Heima er bezt - 01.05.1976, Blaðsíða 9
Efri-Dálksstaðir. Séð út Eyjafjörð.
nafnarnir, Jóhannes á Þórisstöðum og Jóhannes í
Tungu, vorum við Jóhannes í Tungu þó oft á öndverð-
um meið í sveitarmálum, en unnum líka saman, og varð
þá ætíð vel ágengt. Annars voru flutningaerfiðleikar
nokkur fjötur um fót, mcðan flytja þurfti mjólkina á
bátum frá Svalbarðseyri, en þangað urðum við að koma
mjólkinni. En allt blessaðist þetta enda duglegir menn,
sem önnuðust flutningana. Þátttakan í samlaginu varð
furðufljótt almenn, og stofnun þess og rekstur olli
byltingu í allri afkomu manna hér sem annars staðar í
héraðinu. Jónas má kallast bjargvættur eyfirskra bænda,
og munu fáir hafa unnið þeim meira til hagsbóta en
hann, og mætti slíkt seint gleymast.
Margt fleira ræddum við Bencdikt. Aleðal annars báru
bindindismál á góma, og kom þar fram, að Bcnedikt
hefir alla æfi verið bindindismaður á áfengi og tóbak,
og lagt þeim málum lið, hvenær sem færi gafst. Lifir
þar enn gamli ungmennafélagsandinn. Einnig kom þar
í ljós, að þótt þegar sé margt talið af þeim málum sem
hann kom við sögu er þó cnn margt ótalið, því að hann
hcfir beitt áhrifum sínum og áhuga við flest þau mál,
sem til framfara og menningar horfðu í sveit hans.
Mcðal annars barst talið að bókum, en Benedikt átri
mikinn þátt í starfi lestrarfélags sveitarinnar, er bóka-
maður sjálfur og les mikið, enda gagnfróður og Detur
mcnntur mörgum skólagengnum mönnum. Mun það
ekki hafa átt lítinn þátt í að skapa honum víðari sjón-
hring en almennt gerist. Eins og fyrr var getið þótti
Svalbarðsströnd fremur rýrðarsveit um aldamótin síð-
ustu, og menn efnalitlir, þótt allt kæmist af. Engum,
sem nú fer um Svalbarðsströnd dylst, að hún er nú
ein blómlegasta sveit landsins, og efnahagur almennt
góður og myndarbragur í hvívetna. Auðvitað hefir
enginn einn maður verið þar að verki, en svo mikið veit
ég af sögn manna, að þar hefir Benedikt á Dálksstöð-
um verið í fararbroddi, bæði með starfi sínu og for-
dæmi. Ég efast um að þeir séu margir betri fulltrúar
þeirrar kynslóðar, sem kennd er við aldamótin, kvnslóð-
arinnar, sem drýgstan þáttinn hefir átt í að skapa ís-
land nútímans, enda þótt starfsvettvangur hans hafi
aðeins verið eitt sveitarfélag.
Að lokum spyr ég hann: Þegar þú nú lítur til baka
um farinn veg finnst þér nú ekki betra en þegar þú
gekkst út í lífsbaráttuna?
— Betra, það er náttúrlega ekki hægt að bera það
saman. En það sem mér þvkir nú verst er, að fólkið skuli
ekki vera ánægðara með tilveruna. Ég segi aðeins, unga
fólkið veit ekki hvað það hefir það gott miðað við það,
sem ég og mín kynslóð var alin upp við. Ég hefi haft
gaman af því að lifa þetta — þessar framfarir í sveitinni
og landinu. Þegar ég lít yfir sveitina, er hún ekkert
lík því sem áður var. Sjáðu ræktunina, sjáðu túnin,
sjáðu mikil og góð hús.
Þetta urðu lokaorðin í samtalinu við hinn aldna at-
hafna- og bjartsýnismann, Benedikt á Dálksstöðum.
Heivta er bezt 153