Heima er bezt - 01.05.1976, Blaðsíða 30
RÖGNVALDUR S. MÖLLER
FORTlÐIN GLEYMIST
3. HLUTI
— Ég er í Reykjavík, svaraði Magga sneglulega. — Ég
fór þangað strax og fékk þá vinnu í frystihúsi. Svo komst
ég í kvöldafgreiðslu í fjölsóttu matsöluhúsi, og þar er nú
líf og fjör, maður.
— Gekk þér vel að fá leigt? Mér er sagt að erfitt sé að
fá húsnæði í Reykjavík?
—• Ég var svo heppin að hitta stelpu á leiðinni suður, og
hún var búin að fá sér leigt. Þegar til kom var herbergið
svo stórt, að hún varð fegin að láta mig hafa það með sér,
og það gengur ágætlega hjá okkur.
Þær voru nú komnar að tjaldinu, og Sigríður bauð henni
inn og tók fram mat, sem Magga fór að hakka x sig án
nokkurrar hæversku, en ekki leyndi sér að hún var glor-
soltin.
— Og hvernig er það með fæðið? Eldið þið sjálfar handa
ykkur? hélt Sigríður áfram.
— Eldum við handa okkur? tók Magga upp eftir henni.
— Nei, ég held nú ekki. Ég fæ mér eitthvað á kvöldin,
þegar ég er að afgreiða, og þegar ég vakna á daginn fæ ég
mér kók og eitthvað með því. Ég kann ekkert að matbúa
og hef skömm á slíku veseni. Nei, ég skemmti mér ágæt-
lega, þegar ég er ekki að vinna.
—• Hvernig getur þú skemmt þér? Það hlýtur að vera
búið að loka öllum skemmtistöðum, þegar þú hættir að
vinna á kvöldin? Og ég hef aldrei heyrt um neitt skemmt-
anahald fyrri hluta dags, hvorki í Reykjavík né annars
staðar, sagði Sigríður, um leið og hún hellti kaffi í bolla
handa þeim.
Magga hló og þurrkaði sér um munninn með handar-
bakinu.
— Þú ert nú svoddan óskapar flón á öllum sviðum. Þú
hefur aldrei fylgst með í neinum skemmtunum, og ekki
einu sinni þorað að vera með strákum, vesalings sveita-
beibíið. Þegar ég er búin að vinna á kvöldin, þá hitti ég
vanalega strák, og með honum er ég svo fram undir morgun.
— Hvað gerir hann, þessi strákur, sem þú ert með, og
hefur tíma til að svalla á hverri nóttu?
— Vitlaus ertu! Heldurðu að ég sé alltaf með sama
stráknum? Ne-hei, góða mín! Stundum mæli ég mér mót
við einhvern, áður en ég fer úr vinnunni, en stundum kallar
einhver gæinn í mig út um blíglugga, þegar ég er á leið
heim. Þessir gæjar eiga alltaf eitthvað að lepja í bílnum
eða heima hjá sér, svo úr þessu verður ágætis skemmtun.
Stundum lendi ég með mörgum krökkum í hörku partíi
he'ma hjá einhverju þeirra, og þá er nú lifað hátt. Þú ættir
bara að vita hvernig er heima hjá ríka fólkinu. Oft eru karl-
inn og kerlingin ekki heima, svo við höfum flottar íbúðir
til að djamma í. Þá er nú lifað, maður.
Sigríður hristi höfuðið. Henni leist ekki á þetta lífemi
Möggu. Hún hafði víst aldrei góð verið, en ekki hafði hún
batnað við brottförina frá Ærnesi. Það var víst satt, sem
Þórarinn sagði, að Möggu væri ekki viðhjálpandi.
— En, Magga mín, sagði hún svo, — hvernig stendur á
því, að þú ert hérna, og hvernig ætlar þú að komast suður
aftur?
— Ég fékk fjögurra daga frí og lenti þá með fimm krökk-
um öðrum í svaka fínni kerru, og með þeim fór ég langt
norður í útilegu. Svo í gærkvöldi, í bakaleiðinni, komum
við í eitthvert félagsheimili hér skammt frá. Það var dálítið
í kollinum á mér og ég ráfaði út, en þá sá ég þar svo fallega
hesta, að ég bað mennina, sem með þá voru, að lofa mér aS
koma á bak. Þeir gerðu það strax og það endaði með því,
að þeir fóru með mig langa leið í einhvern kofa, þar sem
þeir geymdu mat og nokkrar vínflöskur. Það fór svo, að ég
gleymdi mér alveg, ég drakk með mönnunum og var góð við
þá, og þegar við komum aftur að félagsheimilinu voru allir
farnir þaðan, krakkarnir hafa líklega leitað eitthvað að mér,
en haldið svo áfram suður. Ég fór svo aftur með mönnxm-
um í kofann og þar sváfum við eitthvað, og síðan í morgxm
höfum við verið á leiðinni hingað.
— Magga mín, segir Sigríður blíðlega, — hefurðu aldrei
hugsað út í það, að þú eyðileggur alveg heilsu þína og
mannorð með þessum lifnaði? Þér hlýtur að líða hræðilega
illa eftir allan þennan drykkjuskap, og þú færð slæmt orð
á þig með þessu líferni. Það hlýtur að fara svo, að þú færð
ekki vinnu sökum óreglu, og enginn almennilegur piltur
lítur ó stúlku, sem er allra gagn. Þú verður eitthvað að fara
að hugsa um framtíð þína.
— Þá ferðu nú enn að byrja með þínar siðapredikanir,
hreytti Magga út úr sér. — Ég hugsa hvorki um heilsu eða
mannorð, heldur frelsið. Eg vil engin bönd eða hömlur. Ég
er ánægð og frjáls eins og er, og það er mér nóg. Mig varðar
ekkert um, hvað um mig er talað. Þú getur verið eins og
beljurnar þínar, verið á sama básnum og notast við sama
nautið alla þína ævi. Frelsið er mér fyrir öllu, og mig varð-
ar ekkert um, hvað aðrir segja.
— En hefur þú nokkurn tímann hugsað út x það, Magga
mín, hvað yrði um þig, ef þú misstir heilsuna? sagði Sig-
ríður sefandi. — Og hvernig færir þú að, ef þú yrðir ófrísk,
eins og alltaf getur komið fyrir? Ég tel, að þú ættir að
174 Heima er bezt