oss er oft gott að minnast þessa, svo verður
títt í lífinu, að oss þykir sem allt umhverfið sé vafið
þoku, og þá er gott að vita þá staðreynd, að yfir oss
skíni sól, og það ekki svo ýkjafjarri. Sú hugsun skapar
oss bjartsýni, en án bjartsýni verður lífið leitt og örð-
ugt. Bölsýni lamar starfsþróttinn og skapar leiða.
En þannig eru fjöllin okkar. Þau skapa oss rannsókn-
arþrá, þau vekja þá forvitni, sem göfgust er með mönn-
unum, forvitni eftir nýjum sjónarmiðum, nýju útsýni.
Það er sú forvitni, sem leitt hefir vísindafrömuði mann-
kynsins áleiðis að markinu, það er sama forvitnin, sem
hefir gefið tilefni til sköpunar hinna snjöllustu uppfinn-
inga, og leitt mennina áleiðis á þroskabraut þeirra. Þeg-
182 Heima er bezt