Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.1978, Qupperneq 6

Heima er bezt - 01.10.1978, Qupperneq 6
þér. Dreymdi þig ekki um að verða skólastjóri, prestur og ræktunarmaður á Núpi, þegar þú varst ungur drengur? — Nei, ég er alveg saklaus af því! Foreldrar mínir ráku ekki neinn búskap, en hins vegar var auðvitað stundaður búskapur á bæjunum í kring, og ég vandist víst flestum eða öllum algengum sveitaverkum á uppvaxtarárum mínum, nema kannski einna sízt skepnuhirðingu á vetr- um, af því að ég sat á skólabekk alla vetur frá því ég var bam og allt þangað til ég fór að heiman til framhalds- náms. — Ég var heimagangur á nágrannabæjunum, ekki sízt á heimili Hansínu móðursystur minnar, tók þátt í athöfnum frænda minna þar og vissi alveg hvernig öll algeng sveitastörf voru framkvæmd. F.kki get ég sagt, að ég gæfi mig mikið að húsdýrum, að því undan skildu þó, að mér þótti snemma gaman af hestum, og ég held mér sé óhætt að segja, að ég hafi gaman af þeim enn þann dag í dag. Foreldrar mínir áttu einn hest, sem reyndar var ánafnaður mömmu og talinn hennar eign, og á honum ferðaðist pabbi hvert sem hann fór, hvort heldur hann fór á annexíu til að messa á sum- ardegi eða að vinna eitthvert ákveðið prestsverk á því svæði sem honum bar að þjóna. Sama var að segja, ef fara þurfti til ísafjarðar, þá var alltaf farið ríðandi. — Oftast kom það í minn hlut að ná í hestinn, þegar þurfti að nota hann, og þær ferðir gátu tekið talsvert langan tíma, því að hestsins gat verið að leita á nokkuð stóru landsvæði, og svo var að komast heim, eftir að hesturinn var fundinn. En ég kvartaði ekki — þetta fannst mér gaman! — En þig langaði ekki til þess að taka við skólastjórn- inni á Núpi? — Nei, það hvarflaði aldrei að mér. Líklega hafa hugsanir mínar um framtíðina orðið til við lestur bóka sem pabbi átti, en ég fór snemma að glugga í bækur um náttúrufræði og eðlisfræði. Það er að minnsta kosti víst, að lengi vel var mér efst í huga að leggja stund á einhvers konar rannsóknarstarfsemi. Pabbi átti bók um eðlisfræði eftir Adam Poulsen, fyrrum veðurstofustjóra í Dan- mörku. Hún var ákaflega einföld í allri framsetningu — næstum barnalega einföld — og bæði hana og ýmsar fleiri slíkar bækur las ég bókstaflega spjaldanna á milli, þegar ég var strákur. Enn fremur átti pabbi bækur um grasa- fræði og sitthvað fleira á sviði náttúruvísinda. Þær voru líka lesnar upp aftur og aftur. Og mig langaði að verða vísindamaður, — það voru æskudraumar mínir. — Fórst þú kannski í menntaskóla beinlínis til þess að ná fyrir fram ákveðnu marki, síðar í lífinu? — Nei, ekki var það nú. Á hinn bóginn fannst mér alveg sjálfsagt að ganga menntaveginn, þótt ég vissi ekki enn, hvaða sérgrein ég myndi kjósa mér að stúdentsprófi loknu. Hins vegar held ég, að undir niðri hafi ég alltaf vitað að hlutskipti mitt yrði að fást við einhverja grein raunvísinda. Læknisfræði hefði til dæmis vel getað komið til greina, og ég neita því ekki, að hún hafi verið að brjótast i mér á tímabili. En svo varð nú niðurstaðan sú, að eðlisfræðin hafði betur. Þar hefur jarðeðlisfræði verið þyngst á metunum, en veðurfræði er ein grein hennar, eins og kunnugt er. — Náttúrufræði og eðlisfræði hafa þá verið uppá- haldsgreinar þínar í skóla? — Já, ég hafði miklar mætur á þeim, og þar fékk ég alltaf sæmilega góðar einkunnir. Sömuleiðis í stærðfræði, og þó miður, og satt að segja held ég að ég hefði getað sinnt hinum námsgreinunum tveim betur, ef ég hefði verið meiri stærðfræðingur að upplagi. — Fyrst við erum farnir að tala um menntaskólanám þitt: Ollu því ættartengsl og kunnleikar við fólk fyrir norðan, að þú settist í Menntaskólann á Akureyri, en ekki í Reykjavík? — Já, sjálfsagt að nokkru leyti, en þó hygg ég að þyngri hafi verið á metunum sú praktíska staðreynd, að á Akur- 326 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.