Heima er bezt - 01.05.1976, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.05.1976, Blaðsíða 21
GISLI HOGNASON, LÆK, HRAUNGERÐISHREPPI: Grái ann var steingrár, sex vetra gamall, með stærstu hestum, fætur grannir, bógar skásett- ir, hálsinn langur, hátt settur og grannur við höfuð, sem var frekar smátt. Ennið dálítið kúpt. Augun dökk, vel sett og geisluðu þau af festu og athygli. Eyrun fram og uppstæð og bentu þau einnig til mikils jafnvægis í skaphöfn. Faxið mikið, ldofið að miðju og fór vel. Hann var sannarlega augnayndi grái fohnn, og bar af flestum sínum jafnöldum. Og þrátt fyrir að gangur hans væri að mestu brokk, var það svo svifmjúkt og létt, að unun var að sitja hann. Þó vissi ég, að hann réð yfir hýru spori, en hann var mér ekki eftirlátur með það, enda ekki fast eftir leitað. Allur minn veraldlegi auður var grái folinn og reið- tygin. í fylgd með honum fann ég þó hvorki til fá- tæktar né smæðar. „Ég var kóngur um stund,“ kórónu- laus átti ég ríki og álfur. Það var síðasta vika maímánaðar og vorið var gott, nægur gróður, sólfar og hiti og smáskúrir, en mikið snjóbráð til fjalla. Vorverkum var lokið, og því stund milli anna. Fyrir löngu hafði ég ákveðið að heimsækja foreldra mína næsta sunnudag, en þau bjuggu í annarri sveit, austan ár, á efsta bæ hreppsins vestanvert, næst öræfuhum. Á næsta bæ við ána var bróðir minn vetrar- og vor- maður, og hafði ég hugsað mér að fá hann með mér heim þennan dag. Og sunnudagurinn kom með sólskin og sunnanþey, en einhvern óljósan grun setti að mér, ef til vill var það vegna árinnar, gat það hugsast að hún væri nú ekki fær? Hún var alitaf mesta forað, stórgrýtt, straumþung og vöðin tæp. Víðast rann hún í djúpum gljúfrum, er slitnuðu sundur af snarbröttum grasbrekkum, þöktum blómskrúði og hvönn. Sums staðar var farvegur hennar aðeins bergsprungur, þar sem vatnið geistist fram með þungum gný og soghljóðum, en fram af þessum berg- göngum myndaði áin víða lygna hylji, djúpa, með straumhringiðum og brotum fram af, og svo fiúðtr og hávaðar fram í næsta hyl. Oftast voru vöðin valin á þessum brotum fram af hyljunum og vanalega skárst í botninn. Hann var léttstígur grái folinn, eins og hann vildi þóknast mér sérstaklega í dag, með því að eftirláta mér folinn óumbeðið sitt fagra og sviflétta brokktölt. Faxið lék í bylgjum við reistan hálsinn, er hann lék sitt fagra hófa- spil á hörðum valllendisbökkum — í áttina heim. í brjóstum okkar beggja virtust vaka sömu kenndir — heimþrá. Okkur skilaði fljótt yfir frón og vorum árla dags komnir til bróður míns, sem gat þó ekki komið með, sökum anna, en ætlaði að ganga með mér niður að ánni, og sjá hvernig mér reiddi af. Við héldum að ánni, en ég teymdi gráa folann, sem gekk léttum, öruggum skrefum við hlið mér, og frísaði öðru hvoru. Var það fyrirboði? Stórikambur gnæfði hátt austan ár, hann var grasi vafinn allt frá ánni upp að þverhníptu hamrabelti, sem myndaði keilulaga hettu efst á þessu sérkennilega fjalli. Hér skildu leiðir okkar bræðra. Ég ákvað að komast yfir ána, en að öðrum kosti snúa við, ef ég teldi hana ekki færa, en bróðir minn ætlaði að hinkra við á brún- inni, og sjá hvernig mér reiddi af. Ég skásneiddi brekk- una niður að ánni, sem var allt annað en árennileg, mó- rauð af framburði, og kembdi af báru í hallanum fram af vaðinu, þar sem hún rann í miklum streng, og var afar stórgrýtt, alla leið fram í næsta hyl, Vogshyl. Ég sté á bak gráa folanum, hann virtist óhræddur, og lagði tafarlaust í ána, sem dýpkaði ört, og var ég ekld nærri kominn út í miðja á, þegar mér varð ljóst, að þetta var ófæra, sem ég var að leggja út í, og beitti hesdnum meira upp í strauminn og ætlaði að snúa við, en er straumþunginn kom á síðu folans við snúninginn, losnaði hann við botn og straumröstin kastaði honum út í mesta vatnsflauminn. Mér varð strax ljóst, að það var vonlaust að hugsa sér að ná landi fyrr en fram í vogshyl, ef við kæmumst lifandi þangað, fram alla straumröstina í stórgrýtinu. Hann rétti sig strax við á sundinu grái folinn, var æðrulaus og virtist skynja að- stæður, sundtökin fumlaus og örugg og hesturinn létt- ur á sundinu. Ég reyndi aðeins að halda honum réttum undan straumi, með mjúku taumhaldi, og einnig að verjast því að hann kaffærðist, er hann barst yfir stærstu björgin, sem aðeins sáust af straumkastinu sem á þeim braut. Þannig bar okkur óðfluga fram. Folinn tók að- eins einu sinni niðri, er hann lenti á stórum kletti í miðj- um hávaðanum, en hann rétti sig strax aftur við á sund- Heima er bezt 165

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.