Heima er bezt - 01.10.1978, Side 33

Heima er bezt - 01.10.1978, Side 33
— Hefur þú skotið fugl og sel? spurði Hannes. Hann var ekki trúaður á sögur Dísu. — Já, komið hefur það nú fyrir. T.d. einu sinni mátti ég til. Byssan lá hjá mér og pabbi upptekinn við færið. Sel- urinn var í dauðafæri. Ég greip byssuna og miðaði á hann. — Þú hefur nú varla hitt, sagði Hannes efablandinn. — Hann steinlá, ég skutlaði hann líka svo hann sykki ekki. — Segir þú þetta satt? spurði Ranka. — Auðvitað. — Guð hjálpi þér Dísa mín, varð Þóru að orði. — Hvernig gastu þetta? — Ef ég á að segja eins og er þá skalf ég af veiðihug þá stundina. Það er kannski ókvenlegt. Ég er samt dýravinur. Menn geta verið það, þó þeir þurfi t.d. að aflífa húsdýrin sín og drepa fleiri dýr. Þetta líf er svo flókið og margþætt, að það er ekki von að við skiljum það, sagði Dísa spek- ingslega. Ég skyldi skjóta á eitthvað núna ef færi gæfist, bara til að ganga fram af fólkinu, hugsaði hún. Þorsteinn hætti þá kannski að góna á mig. Þeim miðaði vel áfram við róðurinn. — En sú fegurð, varð Þorsteini að orði. — Já, ansaði Leifur. Það er dýrðleg útsýn í allar áttir í þessu indæla veðri. — Ég átti nú ekki beint við það, sagði Þorsteinn og hló við. Brandur horfði fast á hann. — Ég þykist vita hvað þú átt við. Hann leit til Þrúðu og Dísu, sem sátu saman og hlógu dátt. — Fallegar eru þær báðar, hugsaði Brandur en Amdís er engri stúlku lík sem ég hef séð. í sama bili varð Dísu litið á hann og nú hló hún ekki lengur. Augun sem hún horfði í, bjuggu yfir dularfullu afli. Hún gat ekki hætt að horfa í þau. Hún hristi höfuðið til að losna úr þessum fjötrum. Hvernig átti hún að vita að hann hefði svona dásamleg augu, eins og hann var ófríður við fyrstu sýn. — Ertu að sofna, spurði Þrúða? — Ég nei, er bara að hugsa. — Eru þær falar? sagði Þrúða. — Hverjar? — Hugsanir þínar. — Þær, nei, ansaði Dísa utangátta. — Hún er sjóveik, stakk Hannes uppá. Þá tók Dísa við sér. — Þar þyrði ég að bjóða þér út, karl minn, og það í stjórsjó. — Efast ekki um það, frekar en skotfimina, sagði Hannes háðslega. — Þú um það, ansaði Dísa snöggt. Árabáturinn lenti á háréttum stað. Þeir gengu frá far- kostunum og báru draslið upp á Stærri Hólma. Á fjörunni var gengt í hinn hólmann. Þau höguðu verkinu eftir því. Hólminn var krökkur af fugli og voru kríurnar herskáar mjög og gerðu aðsúg að innrásarhernum, sem lét sér lítt bregða, en byrjaði strax að rupla og ræna. Leifur var óvanur þessu, en komst fljótt upp á lagið með óblöndnum ákafa. Sólin tók nú að skína, en hafgolan lét á sér standa. — Er ekkert vatn héma? spurði Dísa. — Jú, það er lind á þessum hólma. Hinn er þurr, ansaði Þrúða. Við megum til að hvíla okkur í þessum hita. Hólminn var nokkrar dagsláttur að stærð, en í honum miðjum, var smágrýttur melhóll. Þar verptu eingöngu kríur og var erfitt að sjá eggin. Lindin var á melnum og í kring um hana var fagurgrænn gróður af ýmsu tagi. — Þetta er eins og vin í eyðimörkinni, sagði Þorsteinn, sem kom í þessu. Hann virti Dísu fyrir sér. — „Svalið þið nú þorstanum þér Líbanons dætur“, sagði hann. Hversu fögur vertu vina mín, hversu „fagrar eru varir þínar“, o.s.frv. Hann las versið í huganum. Ljóðaljóðin voru uppáhaldstexti hans í hinni helgu bók. Með mergjuðustu ástaijóðum allra tíma. Hann kunni þau næstum utanað. Fólkið tíndist að og flestir fækkuðu eitthvað fötum í hitanum. Kristján, Þóra, Snæbjörn og Brandur sáu um dún- og eggjatínsluna, en hin hirtu kríueggin. Hannes og Þrúða tíndu einna mest. Þau voru alltaf á harða hiaupum og kríurnar lögðu þau í einelti og görguðu ófriðlega. Símon var fundvís á eggin og líkaði þessi tilbreyting vel. Hann settist og þurrkaði af sér svitann. Dísa færði honum vatn. Hann var þakklátur og sagði lágt: — Það er fallegt, já mjög fallegt í kring um þig, Arndís. Kristján raulaði: Nú er sumar o.s.frv. Þorsteinn fór líka að raula: Hér er drottins dýrð og friður dásamleg er herrans list. Komdu með botninn, Leifur. Og ekki stóð á því: Fagurt land og fuglakliður frjálslegra en Edensvist. Hin höfðu gaman af. Sigurbjörn var hagmæltur, en flíkaði því lítið. Hann horfði í kring um sig og sagði hægt: Sólskinsdagur sumarfögur dýrð seiður hafs og ilmur villtra blóma. Er aftur haustar enn þú að því býrð og innst í sál þér raddir vorsins hljóma. — Hér er allt morandi af skáldum, sagði Hannes. — Nú hnoðum við buxnalallarnir saman einni vísu í sameiningu. R. Hér við saman sitjum sátt D. senn mun dagur líða. Þ. Upp að standa eigum brátt H. Ei mun tíminn bíða. — Þetta er ágætt hjá ykkur miðað við aðstæður, sagði Kristján og strauk skeggið hýr á svip, — svo höldum við áfram. Þið gangið melinn, stúlkur, þig hafið þá dæma- lausu fálkasjón. — Við setjum mosa í skóna og göngum þá grýttu braut, svaraði Þrúða. Nú kepptust þau á um hver tíndi mest fram að mat, sá átti að fá verðlaun, ef hann væri karlmaður þá snafs hjá Þorsteini. Ef stúlka vann, þá koss hjá þeim, er hún kysi helst. Heimaerbezt 353

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.