Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1973, Qupperneq 6

Heima er bezt - 01.06.1973, Qupperneq 6
Gamla húsið frá 1929, nýbyggt. Tóku þau nú að undirbúa stofnun nýbýlis á landi sínu. Byrjuðu þau á byggingu útihúsa, en árið 1929 byggðu þau íbúðarhús og nefndu býli sitt Laugaból. Húsið var byggt við brekkurætur í óræktuðu landi, hvar heitar hndir voru í hallanum fyrir ofan húsið. Nægðu þær því til upphitunar. Land allt á milli brekku og Reykjadalsár var mjög raklent og þurfti að grafa það skurðum til þurrkunar áður en ræktun hófst. Var það bæði mikið verk og erfitt með þeim tækjakosti er þá var til. Og nú skall á viðskiptakreppa enn ægilegri en hin fyrri. í huga þeirra, sem við hana börðust, er barlóm- ur nútímafólks um dýrtíð, þröng kjör og lítinn kaup- mátt launa, blátt áfram hlægilegur. Það varð því enginn leikur fátækum hjónum að hefja landnám, reisa þann húsakost, sem til þurfti og græða nýtt tún við erfiðar ástæður frá náttúrunnar hendi. En það tókst. Á þessum árum varð kartöfluræktin við jarðvarmann á Litlu-Laugum bjargvættur frumbýhnganna. Til jarð- eplanna í volgri moldinni náði heimskreppan ekki. Og húsið þeirra Unnar og Tryggva, sem þau byggðu 1929, er heimili þeirra enn í dag. Þar ólu þau upp 11 börn og komu þeim til manndóms og mennta. Með aðstoð barna þeirra er Laugaból fyrir löngu orðin gæða- jörð. Allt land á milli ár og heiðar er orðið að túni og hafin nýrækt í heiðinni sjálfri. Tryggvi og Unnur hafa nú látið bú sitt og jörð í hendur sona sinna og tengdadætra. Ung hjón hafa byggt sér fallegt hús í námunda við gamla húsið og önnur eru að hefja nýbyggingu. Baksvið þessa htla bæjarþorps er hlíðarbrekkan með undurfögrum trjálundi, sem Tryggvi og börnin hans hafa plantað og ræktað. Og skrúðgarðurinn frá Hallbjamarstöðum var endur- vakinn á Laugabóli í enn stærri stíl og yndisþokka. Þar er fjöldi fjölærra skrúðjurta og sumarblóma. Þar hóf Tryggvi trjárækt, og þegar þrengdist um og sum trén urðu að víkja, var húsbóndinn harla gjöfull á viði sína til vina og nágranna. Hann ól upp í gróðrarreit plöntur af fræi, bæði íslenzkrar ættar og erlendrar. í garðinum voru einnig ræktaðar matjurtir Og nú hóf hann skógrækt fyrir alvöru í brekkunni fyrir utan og ofan bæinn. Þangað flutti hann þær plönt- ur, sem hann ól upp sjálfur, auk þess sem hann fékk þær frá skógrækt ríkisins. Þar er nú fyrir löngu vax- inn hinn fegursti trjáreitur, sem óðum stækkar.. Er þar furðu mikill fjöldi viða samankominn og margir þeirra náð ágætum vexti. Hann sáði grenifræi í órækt- aða jörð með mjög góðum árangri. Hann gerðist skóg- ræktarmaður í þess orðs fyllsta skilningi. Þar gerir hann tilraunir með margar tegundir barrviða. Ur trjálundi sínum og uppeldisstöð var Tryggvi ósínkur á plöntur til annarra. Einkum naut skrúðgarður Húsmæðraskólans á Laugum góðs af gjafmildi hans. Auk þess að vera skógræktarmaður er Tryggvi Sig- tryggsson náttúruskoðandi og náttúrufræðingur. Hann kann að greina fjölda blómjurta og grasa. Og sjaldgæf- ar plöntur hefur hann flutt frá hinum f jarlægustu stöð- um og gert að borgurum í gróðrarríki Laugabóls. En skógræktaráhugi Tryggva Sigtryggssonar náði langt út fyrir heimaland hans. Þegar er ástæður leyfðu gerðist hann trúboði og forustumaður í sveit skógrækt- armanna. Hann beitti sér fyrir stofnun Skógræktarfélags Reyk- dæla árið 1943 og hefur verið formaður þess síðan. Fé- lagið átti mikinn þátt í því að koma upp heimilistrjá- reitum í Reykjadal. Sama ár og það félag var stofnað, beitti Tryggvi sér fyrir stofnun Skógræktarfélags Þingeyinga og hefur alla tíð verið formaður þess. Þar hafði hann að vísu sér við hhð trúbræður sína í héraðinu. Hann og þeir voru brennandi í andanum og trúðu á uppvöxt nytja- skóga. Sýndi félagið þá trú í verki víðs vegar um héraðið, um leið og það tók virkan þátt í samtökum skógræktarmanna um allt land. Hefur félagið, undir forustu Tryggva, verið í fremstu röð slíkra félaga í landinu. Langstærst viðfangsefni þess er friðun og ræktun Fossselsskógar í vesturhlíð Fljótsheiðar. Til þessara átaka hefur Skógræktarfélag Þingeyinga notið samstarfs og styrktar Skógræktar ríkisins, og vit- anlega hefur skógræktarstöðin á Vöglum verið því hin mesta stoð. Stoð getur að vísu stutt hrörlega byggingu. En „skóg- arhöll“ Skógræktarfélags Þingeyinga, undir forustu Tryggva, er nýbygging er lengi skal standa og ætluð óbomum kynslóðum. Flesta fundi Skógræktarfélags íslands hefur Tryggvi Sigtryggsson sótt. Þeir hafa verið hans skógræktarskóli og þar hefur hann kynnzt skoðanabræðmm sínum af öllu landinu og bundizt við þá vináttuböndum. Skóg- ræktarferðir til Noregs hafa einnig verið honum skóli og uppörfun. Algengt er, að í Laugaból komi innlendir og erlendir skógræktarmenn til þess að skoða trjálundinn þar, heilsa 186 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.