Heima er bezt - 01.06.1973, Qupperneq 22
Hólum í Nesjum, til björgunarskipsins „Geir“ í Reykja-
vík, þar sem farið var fram á, að hann kæmi hið bráð-
asta austur til að reyna að ná skipinu út.
Blíðviðri var og sólbráð þennan dag, svo að snjóinn
tók að mestu. Síðdegis komu svo skipverjar gangandi
heim að Kvískerjum, og stigu flestir allmjög ölduna, þó
fastara land hefðu undir fótum en haft höfðu um hríð.
Var mönnunum veittur beini svo sem föng voru til, og
húsaskjól. Fengu þeir til íbúðar „framhús“ með stofu og
herbergi niðri og svefnlofti uppi. Síðar fengu þeir og
afnot af eldavél til matreiðslu.
Togari þessi var frá Grimsby, „Clyne Castle“ að
nafni. Byggður árið 1907, 136 feta langur, gaslýstur.
Skipshöfnin var 13 manns. Skipstjóri Frederick Banks,
ungur maður, geðfelldur og prúðmannlegur. Enskir
munu þeir hafa verið ailir að einum undanteknum, er
var danskur, Otto Krogh að nafni.
Daginn eftir var unnið að uppskipun á ýmsu, er þeir
þörfnuðust, svo sem matvælum, rúmfötum, fatnaði og
eldsneyti. Þar sem lónið var milli skips og flæðarmáls,
var hafður bátur til að ferja yfir það, og notaður bátur
frá Kvískerjum, sem var léttari í vöfum en skipsbátur-
inn, enda enginn teljandi bára. Meðan strandmennirnir
dvöldu á Kvískerjum, en sú varð raunin, að þeir höfðu
þar allir bækistöð unz þeir fóru alfarnir, voru þeir öðru
hverju að vitja skipsins, eða sumir þeirra og athuga
ásigkomulag þess, og var því komið upp „skansi“, þ. e.
skýli úr segli ofan við fjöruna, því stundum voru þeir
lengi, og ekki gerlegt að komast um borð eða frá
hvenær sem var. En venjulega komu þeir heim að kveldi,
og voru annars mest heima við. Þeir fengu eldavél til
afnota, sem áður segir, og matbjuggu handa sér sjálf-
ir. Einnig fluttu þeir ofn úr skipinu til þess að hita
upp stofuna og gátu því haft sæmilega hlýtt.
Þess var ekki svo langt að bíða, eftir atvikum, að
björgunarskipið kæmi á vettvang, því að „Geir“ var
kominn austur árdegis 20. apríl. Kom hann í Iand
dráttartaug. Er skemmst frá því að segja, að honum
tókst ekki að hræra skipið hið minnsta úr stað, og fór
hann brott við svo búið eftir tveggja daga töf.
Henrik læknir kom hingað sama dag og „Geir“, og
voru þá flestir skipverja úti við strandið. Fór hann þá
út í sveit og kom daginn eftir og rannsakaði heilsufar
þeirra. Leyndi sér ekki, að sumum skipverja þótti nokk-
urs um vert að fá tækifæri til að ræða við mann, er
skildi og talaði mál þeirra til fullrar hlítar, en Henrik
læknir þótti málamaður ágætur.
Eftir hina árangurslausu tilraun „Geirs“ var auðsætt,
að skipinu yrði ekki náð út fyrst um sinn. Skipstjórinn
ákvað því að láta flytja sjö af mönnum sínum austur
til Hornafjarðar, áleiðis til Austfjarða í veg fyrir skip,
en hinir skyldu bíða þar til hann fengi nánari fyrir-
mæli frá útgerðarfélaginu. Var lagt af stað með þá
25. apríl og komust austur á Höfn á þriðja degi. Tók
Þórhallur kaupmaður Daníelsson þar við þeim, og
ráðstafaði þeim síðan til Seyðisfjarðar með vélbát, er
þangað fór að nokkrum dögum liðnum.
