Heima er bezt - 01.05.1976, Side 33

Heima er bezt - 01.05.1976, Side 33
fús. — Óregla og kröpp lífskjör hafa gert hann eins og hann er. Þarna á dansleiknum var hann að þruma yfir frekar fá- mennum hóp um framkomu þína, Þórarinn, við dóttur sína. Hann sagði, að þú hefðir dregið hana á tálar, og orðið til þess að hún hefði rokið að heiman í vor. Þú hefðir viljað borga sér tíu þúsund krónur fyrir að þegja yfir þessu, en hann hefði verið maður til að neita því boði. Hann sagði líka, að þú hefðir narrað dóttur sína og Sigríði með þér um borð í bát, en þegar þú taldir, að Sigríður væri betur stæð, hefðir þú snúið þér að henni, en látið Möggu lönd og leið. — Þú þarft nú ekki að segja meira, greip Þórarinn fram í fyrir honum. — Hann hefur sjálfsagt haft þama svipuð orð og hann hafði við okkur hjónin snemma í sumar, er hann hitti okkur á götu í Ærnesi. Þakka þér fyrir að þú sagðir okkur frá þessu. Ég hélt, að hann myndi ekki þora að breiða þessa lýgi út. Nú skulum við í sameiningu segja þér, hvemig þetta gekk til. Þú átt skilið, að fá að vita hið sanna. — Það er alveg óþarfi, greip Sigfús ákafur fram í. — Ég kom ekki vegna þess að ég tryði þvælunni úr manninum, heldur taldi ég rétt að þið vissuð, hvað var um að vera. — Það vissi ég líka, sagði Þórarinn, — en það er ekki nema sanngjarnt, að þú vitir sannleikann. Svo sagði Sigríður frá hvernig þær Magga hefðu hist á leiðinni til Tindafjarðar, og Þórarinn skaut sínum þætti inn í. Að lokum sagði Þórarinn: — Vitanlega hefði okkur aldrei komið til hugar að segja frá hegðun Möggu þessa helgi. Ég veit ekki, að hve miklu leyti þessi slúðursaga er runnin frá henni, eða hvort Teitur býr hana til. Þessi útgáfa af því, sem gerðist, er skrambi leiðinleg fyrir okkur, en það er ekki gott að eiga við þetta. Teiti hefur í ölæðisvímu dottið í hug að reyna að hafa út úr mér peninga, og talið sjálfum sér trú um, að það tækist. Þegar það brást hefur hann fyllst heift í okkar garð, og jafnvel farið að trúa lygum sjálfs sín. Ég held, að ekkert sé við þessu að gera að svo stöddu. Slúðursögur gjósa upp öðru hverju, en sannleikurinn kemur fyrr eða seinna í ljós, og þá hundskast lýgin heim til föðurhúsanna. Sigfús hafði hlustað á söguna alvarlegur á svip og ekkert lagt til málanna. Nú hallaði hann sér aftur á bak í stólnum, og horfði á þau til skiptis. — Það eru næstum engin takmörk fyrir, hvað mönnum getur dottið í hug að segja og gera. Því miður er víst ekki auðvelt að koma lögum yfir svona menn, því það er eins og það sé þeim nægileg afsökun, ef þeir eru undir áhrifum áfengis, þegar þeir rógbera náungann. Eg skal glaður fara til Teits og taka hann til bæna, ef þið teljið það koma að einhverju gagni. Það er svo einkennilegt að þó fólk þekki hann og viti, að hann er drykkjumaður og óvandaður í orð- um og gjörðum, þá kjamsar það á sögum hans, og síður en svo þaggar þær niður. Það er eins og illgimin megi sín oft meira en sannleikur og góðgirni. — Við þökkum velvild þína í okkar garð, og kunnum vel að meta hana. En slúðrið verður að hafa sinn gang fyrst það er komið af stað. Þú veist nú hvernig málum er háttað. Það bætir kannski eitthvað fyrir okkur, að margir vita hvemig Teitur er, og þó Magga sé ung, þá er líklega ekki gott orð, sem hún hefur á sér, hvað framferði áhrærir. Lík- lega þýðir ekkert fyrir neinn að tala við Teit, hann er for- stokkaður í þessu máli, sagði Þórarinn og bað Sigríði að bæta í bollana hjá þeir. Sigríður var dálítið skjálfhent meðan hún hellti í boll- . ana. Svo settist hún aftur. — Mamma var búin