Heima er bezt - 01.06.1973, Qupperneq 25
KVEÐ ÉG
mér til hugarhœgðar
HÓLMFRÍÐUR JÓNASDÓTTIR er fædcl
12. sept. 1903 í Grundarkoti í Blönduhlíð,
Akrahreppi. Foreldrar voru hjónin Anna
Jónsdóttir og Jónas Jónasson bóndi á Hof-
dölum í Viðvíkurhreppi. Hólmfríður lauk
námi frá Kvennaskólanum á Blönduósi
1922. Hefur stundað barnakennslu nokkra
vetur. Eftir hana hafa birzt nokkur kvæði
i tímaritum. Hólmfríður hefur verið bú
sett á Sauðárkróki síðan haustið 1932.
NÝÁRSBÆN
Nú tek ég ofan hörpuna og hristi ryk af streng
og hjartað fer að syngja með fagnandi róm.
Til fundar við þig, nýja ár, í gleði minni ég geng
og gef þér þessi fölu hugans blóm.
Þótt jörðin faldi hvítu og fjúki í snauðra skjól,
fræ í moldu sofi og dreymi um Ijós og yl,
hún gengur senn á mót við hina gulhnhærðu sól,
sem gefur öllu von um þáttaskil.
Enginn veit hvað nýárið til íslands stranda ber,
er ógna vítissprengjur og frelsisstríð er háð.
Vér biðjum þess af alhug að auðnan fylgi þér
til árs og friðar, kæra fósturláð.
Þótt dimmt sé úti í heimi og dauðinn kveði Ijóð
með draugarödd og heimti fórn í kalda grafarró,
vér biðjum þess, að saurgi aldrei íslenzkt blóð
hinn yndislega, hvíta nýárssnjó.
GAMALT STEF
Þá lokið dagsins önnum er
og ómar blítt í strengjum.
En rökkurblámi um byggðir fer,
við búumst heim af engjum.
Við tauminn fákar leika létt
um laufi vaxnar grundir.
Þeir fara á tölt og taka sprett,
svo titrar foldin undir.
Við erum ung og líðum létt
um Ijóðs og söngva geima,
og heyið allt í sæti sett,
— en svefn og draumar heima.
Þó vesturf jallsins bratta brún
sé böðuð kvöldsins skuggum,
skín aftansól um austurtún,
og eldar brenna á gluggum.
UNDIR BERUM HIMNI
í garði mínum ei gróa blóm,
en gras handa litla Rauð.
Það ilmar þar svalt og sumargrænt
í sóldagsins vítamínsauð.
Þó glittir á fallegan fífilkoll
og fannhvíta baldursbrá,
menn segja það illgresi, en augu guðs
umlykja fegurð þá.
í garðinum slegið grasið er
— það gustar og ljárinn hvín.
Ó, fífill með bjartan blómsturkoll
nú bíður dauðinn þín.
Og litla mjallhvíta baldursbrá,
— sem ber þetta tigna nafn —
þú fellur sem hvert annað feyskið strá
í flesjunnar jurtasafn.
Ég breiði úr múgum og bylti þeim við
nú bregst mér þurrkurinn ei,
en þornar við sól og sunnanvind
hið safaríka hey.
Ég teyga loftið í sælh sátt
við sumarsins bænagjörð.
lífsins eilífa andardrátt
og angan frá sleginni jörð.
Þegar sumarið kveður með söng og yl
og sóldaggir breytast í hrím,
og hjónum, sem byggðu sér hreiður í vor,
í haust verður þyngra um rím.
Þá veturinn gengur með hörku í hlað
og hefur sinn volduga dans,
mun glóhærðum fola þá gistingin föl,
og gjöfin í jötuna hans.
Heima er bezt 205