Heima er bezt - 01.06.1973, Page 23
Fengu flest heimili í sveitinni allverulegt magn af
fiski, sem síðan var verkaður svo að þyldi vel geymslu.
Þær lyktir urðu á með greiðslu fyrir fiskinn, að hrepp-
stjóra var ætlað að ákveða verð á honum, og með til-
hti til skemmda og jafnframt uppskipunarkostnaðar. —
Var því ekki annað hægt að segja en að skilmálar reynd-
ust hinir sanngjörnustu. Raunar hefði fiskurinn bráð-
lega ónýtzt og orðið hin sóðalegasta aðkoma í fiskilest-
inni. Enda mun hinum nýju eigendum ekld hafa sézt
yfir það, og kröfðust raunar ekki þegar til kom greiðslu
fyrir fiskinn.
Þetta vor keyptu nokkrir hérlendir menn Clyne
Castle, með það fyrir augum að reyna að ná honum út.
Þeir voru Jóhann Hansson vélsmiður, Seyðisfirði, Giss-
ur Filippusson, Seyðisfirði, Valdór Bóasson, Reyðar-
frði og Guðmundur Jónsson, Hoffelh. Þeir komu
snemma sumars á tveim vélbátum, með nokkra menn
með sér, ásamt vistum og verkfærum. Hófu þeir til-
raunir til að ná skipinu út, með því að grafa fram með
því með þar til gerðri skóflu, sem knúin var með skips-
vindunni. Jafnframt var akkerum komið út í sjó og
vír úr þeim í skipið til að draga það á, er þar að kæmi.
Allvel miðaði að vísu áfram að grafa, en fljótlega kom
í ljós, að þetta mundi árangurslaust, því að gryfjurnar
fylltust af sandi, er nokkuð að ráði stækkaði sjó.
Spölkorni austar féll Eystri-Kvíá til sjávar, en hún
var þó nokkurt jökulvatn, þó enganveginn teldist til
stórvatna. Var þá tekið til þess ráðs að veita kvísl úr
henni fram að skipinu, í því skyni, að hún græfi stöðugt
frá því. En einnig það reyndist algerlega ófullnægjandi.
Enda ekki hægt um vik að beizla ána, því að til þeirra
starfa var ekki um önnur tæki að ræða en handverk-
færi, sem dugðu líttt við þessar aðstæður.
Meðan á tilraunum þessum stóð, voru um tíma nokkr-
ir menn í vinnu héðan úr sveitinni, auk þeirra, sem
komu að austan. Meðal annars þurfti að dæla skipið,
því að ísinn hafði bráðnað í fiskilestinni, og það jafn-
vel eitthvað lekt; Mikið var í því af kolum, og var all-
miklu af þeim skipað upp og selt, einnig síðar, bæði
hingað í sveitina og austur um næstu sveitir, eitthvað
jafnvel flutt með bátunum austur á firði. Þeir, sem
voru í vinnu þetta sumar héðan úr sveitinni, munu að
minnsta kosti að einhverju leyti hafa látið skipseigend-
ur njóta þess, að þeir kröfðust ekki greiðslu fyrir fisk-
inn, sem áður er að vikið.
Var svo hætt við frekari tilraunir með að reyna að
ná út skipinu þá um sumarið. Var því lokað svo sem
kostur var, og gengið frá því sem bezt, áður en þeir
fóru, enda var ætlun þeirra að halda áfram tilraunum
að ná út sldpinu að sumri komanda.
Er leið að burtför þeirra, fengu þeir tvo vélbáta til
flutninga, hina sömu og þá er þeir komu. Raunar fóru
þeir austur á öðrum þeirra aðeins (Alfa frá Djúpavogi),
og gekk ferðin að óskum. Hinn báturinn (Jenny frá
Reyðarfirði, er Valdór átti) var sendur vestur með
söndum, og gerðist þar meira til tíðinda áður en lauk.
