Heima er bezt - 01.10.1978, Side 15

Heima er bezt - 01.10.1978, Side 15
forsjárlaust. Var þá Pétur Jónsson frá Lóni fenginn til að vinna búinu og veita því forstöðu. Ekkjan átti þá eitt barn í ómegð og annað fæddist þá um haustið. Sigríður bjó svo á Syðribrekkum til 1832 og var Pétur ráðsmaður hennar. Þann 17. október 1832 kvæntist Pétur Sigríði, segja sagnir, að eitthvert umtal hafi orðið um, hvort þau fengju hjú- skaparleyfi, sökum fátæktar. Svo rættist þó úr, að þeim hjónum græddist fé, er frá leið. Voru þau bæði sparsöm, hagsýn og atorkumikil. Kom svo að hálfar Syðribrekkur urðu of lítið jarðnæði fyrir þau. Þá var það vorið 1849 að Hofsstaðir í Viðvíkurhreppi losnuðu úr ábúð, tók Pétur jörð þá til ábúðar, og fékk nú rýmra jarðnæði en áður, varð hann líka með beztu bændum og bjó á Hofsstöðum til 1875. Sigríður kona hans dó 1862. Pétur var leiguliði á Hofsstöðum fyrst, en fékk jörðina síðar til eignar. Pétur dó á Hofsstöðum (1898) háaldraður og hafði jafnan þótt hinn mætasti mðaur. Synir Péturs Jónssonar og Sigríðar Björnsdóttur voru þeir nafnkunnu Hofsstaðabræður Bjöm og Sigurður. Bjuggu þeir á Hofsstöðum um langan aldur. Björn var tvíkvæntur. Meðal bama hans af fyrra hjónabandi voru þær Pálína ljósmóðir á Syðribrekkum móðir Hermanns Jónassonar fyrrv. forsætisráðherra og Sigríður húsfreyja á Ytribrekkum móðir Björns Konráðssonar bústjóra á Víf- ilsstöðum. Einkadóttir Sigurðar Péturssonar á Hofsstöð- um er Lovísa kona Björns Jósefssonar læknis á Húsavík. Pétur Jónsson á Syðribrekkum var hreppstjóri í Akra- hreppi 1837-1840. Sýnir það gott traust hreppsbúa á honum, að hann var kosinn til þess starfa. Eftir að Pétur flutti að Hofsstöðum var hann hreppstjóri í Viðvíkur- hreppi árin 1851-54, 1857-58 og 1872-75. Er auðséð að hann hefur losað sig við starfið jafnskjótt og lög stóðu til, því að þá munu menn ekki hafa þurft að sinna því í senn nema þrjú ár. Hefir honum verið hugleiknara að sinna búi sínu og heimilisstörfum. Var og ekki íhlutunarsamur um mál annarra, en þó traustur og fastur fyrir ef á reyndi. Pétur kemur úr öðrum hreppi að Syðribrekkum sama árið, sem Hjálmar skáld flytur frá Nýjabæ að Uppsölum. Pétur býr á næst nyrzta bæ í hreppnum og ærið löng leið er á milli heimila þeirra Hjálmars. Eru því all litlar líkur til þess, að milli þeirra hafi verið nein persónuleg kynni eða viðskipti um að ræða. Pétur hreppstjóri átti systkini nokkur. Eitt þeirra var Björn bóndi á Lóni (1834-36), Narfastöðum (1836-54) og Ytribrekkum (1854-1868), faðir Péturs, er bjó á Ytri- brekkum og víðar, föður séra Rögnvalds Péturssonar í Vesturheimi og bræðra hans. 3. Árni Hallgrímsson bóndi á Úlfsstöðum var sonur Hall- gríms Árnasonar, er bjó í Miðvík á Svalbarðsströnd. Árni var kvæntur Lilju dóttur Sigurðar bónda á Bakka í Öxnadal Símonarsonar. Árni fluttist vorið 1820 frá Bakka í Öxnadal að Silfrastöðum, þá talinn 32 ára (f. um 1788), en kona hans ári yngri. Árni var söðlasmiður, og