Heima er bezt - 01.06.1973, Page 7
Unnur og Tryggvi og öll börn þeirra, sem eru á lifi. Fremri röð frá vinstri: Haukur, Kristin, (Unnur, Tryggvi), Ingunn,
Helga. — Aftari röð frá vinstri: Sveinn, Dagur,- Hjörtur, Asgrímur, Eysteinn, Ingi. (Ljósm.: Ljósmyndastofa Péturs, Húsavik).
upp á húsráðendur og ræða framtíð íslenzkra nytja-
skóga.
Tryggvi Sigtryggsson hefur hlotið verðlaunabikar
Skógræktarfélags íslands, og árið 1972 hlaut hann gull-
merki þess og var gerður þar að heiðursfélaga.
Að stétt og stöðu hefur Tryggvi Sigtryggsson verið
nýræktarbóndi. í mörg ár var hann í stjórn Búnaðar-
sambands Suður-Þingeyinga, lengst af gjaldkeri, en
einnig formaður.
En víðar hefur hann komið við sögu. Hann hefur frá
fyrstu tíð verið félagshyggjumaður af lífi og sál. Hann
var meðal brautryðjenda að stofnun Héraðsskólans á
Laugum, sem ungmennafélögin áttu frumkvæði að. í
mörg ár var hann prófdómari við skólann og kenndi
þar á stundum í forföllum. Hvað eftir annað og einnig
í mörg ár hefur hann verið formaður skólaráðsins og
er það enn.
I skólanefnd fræðsluhéraðs Reykdælahrepps var hann
mörg ár.
Auk alls þessa hefur hann haft áhuga á stjórnmálum
og látið þau til sín taka.
Það sem nú hefur verið upp talið, mun mörgum
þykja ærið ævistarf og að margt hafi þar hlotið að vera
unnið í hinum svonefndu „tómstundum“, sem nú eru
mjög á dagskrá. Það er misskilningur. „Tómstundir“ er
óþekkt hugtak Tryggva Sigtryggssyni. Langur vinnu-
dagur og lítil hvíld, samhjálp og samheldni fjölskyld-
unnar, eiginkonu og barna, og arfurinn frá heimilis-
menningu Hallbjarnarstaða, eru grundvöllurinn að af-
köstum hans. Veraldarauður og kaupmáttur launa er
það ekki, þótt ranglæti þjóðfélagsins gegn öryrkja
bændum væri Tryggva Sigtryggssyni jafnan ríkt í huga
og sé enn.
Það er aðeins einn sterkur þáttur í arfinum frá Hall-
bjarnarstöðum, sem hér hefur verið festur á blað. Þeir
voru fleiri.
Ungur lærði Tryggvi Sigtryggsson af föður sínum að
leika á fiðlu. Síðan hefur hann aldrei við hana skilið.
Við hliðina á ræktunarstörfunum hefur tónlistin verið
honum helgur hollvættur. Hvenær honum hefur gefizt
tóm til að handleika fiðlu sína fjölmörgum sinnum alla
ævi, er eitt af dularfullum fyrirbrigðum mannlífsins.
Og enn þann dag í dag strýkur hann boga sínum um
strengi hins helga hljóðfæris. Hann er einn af síðustu
kvistunum á meiði, er eitt sinn var laufríkur, þegar leikið
var á fiðlu á a. m. k. helmingi heimila í þessu héraði.
En ekki nóg með það. Tryggvi hefur tekið þátt í
hverju söngfélaginu af öðru og að síðustu sungið með
Karlakór Reykdæla í fjölda ára. Hann söng með kóm-
um veturinn 1971—72 og tók þátt í söngmóti Karlakóra-
Heima er bezt 187