að spá því, að ég ætti eftir að verða fyrir umtali, vegna ferðar minnar með Möggu, en mér datt aldrei í hug, að karlfjandinn færi að ljúga til viðbótar. — Við skulum hætta að tala um þetta, mælti Þórarinn. — Okkur má nægja, að vinir okkar trúa ekki lygum um okkur, aðrir mega eiga sig. En við megum vera þér þakk- lát, Sigfús, fyrir að segja okkur þetta, því þá kemur ekki eins flatt á okkur, þó einhver fari að sletta í okkur út af þessu. Við látum þessu máli lokið að sinni. Ef við verðum beinlínis fyrir aðkasti eða glósum, bregst ég illa við, því ég hef nokkuð í bakhöndinni, sem ætti að nægja til að hnekkja því sem Teitur lýgur. Eftir að Sigfús var farinn fengu Bjöm og Sigrún fregnir af erindi hans. Þeim féll þetta þungt, en þó ekki eins og ungu hjónin höfðu búist við. — Hefðum við ekki verið búin að kynnast þér, Þórarinn minn, sagði Sigrún, — þá hefðum við kannski lagt trúnað á eitthvað af þessum söguburði. En þess ætla ég að biðja þig, dóttir góð, að skipta þér ekki í þriðja sinn af Margréti Teitsdóttur, því ekki hefur það orðið til að auka orðstír þinn í munni fólksins til þessa. — Það getur verið, að Magga hafi ekki sagt alveg satt og rétt frá ferðinni á Tindi, en ég er viss um, að það er Teitur, sem hefur hagrætt þessu öllu eftir því, sem hinum þótti best, mælti Sigríður, og þurrkaði sér um augun. — Þetta með peningana er ekki runnið frá öðrum en honum. Ég er viss um, að hann hefði ekkert á móti því að selja dætur sínar hvað eftir annað, til þess að geta þeim mun betur fullnægt löngun sinni í áfengi. Hann er óskaplegt kvikindi að haga sér svona, hann á auðsjáanlega enga sómatil- finningu. — Hvort sem við ræðum þetta lengur eða skemur, verð- ur útkoman sú, að við getum ekkert gert. Kjaftæðið verður að hafa sinn gang, en deyr svo út eftir stuttan tíma, sagði Þórarinn og stóð upp. — Við skulum, góða mín, koma og huga að þessum stráum, sem við eigum úti. Það er ólíkt skemmtilegra en sitja hér og víla og velta vöngum yfir því, sem við ráðum ekki við, og getur auk þess ekki skaðað okkur. Við höfum nóg að gera, og blessuð útivinnan hressir og fjörgar alla. Það var ekki mikið hey, sem ungu hjónin þurftu að sinna, en það var hið síðasta á sumrinu, og Þórarinn lét það í fúlgutyppið við hlöðustafninn, svo síðslægjan færi ekki sam- an við töðuna. Komið var rökkur, þegar þau höfðu lokið við að bera fúlguna upp og breiða net yfir, svo heyið fyki ekki, þó eitthvað kulaði. Svo leiddust þau áleiðis að Mýri, og gengu hægt til þess að njóta kvöldblíðunnar. — Ég hef verið að hugsa um það að undanförnu, sagði Þórarinn, — að það er alltof lítið fyrir mig að hafa ekki meira að gera en verður nú, þegar við erum búin að heyja. Ég get ekki hugsað til þess að sitja svo til auðum höndum fram á næsta vor, og mér finnst líka ótækt að við gerum okkur alveg peningalaus. Að vísu á ég dálítið eftir í litlu bókinni, vegna þess að ég tók lán út á byggingarnar héma í Teigi, en það eyðist, sem af er tekið. Mér er ekki nokkur leið að vera aðgerðarlítill, ég verð að gera eitthvað til að skapa okkur tekjur. — Og hvað dettur þér helst í hug, elskan mín? mælti Sigríður, og þrýsti handlegg hans að sér. — Ertu að hugsa um að fara eitthvað í burtu og skilja konuna þína eina eftir í langan tíma? Ertu að hugsa um að fara á sjóinn aftur? — Nei, það er nú eitthvað annað en ég hugsi um að fara í burtu. Ég væri eitthvað skrítinn, ef ég gerði það. Reyndar horfi ég oft út á sjóinn, en ekki með söknuði. Sumarið hefur Herna er bezt 177

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.