einnig hagur mjög á tré, og stundaði trésmíði nokkuð. Hann bjó í tvíbýli á Silfrastöðum 1820-22, þá á Uppsölum 1822-24, Keldulandi 1824-27, Silfrastöðum 1827-30 og þá enn í tvíbýli, Úlfsstöðum 1830-1852 og Vöglum 1852-60 og þar lézt Árni 1. júní 1860. Árni eignaðist Úlfsstaði með Úlfsstaðakoti, seldi hann svo aftur Úlfsstaðakot, þar næst hálfa Úlfsstaði, og síðar hinn hluta jarðarinnar, en keypti þá Vagla. Byggði hann þar traustan bæ. Var bær sá rifinn eftir 1920, og þótti þeim er rifu hann að trúlega hefði verið frá öllu smíði gengið. Árni var enginn atkvæðamaður en vel látinn af öllum og vinsæll, hafði sæmilegt bú, en löngum erfiðan fjárhag, einkum hin seinni ár. Hann var hreppstjóri í Akrahreppi 1822-1826. Sýnir það að hann hefir verið í góðu áliti, þar eð hann tekur við því starfi nýlega kominn í hreppinn. Hjálmar skáld flutti að norðan vorið 1820 og réðist sem vinnumaður að Silfrastöðum til Árna Hallgrímssonar. Er það hin fyrsta heimilisfesta Hjálmars í Skagafirði, svo vitað sé. Vorið eftir fór Hjálmar vinnumaður að Uppsöl- um. Þegar Hjálmar kvæntist heimasætunni á Uppsölum, Guðnýju Ólafsdóttur þann 6. apríl 1822, er Árni hrepp- stjóri á Silfrastöðum svaramaður brúðgumans, mun og jafnan hafa verið vel með þeim Hjálmari og Áma. Árni Hallgrímsson og Lilja kona hans eignuðust einn son, en hann dó á barnsaldri. 4. Hjálmur Eiríksson bóndi á Kúskerpi var fæddur 2. maí 1802 á Ábæ í Austurdal. Var hann einn af mörgum böm- um þeirra Eiríks Eiríkssonar og Guðrúnar Jónsdóttur er bjuggu í Ábæ 1801-1824. Hjálmur fór í vinnumennsku, er hann var enn ungur. Verður þess fyrst vart að hann fór að Silfrastöðum vorið 1820, og var þar eitt ár og þá samtíða Hjálmari skáldi, er einnig kom þangað það vor. En ekki er víst, að þeir hafi átt sama húsbónda, því að tvíbýli var þá á Silfrastöðum. Eftir það var Hjálmur vinnumaður á ýms- um stöðum, en hóf búskap í Tungukoti vorið 1837 og kvæntist þá um haustið (20. okt.) Oddnýju dóttur Guð- mundar Magnússonar, er víða bjó, en síðast í Tungukoti. Vorið eftir fluttu þau Hjálmur og Oddný búferlum að Kúskerpi; keyptu þau jörðina síðar. Þar bjuggu þau samfleytt frá 1838-1872. Þar andaðist Hjálmur 28. júlí 1872. Kúskerpi var í ábúð niðja Hjálms og ættingja, og alllengi í eigu þeirra, þar til nokkru eftir 1920. Hjálmur var mesti dugnaðarmaður og einnig kona hans. Þau áttu mörg böm og komu þeim upp án annarra hjálpar, að undanskildum einum syni, er tekinn var í fóstur á öðrum bæ, en þó ekki frá smábarnsaldri. Böm þeirra urðu öll dugnaðar og atorkufólk. Andlegt atgervi mun Hjálmur ekki hafa átt fram yfir meðallag, en því meiri starfsorku og sjálfsbjargarhug; Oddný kona hans var gjörvileg og prýðilega viti borin, eins og hún mun hafa átt kyn til. Eitt af börnum þeirra var Guðlaug, gáfukona og glaðlynd, móðir Þorsteins verzlunarmanns Sigurgeirs- sonar föður sr. Garðars í Hafnarfirði. Heima er bezt 335

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.