Heima er bezt - 01.05.1976, Blaðsíða 16
Marcello Haugen.
verðið þið að leita til hins næsta.“ Martin hlýddi. Hann
var nú í fimmta bekk barnaskólans og hætti námi. Kenn-
ari hans sendi eftir honum og spurði, hví hann mætti
ekki í skólanum.
„Faðir minn er dáinn, og ég verð að vinna,“ mælti
Martin, og tár féllu. Kennarinn varð snortinn og kvaðst
gefa hann Iausan. Þar með var reglulegu skólanámi
Martins Mikaels að fullu lokið.
Ekki verður sagt, hver urðu störf hans næstu árin.
En árið 1900, þegar hann varð tuttugu og tveggja ára,
réðist hann fastur starfsmaður við járnbrautina milli
Osloar og Þrándheims, með föstu aðsetri í Otta, efst í
Guðbrandsdalnum, þar sem hann vann oftast um nætur
við aðgerð og hirðingu eimlestanna. Tímann, sem þá
fór í hönd, taldi hann síðar á ævinni verið hafa sín
ljúfustu ár á marga lund. Það var einmitt á þessum
dögum, að hinir sérstæðu hæfileikar hans fóru að koma
í ljós í æ ríkari mæli. Hann fékk staðfestingu á því, er
hann reyndi sem barn, að hann átti máttugar hendur.
Hann gat eytt sársauka. Hann gat leikið alls konar
töfrabrögð og haft í frammi sjónhverfingar, og hann
lærði búktal. Og hann varð þess vís, sem heillaði hann
og skelfdi í senn, að hann bjó yfir ótrúlegum mætti til
þess að hafa fólk á valdi sínu. Það var freisting ungum
manni að neyta djarflega þeirra krafta, og því er ekki
að synja, að stundum mun hann hafa fallið fyrir þeirri
freistingu.
Móðir hans hafði ávallt mikil áhrif á hann með vilja-
styrk sínum. Talið var meðal annars, að hún hefði ráðið
honum frá því að giftast. Hún sagði, að við það mundi
hann tapa sjálfstæði og hæfileikar hans þverra. Eigi að
síður varð hann oft heillaður af konum og þær af hon-
um. Kona nokkur, honum nákunnug, komst svo að
orði: „Það lék um hann töfrandi og unaðslegt andrúms-
loft, en það var ekki litið á hann sem sérstakan kvenna-
mann. Hann var sannur vinur og vildi eiga vini, og
mér virtist hann meta karla engu minna en konur.
Hann var ásthneigður, en ást hans var fyrst og fremst
af öðrum heimi.“
Norska skáldið Hermann Wildenvey skýrir frá því
í endurminningum sínum, að sumarið 1907 hafi hann
átt margar ljúfar stundir með Haugen í hópi glaðra
ungmenna í Otta og á flakki þeirra tveggja um fjöll og
seljalönd. Hann skemmti Haugen með frásögnum af
fjarlægum slóðum og kveikti ferðaþrá í brjósti hans,
en hlaut að launum ógleymanlega glaðværð í seljunum
þar sem þeir komu og Haugen lék af og til listir sínar,
sjónhverfingar og búktal. „Geturðu ekki gert selja-
stelpurnar ósýnilegar?" spurði Wildenvey. „Nei, því
að þá missi ég þennan hæfileika minn,“ svaraði Haugen.
— Ljóst er, að stundum greip hann ákafur ótti um, að
hann vanhelgaði náðargáfurnar, sem faðir hans hafði
kallað svo, og sagt að ábyrgð fylgdi. Um það ber vitni
eftirfarandi saga, sem á sér þó nokkurn aðdraganda:
Svo er að sjá sem sígaunakonan unga, amma Martins
Haugen, er skildi föður hans eftir tveggja mánaða á
bænum í grennd við Kongsberg, hafi gefið sig fram og
haft varanlegt samband við fjölskylduna. Þegar Martin
litli varð fyrir því, að skólabræður hans uppnefndu
hann og kölluðu hann Mikka, ræddi hann um það við
þessa ömmu sína. Þá skýrði hún honum frá því, að hann
ætti tilkall til annars nafns, er hann gæti síðar tekið
upp. Suður á Italíu væri fjölmenn aðalsætt, sem bæri
nafnið Marcello og til hennar ætti hann rætur að rekja.
Og hún fékk hann til þess að lofa sér því, að þegar
hann væri orðinn fullorðinn, færi hann suður til Ítalíu
og leitaði sambands við ættmenn sína þar. En mörg ár
hlutu að líða, þangað til að af þessari ferð gat orðið.
Haustið 1907, er þeir skildu Wildenvey og Haugen,
verður augljós breyting á andlegu lífi hans. Hann finn-
ur til samviskubits vegna léttúðugs háttalags og setur
sér að velja hæfileikum sínum verðugra og hærra hlut-
verk. Útþrá hans er vöknuð, og um þessar mundir
rýmkast efnahagur hans og starfssvið. Hann hættir að-
gerðum og umhirðu eimlestanna, en gerist kvndari
með háum launum og er nú á stöðugum ferðum milli
stöðva. Þar mætir hann í sífellu nýju og nýju fólki.
Hann er þegar orðinn kunnur maður vegna dular-
hæfileika sinna. Margir leita til hans vegna týndra muna
og týndra húsdýra, sem hann vísar á. Hann sér hvar
vatnsæðar leynast í jörðu, og hann læknar vissa sjúk-
dóma. Og enn felast í hópunum, sem bíða hans á við-
160 Heima er bezt