Heima er bezt - 01.10.1978, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.10.1978, Blaðsíða 4
VALGEIR SIGURÐSSON: „Mig langaði að verða vísindamaður....“ Rætt við Hlyn Sigtryggsson veðurstofustjóra Flestum fulltíða íslendingum mun vera kunnugt, að maðurinn, sem nú gegnir embætti veður- stofustjóra hér á landi, Hlynur Sigtryggsson, er sonur hins þjóðkunna klerks og skólamanns, séra Sigtryggs Guðlaugssonar á Núpi í Dýrafirði, og konu hans, Hjaltlínu Guðjónsdóttur frá Brekku á Ingjalds- sandi. Um séra Sigtrygg Guðlaugsson og störf hans hefur margt verið skrifað. Þar má m.a. nefna, að þegar öld var liðin frá fæðingu séra Sigtryggs kom út ágæt bók um hann, skrifuð af Halldóri Kristjánssyni frá Kirkjubóli, og þar eru einnig, að bókarlokum birtar endurminningar nokkurra nemenda úr Núpsskóla. Hlynur Sigtryggsson, sem hér er rætt við, hefur og skrifað þátt um föður sinn, og birtist sú grein í bókinni Faðir minn - presturinn, sem kom út á síðastliðnu hausti. En þrátt fyrir allt það, sem um séra Sigtrygg Guð- laugsson hefur verið skrifað, langar undirritaðan að fara þess á leit við veðurstofustjóra, að við hefjum spjall okkar á því að ræða um föður hans. - Hver heldur þú, Hlynur, að sé fyrsta endurminning þín um föður þinn, séra Sigtrygg Guðlaugsson? — Því á ég dálítið erfitt með að svara. Þó á ég eina endurminningu, sem vafalaust væri hægt að dagsetja, en þá mun ég hafa verið mjög ungur. Þetta mun hafa verið um haust. Faðir minn og móðir fóru niður að Rana, en þar átti að vera hjónavígsla, og þau tóku mig með sér. Það var víst komið kvöld, og þau báru með sér lukt, en ekki voru þau komin langt frá húsinu á Núpi, þegar slokknaði á luktinni svo að mamma sneri við með hana en pabbi hélt áfram með mig. Þegar niður að Rana kom, lét pabbi mig þar niður, en fór sjálfur að opna bæjardyrnar. Ekki veit ég, hvort honum hefur gengið það eitthvað illa, en hitt er víst, að ég ranglaði frá honum, og þegar ég var kominn úr skjóli bæjarins, tók mig sá hinn sami vindur, sem slökkt hafði á luktinni, og ég mun hafa fokið, eða oltið einhvern veginn niður fyrir bæjarhólinn. Af pabba er það hins vegar að segja, að honum brá víst ónotalega í brún, þegar hann varð þess vís, að krakkinn var horfinn frá honum út í myrkrið. Fólkið á bænum fór auðvitað þegar í stað að leita með honum, og ekki leið á löngu, þangað til ungl- ingspiltur á bænum fann mig neðan undir hólnum, enda var ég að visu ekki kominn langt. Ég var óskemmdur með öllu, og ekki minnist ég þess, að mig gripi nein skelfing við þennan atburð. — Faðir þinn hefur svo auðvitað gefið hjónaefnin saman? — Já, en ekki kann ég mikið frá þeim atburði að segja. Hins vegar veit ég hvaða manneskjur það voru, sem þarna voru að ganga í hjónaband. Þau urðu síðan mestu mynd- ar- og sæmdarhjón, og afkomendur þeirra eru góðir kunningjar mínir. Það væri því auðvelt að ganga úr skugga um hvaða ár þessi atburður hefur átt sér stað, og jafnframt hversu gamall ég hef verið þá. — Nú vantaði föður þinn aðeins eitt ár í sextugt, þegar þú fæddist. Stendur hann þér þá ekki jafnan fyrir hug- skotssjónum sem gamall maður? — Jú, ekki neita ég því. Á hinn bóginn fannst mér þetta alveg eðlilegt, og sjálfsagt hef ég verið eins og aðrir krakkar með það, að finnast allir gamlir, sem voru eitt- hvað verulega eldri en ég sjálfur. Ég hygg, að á bernsku- árum mínum hafi ég ekki gert ýkjamikinn mun á því, hvort menn voru fertugir eða nálægt sextugu. Hvort tveggja var hár aldur í mínum augum. — Eins og alkunnugt er, þá fæddist faðir þinn og ólst upp á Þröm í Eyjafirði. Sagði hann ykkur ekki oft frá æskustöðvunum fyrir norðan og fólkinu þar? — Jú, það gerði hann alloft. Hann sagði okkur frá atburðum, sem orðið höfðu fyrir norðan, en hvað bú- skaparháttum og öðru slíku við kemur, þá er mér minn- isstæðast, þegar hann sagði okkur frá atriðum, sem ekki voru tíð fyrir vestan. Og þar dettur mér fyrst í hug vefn- aður og kambagerð. Pabbi gekk sjálfur alltaf í heimaofn- um nærfötum, og það er mér næst að halda að hafi verið 324 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.