Heima er bezt - 01.06.1973, Qupperneq 11
tegunda auk fjölda hinna lægri dýra. Margar dýra-
myndir eru þar góðar, en engin plöntumynd, og má
það furða kallast. Lýst er lifnaðarháttum dýra, og hver
not megi af þeim hafa. Eggert leitast við að kveða nið-
ur hverskonar kynjasögur og hjátrú um dýrin, enda
þótt hann treystist ekki til að ganga algerlega í ber-
högg við vitnisburð manna, sem töldu sig vera sjónar-
votta. Kemur þetta skýrt fram í frásögninni um hvera-
fugla. Hann trúir því bersýnilega ekki að fuglar hafizt
við og geti stungið sér í sjóðandi hveri, en vill ekki
rengja sögur sjónarvotta og kemst í ógöngur við að
leita náttúrlegar skýringar. Er það eitt af einkennum
Ferðabókarinnar, með hve mikilli gagnrýni öllum
kynjasögum er tekið, en um leið litið á þær af sann-
gimi og skilningi, og leitast við að finna eðlilegar skýr-
ingar þeirra fyrirbæra, sem í sjálfu sér eru næsta ótrú-
íeg.
En þótt náttúrufræði Ferðabókarinnar sé harðla
merldleg og þrekvirki síns tíma, hefir þó margt í henni
fallið fyrir tímans tönn, sem vænta mátti, og verða þeir
félagar ekki um það sakaðir, þótt nýji tíminn viti betm:
en þeir, rétt eins og þeir vissu fleira og sáu réttara en
fyrirrennarar þeirra. Og að hinu hljótum vér að dást,
hversu margt þeir sáu og hve nærri þeir komust oft
hinu rétta jafn skammt og fræðunum var þá komið.
En þegar kemur til þjóðarlýsingarinnar, stendur Ferða-
bókin sem sögulegur vitnisburður um sinn tíma, ómet-
anleg öllum, sem við þau fræði fást. Með hana í hönd-
unum getum vér léttilega ferðast um tvær aldir aftur í
tímann og virt fyrir oss fólkið í daglegri önn þess,
enda má segja að þar sé lýst nær öllum þáttum daglegs
lífs. Vér kynnumst þar klæðnaði, mataræði, húsakynn-
um, þrifnaði, sjúkdómum, ferðalögum, skemmtunum,
íþróttum, öllum helztu greinum atvinnuveganna og
vinnubrögðum til lands og sjávar, og síðast en ekki
sízt fólkinu sjálfu, þar sem leitast er við að lýsa skap-
höfn þess og draga fram það sem einkennir fólkið í ein-
stökum landshlutum og héröðum, bæði eftir þeirra
eigin reynslu og dómum annarra. Hann segir, að Norð-
lendingum sé svo lýst í öðrum landshlutum, að Skag-
firðingar séu framhleypnir og digurmæltir, Eyfirð-
ingar kyrrlátir og siðugir, en Húnvetningar séu bil
beggja. Af Þingeyingum fari engar sögur, því að þeir
ferðist lítt utan héraðs.
Oflangt yrði að rekja einstakar lýsingar, en sem heild
eru þær skýrar og greinagóðar, og munu menn enn í
dag kannast við margt það, sem Eggert skýrir frá.
Hann er ófeiminn að segja skoðanir sínar á atferli
fólksins, hæla því, sem vel er gert, en finna að því, sem
miður fer að hans dómi. Dómar hans allir einkennast
af raunsæi, hagsýni og mikill ábyrgðartilfinningu, því
að aUtaf er honum efst í huga, að ferðir og rannsóknir
þeirra félaga megi verða landi og þjóð til viðreisnar
og hagsbóta. En það var margt sem aflaga fór um þær
mundir og sterka raust þurfti til að vekja þjóðina til
meðvitundar og dáða, og opna augu valdhafanna tU
fulls um hvað gera þyrfti.
Ef vér lítum á viðhorf hans til helztu atvinnuvega
landsmanna kemur skírt fram, hversu heillaður hann er
af sveitasælu og landbúnaði. Að vísu kemur það enn
ljósar fram í kvæðum hans og ekki sízt Búnaðarbálki.
Hann lítur á sveitalífið í rómantízkum hiUingum oft
harðla ólíkt hinu venjulega raunsæi hans. Mun fornald-
ar dýrkun hans þar að nokkru leyti hafa glapið honum
sýn, og hann trúað því, að þá hafi landbúnaðurinn ver-
ið rekinn af miklu meiri reisn en síðar varð. Hinu verð-
ur ekki neitað, að mikil fátækt og ómenningarbraguT
var þá í verstöðvunum, sem hann þekkti vel, en virðist
varla hafa gert sér grein þess, að það ásigkomulag skap-
aðist ekki af því, að fiskveiðarnar væru ekki arðvænleg-
Heima er bezt 191