Heima er bezt - 01.06.1973, Síða 30

Heima er bezt - 01.06.1973, Síða 30
Þó væri hann ei ríkur hann var engum líkur, það var enginn slíkur sem hann. Með lokkana sína, svo ljósa og fína, mig langaði að krýna þann mann. í Keflavík reri hann, á hvern mann þar sneri hann; sá kunni að bera sinn skjöld. Að stúlkunum smaug hann, að strákunum laug hann, og slóst svo hvert laugardagskvöld. Það var karl, sem kunni að o. s. frv. Hann Gústi í Hruna lét hestana bruna með hófanna dunandi slag. Var fullur í réttum með fettum og brettum og fannst þá svo létt um sinn hag. Víngleði ann hann, en vinnuna kann hann, á veturna spann hann með glans. Á sumrin hann heyjar, um engi og eyjar, þá eru allar meyjarnar hans. Það var karl, sem kunni að o. s. frv. Bjarki Árnason heitir maður, Þingeyingur að upp- runa en er nú búsettur á Siglufirði. Hann hefur þótt vel liðtækur í vísnagerð og einnig hefur hann búið til afar falleg danslög. Eg hef oft verið að nudda í honum með að fá birtar einhverjar af vísunum hans, og með þolin- mæðinni og nauðinu hefst það einhverntíma, sem marka má af því, að mér tókst að herja út úr honum neðan- skráðan texta. í bréfinu frá Bjarka, sem textanum fylgdi, var þessi vísa til mín, sem ég læt hér flakka: Ei-ríkur munt þú alltaf vera, á því sviði líkur mér, en af því þú ert ekki séra, ástarljóð ég sendi þér. SANTA LÍJA (Laghöfundur: Bigazzi). Að hugsa um heima nýja 15c þá ég hélt á braut og langt er f jarri þér, og síðan, Santa Líja, aðeins söknuður í huga mínum er. Ég um þig hugsa hljóður, og um hamingjuna, sem þú veittir mér, og til þín er minn óður, í óskadraum ég til þín fer. Leyf mér ljúft að dreyma og lifa aftur hjá þér heima, ég sé þig, Santa Líja, með sólskinsbros um vanga, og sæll til þín vil ganga. Mig dreymir drauma nýja um þá daga, sem að liðu burt frá mér. O, hjartans, Santa Líja, ég í huganum því ætíð verð hjá þér. Ó, Danny boy eða Londonderry Air er þekkt írskt lag. A. m. k. þrír íslendingar hafa gert ljóð við það: Freysteinn Gunnarsson, Ásmundur frá Skúfstöðum og Sig. Júl. Jóhannesson, sem þýtt hefur textann úr ensku. Ég hef einhvers staðar lesið um það, að lagið eigi upp- runa sinn á þeim tíma, þegar Nablajón Beinpartur var að stríða í Evrópu. Ég birti nú þýðingu Sig. Júl. Jóh., en af því ég veit, að mörgum lesenda mun finnast skrít- in sjötta ljóðlínan í síðari vísunni (þetta með fótaburð- inn), þá var mér sögð sú saga, að söngvarinn kunni, Sig. Skagfeldt, hafi alltaf hugsað til skagfirzkra stóð- hrossa í hvert sinn, sem hann söng vísuna. En þessu orði breytum við ekki, úr því þýðanda hefur þóknast að hafa þetta svona. Ó, DANNY BOY Ó, vinur kær, nú lúðrar, lúðrar kalla um landið allt og heimta menn í stríð. Og haustið kemur, laufblöð fölna og falla, þú fara hlýtur, ein ég heima bíð. Og hvort sem brosir himinn eða grætur, er heim þú kemur skaltu finna mig. Því ég verð heima um daga og dimmar nætur, Ó, Danny boy, ó, Danny boy, ég elska þig. En hafi blómin dropið höfði dáin, og dauðinn kallað mig í ríki sitt, þá leitaðu uppi blett með bliknuð stráin í bæn, þú veizt að það er leiðið mitt. Og þó um reitinn hægt og hljótt þú sveimir, ég heyri og kenni fótaburðinn þinn. Og við það betur sef, mig sælla dreymir, unz sjálfan þig ég hitti, elsku vinur minn. Fleiri ljóð birtast þá ekki að sinni. — Kær kveðja. E. E. 210 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.