Næstu daga biðu þeir, sem eftir voru af skipshöfn-
inni á Kvískerjum. Voru þeir þá minna bundnir við
skipið en áður og tóku lífinu með ró. Helzt höfðu þeir
sér til dægradvalar, sumir, er gott var veður, að iðka
handknattleik, reyndu einnig fótbolta en vantaði þó
hæfilegan knött. Inni við munu þeir hafa gripið nokkuð
í spil, tóku stundum lagið á kvöldin eða litu í bók, en
lestrarefni höfðu þeir raunar af skornum skammti. Allir
voru þeir yfirleitt háttprúðir, og létu ekki fara meira
fyrir sér en þörf gerðist. Furðanlega tókst þeim, að
minnsta kosti sumum, að gera sig skiljanlega um flest
sem nauðsyn krafði, en annars var hinn danski háseti
túlkur þeirra, einkum fyrst í stað, því vitanlega þótti
léttara að skilja hann; en hann mun hafa talað sína
tungu tiltölulega skýrt og greinilega. En aðrir skip-
verjar höfðu að vísu nokkur not orðabókar, og þó
einkum Vesturfaratúlks Jóns Ólafssonar. Hjá því varð
þó ekki komist, að flest væri það nú samt meira eða
minna „klippt og skorið“, sem þannig var gert skiljan-
legt! Síðustu dagana, sem þeir dvöldu hér, var Hálfdan
Arason á Fagurhólsmýri hér einnig, og túlkaði þá einnig
fyrir þá.
Nafn skipstjórans lét að vissu leyti kunnuglega í eyr-
um, er minnzt var atburða 18. aldar, er að nokkru
snertu ísland. Þ. e. í sambandi við íslandsleiðangur Jos-
ephs Banks, hin kunna náttúrufræðings og áhrifamanns-
um vísindastarfsemi í Bretlandi, og sem síðar átti hlut
að því að greiða fyrir viðskiptum Islendinga á erfiðum
tímum. Aðspurður kvaðzt skipstjórinn raunar ekki vita
til þess, að hann væri í ætt við Sir Joseph.
Síðasta dag aprílmánaðar barst skipstjóranum skeytá
frá útgerðarfélaginu, þar sem fyrir hann var lagt að
yfirgefa skipið og halda heimleiðis, og tæki björgunar-
félag við togaranum. Var búist til ferðar, og lagt af
stað með þá austur á Höfn 2. maí. Munu þeir svo hafa
verið fluttir til Seyðisfjarðar, eins og hinir fyrri. — Um
þetta leyti var togarinn kominn upp í fjöru, hafði verið
að færast nær landi smám saman, síðan á dögunum, að
„Geir“ hætti tilraunum sínum.
Þegar skipið strandaði, hafði það fyrir skömmu byrj-
að veiðar og var í því nokkur fiskur, mest ýsa og smár
þorskur. Var hann ísvarinn og geymdist ekki lengi.
Skipstjórinn vildi fyrir sitt leyti gjarnan láta selja hann,
en taldi sig ekki hafa umboð til þess, enda boðið að
yfirgefa skipið. Það var því ekki fyrr en komið var tals-
vert fram í maí, að af því yrði, að fiskinum væri skipað
upp. Var hann þá farinn að skemmast, en nothæfur tal-
inn, að vísu elcki sem markaðsvara. Að því sinni var þó
ekki útgert um greiðsluna, og því ekki boðinn upp, en
ætlast til að fiskurinn yrði greiddur því verði, sem sam-
komulag tækist um og eigandi sætti sig við. Að vísu
voru fullar líkur til að fiskurinn væri að mestu eða öllu
veiddur í okkar góðu og gömlu þriggja mílna landhelgi.
Öðru máli kynni þó að hafa skipt um óyggjandi sann-
anir, enda mun ekki hafa verið venja að taka slíkt til
meðferðar til eða frá af opinberri hálfu, er um skip-
strönd var að ræða.
202 Heima er bezt