Heima er bezt - 01.05.1976, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.05.1976, Blaðsíða 25
Loks hættir Ásvaldur að slá. Hann stingur orfinu niður og brýnir rækilega. Svo snýr hann sér að Brandi. „Þú kemur með heim og færð kaffisopa.“ Það hýrnar yfir farandsalanum. „Þakka þér kærlega fyrir,“ svarar hann. Bóndinn lyftir á hann pokanum. „Hann er þungur, þessi,“ segir Ásvaldur, „ — og það hefur sjálfsagt verið erfitt að bera hann alla leið úr kaupstaðnum.“ „Já, hann er ekki léttur,“ svarar Brandur uppveðrað- ur; „en nú er bara allt undir því komið, hvort hann verður léttari á heimleiðinni." Bóndi anzar þessu engu. En aftur bregður fyrir kýmni í svip hans. Brandur hefir sett upp derhúfuna og kjagar áfram við hlið Ásvaldar. Hann á fullt í fangi með að fylgja honum eftir. Brátt eru þeir komnir heim að bænum. Inni í bænum stendur kona og horfir brosandi út um eldhúsgluggann. Hún þekkir Brand og veit, í hvaða erindum hann er. Konan er klædd í síðan, dökkleitan kjól og ljósbláa svuntu með hlýra yfir axlirnar. Andlit hennar er fölt og tekið, og það eru dökkir baugar neð- an við augun. Hárið er þunnt, fléttað í tvær mjóar fléttur; og þegar hún brosir, sést, að hana vantar nokkr- ar tennur. Þetta er kona hátt á fimmtugsaldri — kona, sem veikindi, strit og annað mótlæti hafa sett mark sitt á. Hún stendur lítið eitt álút og heldur sleitulaust áfram hannyrðum sínum, á meðan hún horfir út um glugg- ann. Hún er að stoppa í sokka. Hendur hennar — sem einu sinni voru svo grannar og vellagaðar — eru nú orðnar þrútnar, og neglurnar hafa skemmzt af margra ára bisi við mó-eldsneyti, leðurskó, kýrspena, þvotta- efni, sand og sóda og margs konar aðra hluti. Hún er búin að hvítskúra eldhúsgólfið á þessum morgni, baka flatbrauð, leggja á borð handa fjórum og búa á könn- una; og nú er hún að enda við sokkana af elzta syni sínum, Grími. Uppi í kvistherberginu eru tvö rúm, þar sem þrír bræður sofa. Einn þeirra er reyndar vaknaður fyrir löngu og situr uppi í rúminu við að skrifa á laus blöð, sem liggja á víð og dreif á lítilli ferðatösku. Pilturinn hefir hana ofan á sænginni og styður hana með hnján- um. Við hlið hans sefur Grímur bróðir hans með dag- blað í hendinni. í hinu rúminu hvílir þriðji bróðirinn, Helgi; og við höfðalag hans er stafli af bókum. Herbergið er lítið — svo lítið, að ekki rúmast þar inni öllu meira en rúmin og borðið á milli þeirra, sem er hlaðið bókum og ritföngum. Á snagaröð við dyrnar hangir vinnufatnaður drengjanna: treyjur og buxur úr bláu nankini með látúnshnöppum, grófar léreftsskvrtur og ullarpeysur. Stígvélin þeirra liggja á skúrþakinu fyr- ir utan. Haglabyssa stendur í einu horninu, og þarna er líka riffill, og fótbolti hangir á veggnum. Nú vaknar Helgi og rís upp. „Veiztu, hvað klukkan er, bróðir?“ spyr hann og nuddar stýrurnar úr augunum. „Ætli það sé langt síðan sá gamli fór?“ Unglingurinn í hinu rúminu hættir að skrifa og safnar saman blöðum sínum. „Já, það er víst tími síðan hann fór,“ anzar hann eins og utan við sig; klukkan er nýbúin að slá sjö.“ „Mætti segja mér, að hann væri farinn að búast við okkur út á túnið,“ segir Helgi og snarast fram úr rúm- inu. Hinn fer að dæmi hans. „Grímur, Grímur,“ kalla þeir til skiptis, á meðan þeir leita að sokkunum sínum. „Klukkan er sjö!“ En Grím- ur vill ekki vakna; hann snýr sér einungis í svefninum og dregur blaðið alveg fyrir andlitið. „Grímur!“ kallar Helgi hástöfum og ýtir við honum „Klukkan er orðin meira en sjö; og sá gamli er að ganga af göflunum." Þetta hrífur. Grímur lyftir blaðinu hægt frá andlit- inu, opnar augun og starir lítið eitt ruglaður á bræður sína, svo sprettur hann upp. í sama bili heyra þeir í föður sínum úti á hlaðinu: „Nú, það liggja þarna öll stígvélin þeirra ennþá. Það er ekki að sjá, að þeir séu ungir menn.“ „Sko! Þarna kemur Brandur farandsali,“ hvíslar Helgi. Hann hafði verið í þann veginn að smokra sér út á skúrþakið eftir stígvélunum, en hörfar til hliðar á bak við gluggakarminn. Allir þrír bræðurnir gægjast varlega út um gluggann og líta íbyggnir hver til annars. Eftir andartak eru þeir komnir í fötin. Tveir þeir eldri eru á leiðinni út úr herberginu, þegar fótatak föður þeirra heyrist í stiganum. „Drengir! Eruð þið dauðir!“ kallar hann upp um stigagatið. „Það er komið fólk úr öðrum hreppum, á meðan þið liggið og blundið — og klukkan er vfir átta, bráðum orðin níu. Blessaðir reynið þið nú að hrista af ykkur slenið!“ „Við erum að koma,“ anzar Grímur og skundar hálf- klæddur niður stigann. Helgi kemur í humátt á eftir með greiðuna í hendinni. Það er aðeins yngsti bróðir- inn, sem verður eftir í herberginu. Þegar hinir eru farn- ir, les hann pappírsarkirnar yfir og flettir upp í bók. Hann yrði bara þeim mun fljótari að drekka kaffið sitt, þegar hann kemur ofan, hugsar hann. Niðri í stofunni er verið að setjast til borðs. „Ég skil ekkert í því, Halla,“ segir Ásvaldur við konu sína, „að þú skulir ekki kalla í þá á morgnana! þegar þú veizt, að þeir geta ekki vaknað sjálfir.“ Hann hefir mildast ögn aftur við að sjá tvo eldri bræðurna. „Æ, mér fannst ekki gustuk að vekja þá, vesalingana. Þeir voru svo þreyttir eftir hirðinguna í gær. Þeim veitti ekki af að sofa út,“ svarar Halla í afsökunarrómi, um leið og hún hellir kaffi í bollann hjá manni sínum. „Þeir eru líka að lesa fram eftir öllu á kvöldin; í staðinn fyrir að nota tímann til að hvíla sig.“ „Já, það getur auðveldlega orðið að vana að liggja í rúmfletunum,“ bætir Ásvaldur við og dýfir skonroks- bita ofan í kaffið sitt. „Það er auðvitað hægt að halda áfram að sofa og sofa endalaust — en ég held menn fái nóg að liggja í gröfinni, eftir að menn eru dauðir.“ Bræðurnir tveir, sitt hvorum megin við borðið, gefa hvor öðrum auga; þeir kannast við þessa athugasemd og hafa oft brosað að henni. Við hinn endann situr far- andsalinn. Hann reynir að láta fara eins lítið fyrir sér Heima er bezt 169

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.