Heima er bezt - 01.05.1976, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.05.1976, Blaðsíða 5
ur eftir eitthvað gott, er menn hafa verið á fundi hans, veldur því góðvild hans og sanngirni, skýrleiki í hugs- un og góðlátleg gamansemi. Það gat ekki farið framhjá mér, að Benedikt væri einn af fremstu góðbændum hér um slóðir, sem hafði átt drjúgan þátt í framförum og velgengni sveitar sinnar. Hann hafði breytt jörð sinni úr koti í stórbýli, en þó jafnframt gefið sér tóm til að vera í fararbroddi í fél- agsmálum svcitarinnar. Af þessum sökum heimsóttum við hann, til að fá hann til að segja okkur eitthvað af æfi sinni handa Heima er best. Benedikt fæddist á Veigastöðum á Svalbarðsströnd 19. nóvember 1894. Foreldrar hans voru Baldvin Jó- hannesson, ættaður úr Reykjadal og Guðlaug Bene- diktsdóttir Ámasonar Benediktssonar á Gautsstöðum á Svalbarðsstriind. Var Benedikt á Gautsstöðum fræði- maður og átti gott safn bóka, sem þó tvístraðist eftir lát hans. Bjuggu foreldrar Benedikts á Veigastöðum alls í 25 ár (1887—1912). Þaðan fluttust þau að Efri-Dálks- stöðum, ásamt fimm börnum sínum. Hafði Baldvin tek- ið jörðina á leigu til 10 ára, og hugðu þau hjón gott til að búa þar um sig, en brátt syrti í lofti. Baldvin veiktist af heilablóðfalli eftir hálfs árs búskap þar, og var óvinnufær upp frá því. — Verður þú þá þegar fyrirvinna heimilisins Bene- dikt? — Já, það kom af sjálfu sér, tvær systur mínar, Aðal- heiður og Elinbjörg voru að vísu eldri, en Ingólfur bróðir minn einu og hálfu ári yngri. Við ætluðum að halda búskapnum áfram í sameiningu. Um opinbera styrki var ekki að ræða þá, enda hefðum við ekki þegið neitt slíkt, þó að í boði hefði verið, fundist það sama og að þiggja af sveit, og þú mannst víst, hvernig á þá var Iitið, sem það gerðu. En allt hefði þetta þó getað farið vel, en fleiri erfiðleikar steðjuðu að. Ingólfur bróðir minn veiktist af berklum og dó 1916, Og stálpuð systir úr sama sjúkdómi ári síðar. Við vorum nú aðeins tvö systkinin eftir heima, en meðan við vorum öll var oft glatt á hjalla þrátt fyrir mikla vinnu. Húsakynni voru rúmgóð, þótt húsið væri raunar hjallur, og einu sinni fundum við upp á því, að leika þar úr Manni og konu, og buðum þeim af nágrönnunum að koma, sem það vildu, kvöld eftir kvöld. Þessar leiksýningar þótt- ust takast vel. Ingólfur bróðir minn lék Grím meðhjálp- ara og Hjálmar tudda. Og eins vel hefi ég ekki séð farið með hlutverk meðhjálparans síðan. Ég er sann- færður um að Ingólfur hefir verið efni í afbragðs gamanleikara. Ég þótti hinsvegar góður lesari, las mik- ið upphátt og geri raunar enn fyrir konuna á kvöldin. — Það hefir sennilega ekki orðið mikið tóm til skóla- náms undir þessum kringumstæðum? — Nei það var eitthvað annað. Mig Iangaði um skeið til að fara í Gagnfræðaskólann á Akureyri, og áttu tveir menn mikinn þátt í að kveikja þá löngun í mér, voru það þeir Jóhann Einarsson frá Laufási, og Lúðvík Þor- grímsson, síðar barnakennari á Jökuldal, en hann var þá í gagnfræðaskólanum, en þeir unnu þrjá daga með okkur á Veigastöðum við hagagirðinguna, sem gerð var Guðlaug Benediktsdóttir. Baldvin Jóhannesson. fyrir neðan fjallið og skildi að engjar og heimalönd og almenninginn fyrir ofan. Þeir eggjuðu mig mjög á að fara í skólann. En árið eftir að ég var fermdur fór ég í unghngaskóla, sem Bergvin heitinn Jóhannsson hélt hér á Dálksstöðum. Ég hafði mjög gott af þessum skóla, þótt ekki stæði hann nema í sjö vikur. Bergvin hafði verið í Verslunarskólanum, lært þar vel reikning og var ágætur reikningsmaður sjálfur. Kenndi hann okkur undirstöðu í bókhaldi og reikningi. Hann lét okkur einnig halda málfundi einu sinni í viku, og skyldum við skipta milli okkar, hver væri formælandi, fundar- stjóri og ritari. Mér var falið að geyma fundargerðirn- ar og á ég þær einhversstaðar enn. Ekki var ég ræðu- maður á þeim tímum, en þarna voru rædd ýmis fram- tíðarmálefni sveitarinnar, og varð okkur það góð æf- ing. Ég er þessum skóla mjög þakklátur. — Og hvernig byrjaði svo þinn búskapur? — Faðir minn hélt ábúð á jörðinni í 10 ár. Afgjaldið var 150 krónur og þótti raunar brjálæði, að taka jörð- ina fyrir þetta. En þegar 10 árin voru liðin var aðeins um tvo kosti að ræða, að kaupa jörðina eða fara brott. Mér var kunnugt um mann, sem hafði hug á að eignast hana, og að hann hafði peningaráð. Jörðin átti að kosta 14 þúsund krónur og greiðast á tveimur árum, þar af fimm þúsund þegar í stað. Það þýddi lítið fyrir bónda að fara í bankana þá, til að fá lán, hvað þá heldur strák eins og mig. Ég fór þó til Júlíusar bankastjóra Sigurðs- sonar, en hann talaði ekki einu sinni við mig. Ég fór víða til að fá lánað, en allt til einskis. Þá brá ég á það ráð, að ég seldi búið af jörðinni og heyið af túninu. Það bjuggust nú margir við því í fyrstu að ég færi á haus- inn með þetta allt, og kaupandi var reiðubúinn með peningana, þegar ég hrykki upp af standinum. Við átt- um 100 fjár, sem við seldum, áttum þá 9 ær eftir og eina eða tvær kýr. Jakob Björnsson á Svalbarðseyri seldi fyrir mig heyið á 21 krónu hestinn, og loks fékk ég 3.000 krónur lánaðar suður í Söfnunarsjóði, útvegaði Ingólfur Bjarnarson alþingismaður í Fjósatungu þær, Heima er bezt 149

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.