Heima er bezt - 01.10.1978, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.10.1978, Blaðsíða 8
Hliðið að Skrúð, garðinum frœga sem séra Sigtryggur og kona hans rœktuðu af dœmafárri alúð. einnig svo á, að ekki yrðu nein teljandi vandkvæði á því að fá framtíðarstarf á þessum vettvangi að námi loknu. — En þú hefur ekki gefið þig neitt að þessum hlutum áður, — eða varst þú veðurglöggur, þegar þú varst „strákur heima í sveitinni“? — Ekki held ég orð sé á því gerandi. Þó fannst mér stundum, að svo væri, en ég flíkaði því lítt, enda varð ég þess áþreifanlega var í öðrum tilvikum, að mér skjátlaðist hrapallega! Ég hafði gaman af því, eins og mörgu öðru, að taka eftir veðri, en svo hagar til á Núpi, að þar sést heldur skammt, nema þá helzt útí fjarðarkjaftinn. í um það bil helmingi sjóndeildarhringsins eru há fjöll, og af því leiðir það m.a. að veðurspár heiman af bæjarhlaði á Núpi hljóta að verða næsta óöruggar. — Þú hefur snúið þér að veðurfræði strax að stúdents- prófi loknu? — Já, ég sótti um styrk í því skyni og fékk hann. Um ýmsa staði gat verið að velja, þar sem gott var að stunda slíkt nám, en á þessum árum var talið einna ódýrast að dveljast í Los Angeles, svo að Kalifomía varð fyrir valinu hjá mér. Hér var þó einn ónotalegur meinbugur á: Heimsstyrjöldin var í algleymingi, og óneitanlega voru margir ragir við ferðalög yfir höfin, og einn þeirra var faðir minn. Honum fannst þetta hálfgerð glæfraför hjá mér, og á hinn bóginn tók ég ekki af skarið og heimtaði að fara, svo það varð úr, að ég settist um kyrrt og var í verkfræðideild háskólans hérna veturinn, sem nú fór í hönd. Þetta var haustið 1942. Pabbi fékk því til leiðar komið, að ég fengi styrkinn geymdan í eitt ár, en þegar það var á enda runnið, var öðru nær en að ófriðnum hefði slotað, svo þá var ekki um neitt annað að ræða en að drífa sig á stað. Ég fór því utan haustið 1943 og hóf nám í veðurfræði í Los Angeles. Þar kenndu ýmsir heimsþekktir menn, og aðrir, sem síðar áttu eftir að verða vel kunnir meðal fræðimanna í sinni grein. 328 Heima er bezt — Hvað varst þú lengi þarna? — Það var rétt um þrjú ár. — Kynntist þú ekki Vestur-íslendingum á þessum ár- um? — Jú, nokkuð. Það var dálítið af þeim þarna, og þeir héldu nokkuð hópinn, en ég tók lítinn þátt í þeim félags- skap. Einu sinni var þó tekin mynd af okkur, allmörgum Islendingum í einum hóp, og þar var ég með. — Auk Vestur-íslendinga voru svo líka þarna námsmenn að heiman, þar á meðal Jónas Jakobsson, sem var að nema veðurfræði eins og ég, og varð síðar ágætur samstarfs- maður minn hér á Veðurstofunni, en er nú látinn fyrir fáum árum. — Og hvernig undir þú svo hag þínum vestan hafs? — Mér fannst gott að vera þarna. Þetta var frjálslegt og óþvingað, og náttúran er sérlega þægileg á þessum slóð- um. Þar er ekki neinn vetur í þeirri merkingu sem við notum það orð, en þó er ofurlítið svalara á þeim tíma ársins, sem við myndum kalla vetur, og þá rignir meira en í annan tíma. Mengun var ekki orðin tiltakanlega mikil í Los Angeles, þegar ég var þar, þótt þar sé mikill iðnaður, og á stríðsárunum var þar ströng benzínskömmtun, vegna þess að skriðdrekar og aðrar vígvélar þurftu svo mikið eldsneyti. Afleiðingin af þessu varð m.a. sú, að einkabílar voru miklu minna notaðir en á venjulegum tímum, — og fannst manni þó satt að segja alveg nóg um bílamergðina. Ég held, að íbúar Los Angeles hafi haldið sig meira í heimahúsum og ferðazt minna þessi misseri en í annan tíma. Það var til dæmis sjaldgæft að maður lenti í troð- fullum strætisvögnum, en annars hafði ég ekki svo mjög mikið af strætisvagnaferðum að segja, yfirleitt, því að ég bjó alla tíð rétt hjá skólanum. — Þig hefur samt ekki langað til að setjast að í Amer- íku, þótt þér liði vel þar? — Það varð að minnsta kosti ekkert úr því. Nei, ef mér

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.