Heima er bezt - 01.06.1973, Page 5
Laugaból. Séð vestur yfir Reykjadal. Myndin tekin 1961.
óx þar einnig upp skrúðgarður. Þar voru ræktuð tré og
suðræn blóm. I hugum unglinga í nágrenninu var þar
að finna paradís, hliðstæða þeirri, er þeir lásu um í
biblíusögum sínum. Gulrófurnar úr matjurtagarðinum,
sem sendar voru á haustin tii glaðningar frændum og
vinum voru slíkar, að síðan eru allar gulrófur mark-
leysa.
Bókakostur á heimilinu var mikill og góður, og bak-
hjallur þess var lestrarfélag og sýslubókasafn.
Úr þessum jarðvegi er Tryggvi Sigtryggsson á Lauga-
bóh vaxinn. Hann var hinn fjórði að aldri til í syst-
kinahópnum. Árið 1916 lauk hann búfræðinámi á
Hvanneyri, en gerðist þá farkennari í Reykdælahreppi
í fjögur ár.
Árið 1920 gekk hann að eiga unnustu sína, Unni
Sigurjónsdóttur bónda og skálds á Litlu-Laugum Frið-
jónssonar á Sandi í Aðaldal og konu hans Kristínar
Jónsdóttur bónda á Rifkelsstöðum í Eyjafirði, Ólafs-
sonar.
Unnur fæddist 13. júlí 1896. Hún var næstelzt 12
barna þeirra Kristínar og Sigurjóns. Af þeim náðu 10
fullorðinsárum. Tvö dóu ung.
Unnur Sigurjónsdóttir var hinn ágætasti kvenkostur.
Hún var fríð sýnum, ljúf í framkomu, gáfuð og bók-
hneigð og unni hugástum fagurbókmenntum, einkum
ljóðum. Hún var alin upp við undur fjölbreyttrar nátt-
úrufegurðar á Sandi í Aðaldal og sjálf var hún nátt-
úrubarn af ljúfasta skilningi þess orðs.
Það leiðir af sjálfu, að vegna stöðu sinnar í stórum
systkinahópi varð hún kornung barnfóstra enn yngri
bræðra og systra. Vegna innsta eðlis síns varð hún þeim
vörn og skjól. Síðan sinna eigin barna og barnabarna.
Þegar litið er á hennar ævistarf sem húsmóður, móður
og ömmu og þau kjör, sem hún átti við að búa, gegnir
furðu hvílík kynni hún hefur af fjölbreyttum bók-
menntum.
Fyrstu tvö árin voru ungu hjónin, Unnur og Tryggvi,
í húsmennsku í Skógarseli í Reykdælahreppi.
Vorið 1922 losnaði úr ábúð lítil jörð í Reykjahverfi,
Holtakot. Þá jörð keyptu þau og hófu þar búskap.
Ekki varð dvöl þeirra þar til frambúðar, því árið 1923
hurfu þau til baka að Litlu-Laugum, enda hafði þá
rýmkast þar um jarðnæði. Fengu þau einn fjórða hluta
jarðarinnar og bjuggu í tvíbýli við Sigurjón og böm
hans.
Það var engin ganga á rósum að hef ja búskap á þess-
um árum. Kreppan eftir heimsstyrjöldina fyrri skall
með slcyndilegum hætti á bændur sem aðra árið 1921.
Hún varð ærin þrekraun jafnvel þeim, sem áttu bú-
stofn og eigið jarðnæði, hvað þá frumbýlingum.
Um þetta leyti var Litlu-Laugum skipt. Sigurjón
Friðjónsson lét Laugaskóla í té landrými í norðvestur-
horni jarðarinnar, en Unnur og Tryggvi fengu n.l. helm-
ings lands hennar, suðurhlutann, en ekki tún eða hús.
Einnig fengu þau aðstöðu til kartöfluræktar við jarð-
hita í brekkunni norðan Litlu-Lauga.
Heima er bezt 185