Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1973, Qupperneq 35

Heima er bezt - 01.06.1973, Qupperneq 35
RÓKAHILLAN Jóhann M. Bjamason: Brasilíufaramir. Akureyri 1972. Bókaútgáfan Edda. Við, sem komnir erum á efri ár, minnumst þeirra daga, þegar Brazilíufarar Jóhanns Magnúsar komu á markaðinn, og með hví- líkum fögnuði þeim var tekið. Þarna voru samankomin hin furðu- legustu ævintýri, sem líkja mátti til Þúsund og einnar nætur og íslenzktir hugsunarháttur og hetjusaga, því að íslendingarnir, sem sagan er af, létu sér hvorki bregða við erfiði né voveiflega hluti, enda ruddu þeir sér braut til gæfu og gengis i hinu fjarlæga landi. Þetta var lestrarefni, sem heillaði unga og gamla í þann tíma. Nú eru Brazlíufararnir komnir á prent í þriðja sinn, og ævintýrin eru hin sömu og frásögnin jafn spennandi, mér liggur við að segja heillandi. Þess er því að vænta, að þeim verði vel tekið sem fyrr, þótt tímar séu breyttir og bókasmekkur annar en við fyrstu út- komu þeirra. Þeir svíkja engan, sem vill njóta stundar við lestur skemmtilegrar bókar. Þess má geta, að Brazilíufaramir eru 3. bindi í heildarritsafni J. M. B., sem alls er áætlað 7—8 bindi. Friðrik Guðmundsson: Endurminningar I. Rvík 1972. Víkurútgáfan. Fyrir um 40 árum birtust í Heimskringlu endurminningar Frið- riks Guðmundssonar, og voru þær síðan gefnar út í bókarformi vestan hafs í tveimur bindum, en ekki náðu þær verulegri út- breiðslu hér heima. Höfundurinn, sem var alinn upp á Hólsfjöll- um, en bjó síðan góðu búi á Langanesi, fluttist vestur um haf á miðjum aldri og skrifaði endurminningar sínar á gamalsaldri og þá orðinn blindur. Voru skriftimar og upprifjan minninganna dægrastytting hans. Ber bókin þessa glögg merki. Það er létt að skilja, hvilík vandkvæði eru á ritstörfum, þegar ekkert er hægt að lesa, sem úr pennanum eða frá ritvélinni kemur. Höfundur var athafnasamur bóndi og forystumaður um flest félagsmál sveitar sinnar, duglegur og vel gerður í hvívetna. Hann hefir ánægju af að segja frá og er furðulega minnugur um margt, og hefir frá mörgu að segja auk hins daglega lífs, svo sem ferðalögum og kynnum af þjóðkunnum mönnum, sr. Amljóti Ólafssyni o. fl. Hinsvegar eru nokkrar skekkjur, bæði í mannanöfnum og öðru, sem skylt hefði verið að laga nú í nýrri útgáfu. Oft er höf. þreytandi langorður, því að hann er ekki einungis að segja sögu sína, heldur einnig að skýra frá viðhorfum sínum og dómum um menn og málefni, gætir þar og nokkurra endurtekninga, sem unnt hefði verið að laga, án þess að breyta verki höfundar. En allt um þetta er bókin merk og læsileg, og lesandinn hlýtur að dást að þreki höf., sem óvanur ritstörfum fær skrifað slíka bók blindur á gamalsaldri. Slíkt mundu fáir leika eftir. Gils Guðmundsson hefir annast útgáfuna. Sýslu- og sóknalýsingar Eyjafjarðarsýslu. Akureyri 1972. Sögufélag Eyfirðinga. Naumast munu nokkur safnrit liðinna alda vera jafn yfirgrips- mikil og fræðandi um land og þjóð sem Jarðabók Árna Magnús- sonar og Páls Vídalíns og Sókna- og sýslulýsingar þær, sem Hið íslenzka bókmenntafélag safnaði til um 1840 að frumkvæði Jón- asar Hallgrímssonar og fékk presta landsins til að semja. Jarða- bókin er löngu prentuð hjá