Heima er bezt - 01.05.1976, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.05.1976, Blaðsíða 14
það ætti hvert bein í mér. Þá heimsóttum við gamla smábóndann, sem ég hjálpaði við uppskeruna 1926. Það var vondur akvegur í námunda við hús vinar míns, gamla írans Jarbrogh. Til að létta á bílnum yfir torfæruna fórum við úr honum, ég og hin elsku- lega dóttir herra Marques. Bar ég hana svo í fanginu yfir torfæruna. Við hliðið framan við húsið sitt stóð gamli maðurinn, tilbúinn að opna fyrir okkur. Hann sagðist hafa fundið á sér, að gestir væru að koma. Ráðskonan hans, sú snotra norska, tók okkur með opnum örmum. Við vorum öll rykug, því að rykið á leirvegum Kanada var alveg voðalegt. Þá sást varla mölborinn vegur á sléttunum, enda óvíða möl að finna. Gamla ráðskonan tók Rose konu Johns og stúlkurnar inn í herbergi sitt til snyrtingar. Komu þær svo allar hressari í bragði eftir að hafa þvegið af sér rykið. Við hresstum Jarbrogh með nokkrum flöskum af öli, svo að hann varð glaður mjög. En ráðskonan sagði, að hann kynni sér aldrei hóf, þetta gamla fífl. Þetta ferðalag tók svo enda. Ég ætlaði mér að fara og leita atvinnu í Albertafylki. Ég stoppaði í Edmon- ton rúma viku. En mér líkaði ekki stórborg og fór norður í átt til gullnáma, sem voru þá starfræktar við hið stóra Athabaskavatn og voru kallaðar Gold- fields. En ég fór aðeins til bæiarins Waterways. Þar kynntist ég gömlum Vestur-íslendingi, Charlie Ey- mundsson. Hann átti tvo syni, Dorrio og Romeo. Sjálfur fannst mér karl vera nokkurs konar Romeo. Það var eitthvað smáævintýralegt við loðdýraveiðar hans og mök við Indíána. FLJÓTUR AÐ BORGA Charlie afréð mér að fara til námubæjarins, enda ekki auðvelt að komast þangað. Það var aðeins hægt með skipum, því að þá flutti Hudson Bay Company far- þega í norðrið með sínum frægu gufuskipum. En karl þessi útvegaði mér vinnu hjá mönnum, sem voru að lyfta upp skóla, sem setja þurfti betri grunna und- ir, og sem unnu einnig við ýmsar viðgerðir. Við moldarvinnu fengum við aðeins 35 cent um tímann, en við trésmíðar skyldum við fá 50 cent. Ég vann með skozkum pilti, sem var góður trésmiður, og af- köstuðum við mikilli vinnu. Við höfðum nærri lokið verkinu, en það leit út fyrir, að karl ætlaði ekki að borga. Við sáum, að verkstjórinn hirti mikið af efni- viði, sem hreppurinn átti. Og sonur karls sagði, að flutningabíllinn þeirra væri búinn að margborga sig. Það var ekki að furða, því að það var auðvelt að flytja heim eitt og annað, sem kostaði ekkert. Svo tókum við okkur saman um að fara og heimta Hudson Bay gufuskip á Clearwater-fljóti. kaupið okkar. Það var Skotinn, sem talaði hrein- skilnislega við þann góða verkstjóra. Hann sagði honum, að ef hann drægi lengur að borga okkur þetta lúsuga kaup, þá skyldum við tilkynna fólkinu ýmislegt, sem ekki ætti að komast upp. Verkstjórinn var þá fljótur að borga og mjúkur sem lamb. ÉG FLtJÐI KULDANN Það var verið að undirbúa byggingu saltnámu, því að þarna var salt í jörðu. Ég sagði Charlie Eymunds- son, að ég ætlaði að reyna að komast í vinnu við námubygginguna. „Þér þýðir ekkert að reyna það,“ sagði Charlie. „Þau helvíti vilja ekkert nema katólika. Ég veit það, því að minir drengir, Dorrio og Romeo, fengu alveg afsvar. Þú kemur heldur með mér í símavinnu,“ en Charlie átti símalínu, sem lá á milli þorpanna Water- ways og Mc Murry. Ég hjálpaði karli við að setja upp nokkla símastaura, en sá fljótt, að það var engin framtíðaratvinna. Svo átti ég að taka út í búðinni hans fyrir þessa fáu aura. Charlie leigði mér bjálka- kofaræfil, sem var óinnréttaður eins og hjallur og kaldur sem íshús. En sá góði maður sagðist skyldi bæta úr því með því að klæða kofann að innan með tjörupappa. En þetta var kaldara en tjöldin mín á veiðilínunni. Samt þraukaði ég af að sofa þarna fram til febrúar. En þá flúði ég kuldann og fór il Van- couver. Ég heilsaði upp á þessa Frakka, sem voru yfir öllum framkvæmdum við námubyggingarnar. Þeir sögðu, að það mundi koma sér vel að hafa mann, sem væri vanur að vinna við háar byggingar eins og korn- hlöður. Svo var smíðuð mjög sterkleg grind fyrir hinn háa Framhald á bls. 162. 158 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.