Heima er bezt - 01.10.1978, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.10.1978, Blaðsíða 22
Teikning af Akureyri. Á hana er skrif- að með blýanti ártalið 1870. En full- komin ástœða er til að vefengja það ártal, því að margt bendir til að hún sé teiknuð fyrr. Því miður sést svonefnt Laxdalshús ekki á myndinni en sterkar líkur benda til þess að sjáist í girðingu þá sem umlukti það lengst til hœgri. Staðhœttir þar fyrir framan benda til lýsinga á umhverfi sem varðveist hefur. Að öllum líkindum er þetta útlend teikning. Málurum þessa tíma hefur verið ákaflega ósýnt um að draga upp rétta mynd af landslagi í fjarska (inn Eyjafjörð), en ber furðulega saman um skipan húsa og umhverfi sem næst var málaranum, þótt oft sé „stíliserað“ og hafi því fremur rýrt heimildargildi. Hér sjást húsin í Fjörunni. Eign Minja- safnsins á Akureyri. hafnasamra íslenskra kaupstaðarbúa. Þar gerðist það að gamlir þjónar ein- okunarverslunarinnar komust hönd- um undir eignir hennar fyrir spott- prísa, svó raunverulega var um gjöf að ræða. Þessir nýju borgarar tóku sér svo ríflegar lóðir að nálega engar urðu eftir. Gekk þessi frekja svo langt að valdstjóminni sjálfri blöskraði og lét Stefán amtmann Þórarinsson rekast í því að þeir skiluðu einhverju af feng sínum til baka. Og auðvitað gekk það í brösum. Ekki verður séð af heimildum að Akureyri, Akkeröen, Öiefiords Kjöb- sted, öfjords Handelsstæd, Eyja- fjarðar Höndlunarstaður hafi bein- línis tekið út með vaxtarverkjum sem fylgja áttu kaupstaðatilskipuninni. í 342 Heima er bezt rúmlega hálfa öld á eftir var bærinn ákaflega seinþroska. Þó munu nokkrir fslendingar hafa notfært sér frí- heitin“ og sest þar að, eftir því sem Klemens Jónsson nefnir heimildir fyrir í Akureyrarsögunni. Til marks um það hvað vöxtur bæjarins var hægur á þessum rúmlega hálfa mannsaldri skal nefnt að árið 1813 voru íbúarnir taldir 48, en 20 árum síðar hafði þeim fjölgað um að- eins átta. Ááratugnum 1840-1850 tók bærinn svo kjörkipp. íbúatalan jókst um rúmlega áttatíu manns á þessu tíma- bili. Þá tóku sér þar bólfestu nokkrir handiðnaðarmenn og þó einkum tómthúsmenn. Og meðal þeirra var Bjöm okkar Jónsson. Fjöldi tómthúsmannanna vekur undrun. Því eins og skýrt hefur verið frá var það beinlínis skylda yfirvalda að sporna við innflutningi þeirra til kaupstaða, umfram nauðsynlegasta vinnukraft til erfiðari og óþrifalegri verka. Menn óttuðust að þessir for- verar verkalýðsstéttar bæjanna yrðu sveitarlimir ef eitthvað bjátaði á með afkomuna. Innflutningur þessara manna ýtir undir þá getgátu að hreppstjórar Hrafnagilshrepps og sýsluyfirvöld hafi verið þetta frjálslyndari en önnur yfirvöld á landinu. Þá er alls ekki loku fyrir það skotið að framfarahugur sá sem óðum var farinn að búa um sig í þjóðlífinu með skárri afkomu hafi sveigt eyfirsk yfirvöld meir í frjáls- ræðisátt en almennt var lenska. T.d. er það skoðun greinarhöfundar að Egg- ert Briem sýslumaður eigi stærri þátt í vexti og viðgangi Akureyrar en vitað hefur verið um og haldið á lofti. Fullyrða má að innflutningur þess- ara handverks- og tómthúsmanna um miðja 19. öldina hafi valdið þáttaskil- um í sögu bæjarins. Hann óx von bráðar úr fáeinum húsum í Hrafna- gilshreppi í það að verða stórt og sjálfstætt þéttbýlissamfélag á íslensk- an mælikvarða. Handiðnaðarmenn þessir voru flestir harðduglegir og útsjónarsamir og margir þeirra urðu dável efnaðir. Þess vegna voru þeir um margt sjálf- stæðir i skoðunum og fremur um- bótasinnaðir og vildu framgang hins nýja heimkynnis í hvívetna. Það sama er hægt að segja um tómthúsmennina. Það þurfti talsverð- an vilja til og áræði að smeygja af sér vistarböndunum og lifa af ýmislegri handbjörg sinni og sjávargagni í kaupstað. Nokkrir þessara manna urðu með tímanum efnalega sjálf- stæðir, áttu húseignir og guldu opin- ber gjöld ekki í minna mæli en borg- arar og handiðnaðarmenn. Við endurritun á sögu Akureyrar verður þvi að horfa meir til þessara „frumbyggja“ en gert hefur verið ef trúverðuglega á að standa að sögurit- uninni. Að sjálfsögðu verður ekki horft fram hjá því að danskir kaupmenn settu mark sitt á þessa sögu í skjóli forréttindanna og fjármunanna. En þeir höfðu ekki lengur úrslitaáhrif á vöxt bæjarfélagsins við Pollinn. Héð- an í frá voru markverðustu sporin á vaxtarskeiðinu stigin af íslendingum sjálfum, svo sem með stofnun Gránufélagsins sem var skilgetið af- kvæmi atvinnubyltingarinnar, há- karls- og þilskipaútgerðarinnar, sem hófst við Eyjafjörð um miðbik 19. aldar. Þá voru slíkar hömlur settar á einokun og afturhaldsemi danskra kaupmanna og þeim veitt sú sam- keppni að þeir fóru að ugga um sinn hag, bættu verslunarhætti um stund- arsakir, vörðu fjármunum til nyt- samra framkvæmda sem óneitanlega voru framfaraspor og gerðu búsetu í kaupstaðnum girnilega. Það er auðvelt að sanna að ýmsar athafnir danskra kaupmanna á þessu tímabili, leyndar og ljósar, stóðu vexti

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.