Hér verður sú ferð þó ekki rakin, aðeins minnst í ör-
stuttu máli.
Gissur fékk bátinn lánaðan hjá Valdóri, sem sjálfur
var ekki með, til þess að sækja muni, er hann átti úr
strönduðu skipi á Fossfjörum vestan Skeiðarársands.
Voru þeir þrír á bátnum. Segir ekki af för þeirra fyrr
en þeir komu þar að landi, sem ferðinni var heitið. Er
Gissur var kominn í land, en hinir á bátnum úti fyrir,
gerði hvassviðri mikið af landi. Rak þá til hafs, og töldu
tvísýnt hvernig bátnum reiddi af. Er þar skemmst frá að
segja, að þeir komust um borð í brezkan togara, er mun
hafa verið á útleið. Gissur komst til bæja, og mun síðan
hafa haldið suður á bóginn, þangað sem hann gat sætt
skipsferð austur.
Valdór fékk austfirzka báta til að leita þeirra, er þeir
komu ekki fram, og engar fregnir af þeim borizt. Leitin
bar ekki árangur, en þarna fór betur en áhorfðist, er
mennirnir komu að lokum allir fram. Og nokkru síðar
barzt sú fregn, að bátinn hefði rekið á fjöru, ekki langt
þaðan er hann hafði hrakið frá, óskemmdan að mestu.
Vorið eftir fóru svo Valdór og Gissur þangað út
eftir til þess að reyna að ná bátnum út. Tókst það með
góðri aðstoð manna úr næstu sveitum, og sigldu þeir
bátnum austur snemma sumars. Fengu þeir með sér tvo
menn úr Fljótshverfi til að vera við dæluna, meðan siglt
var til Hornafjarðar, er síðan fóru landveg til baka.#
Um veturinn grófst togarinn talsvert í sandinn og
sópaði einnig að honum sandi er tók að vora, svo sem
venjulega vill verða um skip í sandfjöru. Þetta sumar
(1920) var unnið að því að lyfta togaranum upp úr sand-
inum, unz hann lá allur á yfirborði fjörunnar. Við þetta
verk voru notaðar f jórar vökvalyftur; munu tvær þeirra
hafa lyft 100 smálestum hvor, hinar tvær 150 hvor, auk
fjögra skrúftjakka, er lyftu 150 smálestum samtals. Hins
vegar var engin tilraun gerð að því sinni til að ná skip-
inu út, enda ekki búist við áð tími ynnist til þess, því að
ekki þýddi að hugsa til þess að áhðnu sumri, er vænta
mátti versnandi veðra og brima.
Næsta sumar, 1921, var flutt allmikið timbur að skip-
inu, aðallega efni í dráttarbraut, og í búkka til að hafa
undir því. Um vetmrinn hafði skipið enn sokkið nokk-
uð í sandinn, og var því nú lyft unz það var að minnsta
kosti tvö fet á lofti upp úr fjörunni, og látið hvíla á
búkkum, er voru þrír á hvort borð. Er þessu var lokið,
var komið fram í júlí, og þótti ekki fært eða varlegt,
eftir aðstæðum, að ráðast í frekari aðgerðir þetta sumar.
Veturinn áður vildi það slys til á Seyðisfirði, að Gissur
Fihppusson drukknaði af báti. Fékk Sigurður bróðir
hans, bóndi í Brúnavík, hlut hans í togaranum og vann
við hann þetta sumar, en síðar keypti Jóhann Hansson
hlut hans, og hafði einnig áður keypt hlut Guðmundar
í Hoffelh.
Sumarið eftir, 1922, komu þeir ekki að austan fyrr
en í júnímánuði, sjóleiðis flestir sem að venju. Er komið
* Sjá grein Skarphéðins Gíslasonar í 10. árg. Goðasteins: Björg-
un vélbáts af Fossfjöru.
Heima er bezt 203