Fræðafélaginu í Kaupmannahöfn, en sóknalýsingarnar hafa flestar legið geymdar og grafnar suður í Landsbókasafni. Bókaútgáfan Norðri gaf þó út lýsingar Húna- vatnssýslu og Skagafjarðar fyrir allmörgum árum, og síðan hafa ýms átthagafélög hafizt handa, hvert um sína sveit, og loks á sl. ári Eyfirðingar. Lýsingar Eyjafjarðarsýslu er allmikil bók. Hefir Magnús Kristinsson menntaskólakennari annast útgáfuna af mik- illi vandvirkni. Eins og gefur að skilja, eru einstakar lýsingar mjög misjafnar. Prestarnir, sem sömdu þær eftir spurningum þeim, sem Bókmenntafélagið sendi til þeirra, voru misjafnlega ritfærir, mis- jafnlega kunnugir staðháttum og viljugir að leysa verkið af hendi. En allar gefa lýsingamar merkilega mynd af landi og fólkinu. sem það byggði á þeim tíma. Það er ekki aðeins, að lýst sé lands- lagi og staðháttum með fjölda ömefna, sem nú eru sum glötuð, heldur kynnumst vér þar búskaparháttum, húsakynnum, menn- ingarástandi og skemmtunum fólksins, og ótalmörgu öðru. Með því að lesa sóknarlýsingarnar vel, getum vér greiðlega heimsótt byggðina fyrir nær hálfri annarri öld. Eins og ég gat fyrr, eru lýsingarnar misjafnar að gæðum. Af öllum þeim ber lýsing sr. Jóns lærða af Möðruvallasókn í Hörgárdal; hún er með þeim ágætum, að fátítt er. Hygg ég af kynnum mínum af sóknalýsing- unum sem heild, að hún muni vera hin bezta þeirra. Það var gott verk og þarft af Sögufélagi Eyfirðinga að gefa þetta rit út. Vitanlega vekur það mestan áhuga Eyfirðinga heima og heiman, en allir, sem kynnast vilja sögu vorri og menningu á liðinni tíð, lesa hana, sem og aðrar sóknalýsingar, sér til ánægju, og fræði- mönnum eru þær ómetanlegar. Gréta Sigfúsdóttir: Fyrir opnum tjöldum. Rvík 1972. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Skáldsaga Grétu Sigfúsdóttur Bak við byrgða glugga, um hernáms- árin í Noregi og út kom fyrir nokkrum árum, vakti mikla athygli. Þessi saga er framhald hennar og fjallar um eftirstríðsárin, en vettvangurinn er Þýzkaland. Sagan bregður upp hrollvekjandi myndum af þeim hörmungum, sem fólkið átti við að búa, en segir um leið frá taumlausum ástríðum og hreinni ást og góðvild. Hún er þannig full af andstæðum. Sumir atburðir virðast þar með miklum ólíkindum, en hvað getur ekki gerzt á slíkum tímum, og lesandinn hefir á tilfinningunni, að sannir atburðir séu þar að baki. Sagan verður eftirminnileg hverjum, sem les, og má hiklaust teljast til merkari skáldsagna ársins, enda þótt hún hafi ekki hlotið náð fyrir augum bókmenntafræðinganna, en kannske er það hennar mesti hróður. Kristleifur Þorsteinsson: Úr byggðum Borgarfjarðar II. Rvík 1972. Leiftur hf. Sagnaþættir Kristleifs Þorsteinssonar úr Borgarfirði eru löngu þjóðkunnir og eru nú að koma út í annarri útgáfu, sem sýnir bezt vinsældir þeirra. Enda eru allir ósviknir af þáttum Kristleifs. Frá- sögnin er traust, þróttmikil og rammíslenzk, og með efnið þannig farið, að lesandinn sér liðinn tíma rísa upp með holdi og blóði. Margar mannlýsingar eru þar snjallar, þótt þjóðháttalýsingarnar standi þeim framar og verði áreiðanlega langlífari. Þessari útgáfu fylgir nafnaskrá, og er það til mikilla bóta. St. Std.

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.