Heima er bezt - 01.06.1973, Page 21

Heima er bezt - 01.06.1973, Page 21
FLOSI BJÖRNSSON, KVÍSKERJUM: Bakkafjörustrandié árid 1919 A árunum eftir heimsstyrjöldina fyrri tóku erlend- /\ ir togarar mjög að sækja á íslandsmið að nýju, / V svo sem þeir höfðu áður gert um all-langt skeið. Vildi þá brenna við, að sumir þeirra urðu land- fastir og áttu ekki afturkvæmt; þó raunar sjaldnar en ætla mætti eftir veiðisvæðum þeirra margra. Verður hér sagt frá einu slíku strandi, þar sem þó ekki koma við sögu neinir válegir atburðir, enda varð venjulega mann- björg er togara bar að landi hér við sandana, þó ekki væri svo án undantekninga. Snemma morguns hinn 1. apríl heyrðist ákafur eim- pípublástur heim að Kvískerjum. Er út var htið, sást að skip var strandað úti fyrir Kvíáraur, þar sem heitir Bakkafjara. Veður var stillt og bjart, en nýlega fallinn snjór á jörð, og voru fjörur einnig hvítar síðan daginn áður. Daginn áður hafði Páll í Svínafelli, Pálsson, komið austur að Kvískerjum og ætlaði heim aftur þennan dag. Nú, er strandað var skip, var í öðru að snúast og bjugg- ust þeir þegar á strandstaðinn, Björn Pálsson á Kví- skerjum og Páll í Svínafelli, bróðir hans, er hann fékk með sér. Sent var jafnframt til hreppstjórans, Ara Hálf- danarsonar á Fagurhólsmýri, með tilkynningu um strandið. Skipið, sem var togari, og að því er virtist næsta líkur einum, sem sést hafði áður úti fyrir, var strandað á útrifi spottakom frá landi. Var þetta um flóð, og einsýnt eftir aðstæðum að bíða fjörunnar með björgun skipverja. Um hádcgisbil, er nokkuð var tekið að falla út, tóku skipverjar upp á því að fleygja fyrir borð fatapokum sínum, og var þeim sýnilega ætlað að ná landi, hvað sem um skipshöfnina yrði! Enda heppnaðist þeim Bimi að tína þá upp og bjarga í land, að einum undantekn- um, er fannst þó rekinn skömmu síðar. En annars var það þó hcppilegt, að skipverjar reyndu ckki sjálfir að yfirgefa skipið undireins á flóðinu; en skipbrotsmönn- um við sandana hefur stundum orðið hált á því að flýta sér um of í land, þó aðstæður til björgunar yrðu bersýnilcga betri innan skamms og sæmilcgt öryggi innanborðs. Þar með er auðvitað ekki sagt, að ekki geti borið til, einnig við sandana, að sjálfsagt sé fyrir skips- höfnina að yfirgefa strandað skip sem fyrst. Skipið sneri beint í land, og sem áður segir, sat það fast á rifi og allmikið lón innan við. Þegar f jaraði reynd- ist hægt að vaða út á rifið nokkru vestar, þar sem það sveigði allnærri fjörunni, og síðan austur eftir því. Að vísu fjaraði ekki alveg að því, en var þó vel fært. Upp úr hádeginu fóru þeir, sem í landi voru, eftir rifinu út að togaranum, og komust þeir hér um bil að honum. En hann virtist hafa skriðið á land á allmikilli ferð, og stóð því tiltölulega hátt á rifinu, en hinum megin tog- arans tók við allbreitt sund. Er þeir félagar voru þarna komnir, fóru skipverjar að búast til að fara frá borði. Renndu þeir sér niður á kaðh, en þeir Björn tóku á móti þeim við skipshliðina að segja mátti. Gekk þeim ágætlega að komast í land, enda var dýpið varla meira en í mitt læri. Það var að vísu til happs að stillt var í sjó, enda vitanlega því aðeins hægt að fara þessa leið. Skömmu síðar kom Ari hreppstjóri á strandstaðinn, ásamt fleirum. Eftir að hafa tekið stutta skýrslu af skip- stjóranum, svo sem venja var undir slíkum kringum- stæðum, skrifaði hann sýslumanni tillcynningu um strandið, og réð þegar mann til að flytja honum fregn- ina, Jón Jónsson, þá á Hnappavöllum, síðar á Fagur- hólsmýri. Sýslumaður var Gísh Sveinsson og sat í Vík. Sendimaður var kominn á ákvörðunarstað hinn 20. apríl, en að sjálfsögðu var þá hvorki um að ræða símasam- band um þessar slóðir né bílasamgöngur. Skipstjóri ákvað að gera skipið ekki að algeru strandi formlega, þ. e. gekkst ekki undir strandlögin að svo stöddu, og var því umsjón með skipinu á hans valdi. En var að sjálfsögðu feginn aðstoð að öðru leyti. Skipverjum ráðstafaði hreppstjóri fyrst um sinn til dvalar að Kvískerjum, sem var næsti bær, og skyldu menn vera þar í sóttkví ásamt þeim, er unnu að björg- un þeirra, og þá hefðu hitt, unz læknisskoðun hefði farið fram. Sendi þá og héraðslækni, Henrik Erlends- syni á Höfn tilkynningu um þetta og réð mann til að sækja hann. En þá var ekki langt um liðið síðan hin ill- ræmda „spánska“ inflúensa geisaði víðsvegar um heim, og sjálfsagt þótti, enda fyrirmæli um, að gæta allrar var- úðar, er menn bæri að landi erlendis frá. En að vísu töldu skipverjar heilbrigðisástand sitt gott, enda reynd- ist svo. Um leið og sent var eftir lækninum, sendi skip- stjórinn skeyti, sem afgreiða skyldi frá næstu símstöð, Heima er bezt 201

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.