Heima er bezt - 01.06.1973, Page 26

Heima er bezt - 01.06.1973, Page 26
Stiklur í E-dúr — með tilbrieðum Ég neita því ekki, að draumar eru merkileg fyrirbæri og draummaður minn ekki síður. Alltaf er það sami maðurinn, sem vitjar mín. Ég veit engin deili á hon- um, en hann hlýtur að vera eitthvað nákominn mér, því oft kemur það fyrir, að mér finnst ég vera hann og hann ég; skyndilega klofnum við svo í tvennt, í tvær aðskildar persónur, hvora með sínum talanda og ólík viðhorf til mannlífsins kringum okkur. Draummaður stendur þó ólíkt betur að vígi, því engu er líkara en hann hafi lifað allar aldir íslandsbyggðar. Aldrei segir hann þó: Þegar ég var ungur. Okkar fyrstu kynni voru dálítið óvenjuleg. Hann stóð allt í einu við rúmstokkinn minn og segir: — A fætur með þig, Fátækur, og fylg mér. — Hver ert þú, og hvers vegna kallarðu mig Fátæk? — Nú, heitirðu ekki Ei-ríkur? — Jú, satt er það, en nafn mitt á ekkert skylt við fá- tækt, heldur ef til vill þvert á móti. Ég hef lesið um það, að í fyrndinni kunni það að hafa verið borið fram Ein- ríkur, sem merkir þann, er ætíð ríkir, þ. e. a. s. hinn vold- uga. Orðmyndin ríkur er í ætt við og samstofna indó- germanska orðinu raja, sem merkir höfðingi, og margir indverskir furstar hafa fremst í nafni sínu, t. d. Raja- gopalaríar; þá er hún einnig náskyld latnesku orðunum rex og regina, sem merkir konungur og drottning. Og ég vil minna þig á, að á fornum bókum má lesa undar- lega setningu sem þessa: Hann var ríkur maður en fá- tækur, sem á nútímamáli þýðir, að maðurinn hafi haft mannaforráð en ekki safnað auði. Að vísu er það of- vaxið mínum skilningi, að maður með völd og áhrif skuli ekki hafa safnað auði; það er maður undarlegrar náttúru. — En þetta síðasta hefði ég ekki átt að láta út úr mér, því nú upphófst mikil romsa um það, að þarna væri mér lifandi lýst; ég þættist vilja stuðla að betra mannlífi, jafnvel gera lífið að eins konar aldingarði, en í reynd- inni hegðaði ég mér eins og allt lífið væri einn alls- herjar frumskógur, þar sem hinn sterkasti og purkunnar- lausasti yrði alltaf ofan á. Því finndist mér lítið til manns koma, sem ekki hefði reynt að ota sínum tota. — Draum- maður var svo sannfærandi, að mér fannst að lokum, að ég væri alversti apinn í mannlífs-frumskóginum. Ég átti eftir að komast að því, að draummaður var ekki eins fáfróður og ég hélt af fyrstu kynnum. Þvert á móti hefur hann verið hafsjór af fróðleik, og fávizkan með nafn mitt var bara spaug hans. Hann er meira að segja svo magnaður, að hann virðist geta lesið hugs- anir mínar, sem ég er nú ekki ýkja hrifinn af, því satt bezt að segja eru þær á stundum ekki svo merkilegar eða fallegar, að þeim sé hollt, að einhver hafi um þær vitneskju. Og dæmalaust getur draummaður verið frakkur. — Hann hefur þráfaldlega borið mér það á brýn, að það góða, sem ég raunverulega vilji, geri ég ekki, en gæh við það vonda, sem ég kæri mig ekki um. — Er það nú! Verst af öllu þykir mér þó sú kenning hans, að ég verði að breyta í samræmi við það, sem ég tali, því annars sé hætt við, að enginn taki mark á mér. Hann fullyrðir einnig, að ef allir, sem talað hafi fagurlega um dagana, hefðu breytt eins, þá væri heimurinn betri í dag, að öllum líkindum kominn pálmalundur í jaðar mannlífs-frumskógarins. Já, draummaður minn er hvimleiður. Eitt sinn eftir ofát jóla birtist hann og segir: — Þér var skemmt þegar þú fékkst bréfið, sem titlaði þig séra Eirík. En veiztu af hverju bréfritari hélt þig vera prest? Það er predikunartónn í greinunum þínum, og slíkur tónn fer hroðalega í taugarnar á velflestu fólki og hefur þveröfug áhrif við það, sem ætlast er til. — Haldið þið, að það sé skemmtilegt að fá svona mann í heimsókn? Enda reyni ég að forðast þennan náunga hvað ég get, en það gengur bara svo erfiðlega. Ég er t. d. svo að segja hættur að lesa íslendingasögur, sem mér þykja þó svo skemmtilegar og lærdómsríkar. Ég veitti því sem sé athygli, að í hvert sinn sem ég gluggaði í einhverja þeirra, þá brást það ekki, að draum- maður birtist. Ég er þá alltaf að vasast eitthvað kring- um söguhetjurnar, auðvitað í herklæðum og búinn fræg- um vopnum, alveg eins og þær. Ég er stökkvandi hæð mína í loft upp, aftur á bak og áfram og út á hhð. Stund- um stekk ég hærra en sögupersónurnar og er ekkert að grufla út í það, að ef til vih hafi ég nú brotið þyngdar- lögmáhð, og svona svif sé ekki öðrum hent en eldflaug- um, sem skotið er með vélarafh út í geiminn. Stund- 206 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.