Heima er bezt - 01.10.1978, Side 19

Heima er bezt - 01.10.1978, Side 19
langa Ieið í afar mikilli ófærð, því snjór var óvenju mikill. Gesturinn hét Karl Finnbogason, bróðir Guðmundar Finnbogasonar landsbókavarðar. Karl átti þá heima á Seyðisfirði og minnir mig hann vera skólastjóri við bamaskólann þar. En hvernig á ferðum hans stóð man ég ekki. Lítið svaf ég framan af nóttinni, því ég var alltaf að hugsa um skemmdirnar á bókinni og hvort vkki myndi vera hægt að bæta úr því, en sá auðvitað engin ráð. Mamma fór snemma á fætur um morguninn, því gestur- inn ætlaði að hafa langa dagleið og ætlaði mamma því að sjálfsögðu að láta hann fá bæði kaffi og mat áður en hann legði af stað. Bað hún mig, sem þá var vöknuð, að vera róleg í rúminu á meðan hún sinnti gestinum, enda var mér ekki batnað kvefið. Ég var ennþá mjög leið. Hurðina skildi hún eftir hálf- opna, annað hvort viljandi eða óviljandi, ég veit ekki hvort heldur hefur verið. Karlmennirnir voru komnir út að hugsa um skepnurnar. Veit ég þá ekki fyrr til en næt- urgesturinn kemur inn í herbergið til mín og fer að tala við mig. Fyrst var ég feimin og talaði lítið, en hann hélt áfram að tala og sagði mér frá öllu mögulegu og að síðustu spurði hann mig hvort ég hefði ekki heyrt talað um önnur lönd, til dæmis Danmörku, en þar hafði hann dvalið sumarið áður. Jú, ég hafði auðvitað heyrt það. Fór hann þá að segja mér ýmislegt þaðan, lýsa fyrir mér skógunum og landslagi þar og fleiru. Þá fór nú að fara feimnin af mér og ég hlustaði af miklum áhuga og spurði og spurði. Var ég alveg hissa að hann skyldi geta verið þekktur fyrir að tala svona mikið við mig, krakkakjánann, þar sem ég vissi að þetta var menntaður maður. Er hann hafði talað lengi við mig tók hann bókina Bláskjá, sem lá á borðinu við rúmið mitt og ég hafði þá nýlega eignast, og var auðvitað búin að lesa hana margoft, þvi mér þótti hún svo góð. Spurði hann mig hvort ég væri ekki orðin alveg læs. Ég hélt nú það, ég hefði verið orðin allæs í fyrra. Og með sjálfri mér þóttist ég ekki lítið af því að geta með sannindum sagt honum þetta. Bað hann mig að lesa svolítið fyrir sig, því sér þætti svo gaman að heyra lítil börn lesa, þegar þau læsu vel. Ég lét ekki biðja mig um það tvisvar og hóf þegar lesturinn. Var ég búin að lesa lengi, þegar mamma kom að kalla á hann í matinn. Sagði hann við mömmu að það væri alveg merkilegt hvað litla stúlkan hennar læsi vel, bæði rétt og með fallegum áherslum. Ég varð auðvitað rígmontin af að heyra þetta en hafði þó vit á að láta ekki á því bera. Litlu seinna kom hann til mín að kveðja mig, gaf mér tveggja krónu silfur- pening og sagði mér að ég ætti að eiga hann fyrir lesturinn og viðtalið. Sagði hann að ég skyldi biðja eldri bróður minn að kaupa bók fyrir þessa aura næst þegar hann færi í kaupstað. Ég gleymdi nú alveg að þetta var ókunnugur maður og kyssti hann fyrir gjöfina, en hann tók því ósköp vel, brosti og klappaði mér á kollinn. Nú var ég þó sannarlega ánægð, því nú þóttist ég vita að ég gæti fengið aðra bók handa mömmu í staðinn fyrir þá sem ég skemmdi, og ekki alveg ómögulegt að ég fengi einhvern afgang svo ég gæti líka fengið bók handa mér. Fannst mér nú allt vera bætt og lífið alveg dásamlegt. Og hefði ég þá víst getað sagt eins og Fornólfur lætur Kvæða-Önnu segja á einum stað í kvæðinu er hann orti um hana: „Þá var ég ung og þá var ég kát, þá var fátt að meinum.“ Og svo voru jólin á næsta leiti, en til þeirra hlakkaði ég auðvitað eins og öll börn gjöra. Það fór nú samt svo að aldrei var keypt bók handa mömmu fyrir krónumar mínar. Mamma vildi það ekki, kvaðst vilja eiga bókina þótt hún hefði skemmst svona, enda væri þetta ekki svo mikil skemmd, og svo væru ljóðmæli Matthíasar jólagjöf frá bestu vinkonu hennar, gefin árinu áður. Hún hafði því fyrirgefið mér þetta óviljaverk, sem ég hefði reyndar mátt vita. En handa mér sjálfri voru keyptar tvær bækur fyrir krónurnar. Önnur hét Leikföng og þótti mér hún góð, það voru smásögur. Hin bókin hét Bók náttúrunnar. Var ég ennþá meira hrifin af henni og las ég hana svo oft að ég held að ég hafi kunnað hana spjald- anna á milli. En það er af gullpeningnum hennar mömmu að segja, að hafi ég einhvern tíma gjört mér vonir um að eignast hann, sem ég reyndar man ekki að ég gjörði, þá varð það ekki. Mamma gaf hann seinna konu sem henni fannst hún standa í þakkarskuld við, og lét sú kona búa sér til brjóst- nál úr honum og var ég því fyllilega samþykk. Veit ég ekki betur en nælan sé ennþá til, í eigu bróðurdóttur þeirrar konu- Ritað í júní 1978 Hlaðarheimilið ... Framhald af bts. 332 ___________________________ heimafólk allt í heimaofnum vaðmálsfötum, en auk þess var vaðmál fastur hluti í viðskiptum heimilisins. Á hverj- um vetri voru ofnar minnst tvær voðir 20-25 álna langar. Önnur var dökk, í ytri fatnað, en hin hvít, í nærbuxur. Þá var og ofið vaðmál í rekkjuvoðir, og stundum tvistdúkur í milliskyrtur. Svuntudúkur var aldrei ofinn það ég til man, en stundum voru ofnar ábreiður á rúm og loks borði í gjarðir og taumbeisli. Allt efni í þennan vefnað var spunnið heima, en eftir að ullarverksmiðjan Gefjun tók til starfa, var ullin oft kembd þar í lopa. Þó þótti betra, ef sérstaklega skyldi vanda til dúksins, að allt efnið væri unnið heima frá því fyrsta. En hvort sem heldur var þurfti fyrst að undirbúa ullina. Þegar um vorið hafði besta ullin verið valin til heimavinnu. Nú var hún tekin fram aðgreind að nýju, allt sem ekki þótti hæfa í hið besta band var skilið frá. Síðan var togið skilið frá, tekið ofan af henni, illhærur hreinsaðar burt og þess háttar. Þá var að tæja hana jafnt og gera hana greiða, síðan var hún kembd og komu nú stólkambamir ekki meira við sögu, og vel varð að vanda kembinguna ef þráðurinn átti að verða góður. Stundum voru spunakonur fengnar tíma og tíma, en annars spann Guðrún vinnu- kona mikið af vefjarefninu, enda sat hún við spunann mála milli. Eitthvað spann Margrét sjálf. Munur var á efninu í uppistöðu vefjarins, þræðinum og ívafinu. Minnir mig að þráðurinn væri bæði fínni og snúðharðari. Framhald í nœsta blaði. Heima er bezl 339

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.