Heima er bezt - 01.10.1978, Síða 34

Heima er bezt - 01.10.1978, Síða 34
— Matur, kallaði Þóra. Þóra sauð egg eins og hver vildi á prímus sem var ómissandi þarfaþing. Nestið var ekki af verri endanum en mest var borðað af eggjunum. Þrúða reyndist hafa tínt mest, hafði vinninginn. — Nú verður þú að kyssa einhvern, sagði Kristján, t.d. Hannes, Leif, Símon, Sigurbjörn eða mig. Þau hlógu dátt. — Viltu ekki fá þér einn lítinn heldur sagði Þorsteinn hlæjandi. — Nei, ég ætla að kyssa þann sem mér sýnist, það er nú ekki um marga að velja. Hún beygði sig snöggt niður að Hannesi og kyssti hann beint á munninn. Hann sat á hárri þúfu og honum varð svo mikið um að hann datt aftur fyrir sig og var síður en svo nokkuð lukkuriddaralegur. Hann var svo vandræðalegur að engum datt í hug að brosa, nema Þrúðu. Hann hresstist að mun við það. — Þetta gengur betur næst, spái ég, sagði Kristján kankvís. Þau kynntust meira á þessum eina degi en heilli viku við venjulegar aðstæður. Kristján lá endilangur og hélt um magann og stundi upp: Þetta var góður og mikill matur með því besta sem ég hef fengið. Nú er ég saddur og nú er ég latur nú get ég hvorki setið eða gengið. Dísa og Þrúða réðust á hann skellihlægjandi og reyndu að tosa honum á fætur, en hann haggaðist ekki. — Ég veit bara eitt ráð, sagði hann. — Áttu dreytil Þorsteinn? — Já, þó það nú væri, og hann rétti Kristjáni pelann. — Guðlaun vinur, sagði Kristján og spratt á fætur eins og endurborinn. — „Guðaveigar lífga sálaryl“, og auka líkamskrafta og hann saup vel á áður en hann skilaði pelanum. — Satt er orðið, sagði Þorsteinn og fékk sér vænan teig. Það var kominn slikjukenndur gljái í augu hans. Dísa sá útundan sér að Brandur gaf henni auga, en hún varaðist að líta á hann. Þrúða og hann fóru til að hressa upp á fuglahræðurnar, gera þær meira fráfælandi. Þrúða setti á þær ógnvekjandi stór andlit, saumuð úr marglitum tuskum af mikilli list. Brandur batt á þær margar pjátur- bjöllur sem gullu hátt við minnsta vindblæ. Sigurbjörn og Ranka gengu niður í fjöruna, þar verpti krian líka. Dísa dreif hin í öfuga átt. Leifur var mest með Þorsteini og þurfti margs að spyrja og fékk ætíð greið svör. Var orðinn þó nokkuð vel að sér í því er að búsýslu laut að lokinni dvölinni í Hvammi. Símon var í góðu skapi og Snæbjöm reyndi að fá hann til að segja sér undan og ofan af dul- rænni gáfu sinni. — Hefur eitthvað borið fyrir þig hér í dag? spurði Snæbjörn. — Ég sé bregða fyrir manni, fríðum sýnum, dökkum á brún og brá. Að ég held útlendum. Hefur komið hér áður, líklega sjómaður. Hann hefur dáið frekar ungur en ekki drukknað. Bak við hann sé ég óglöggt stóra borg. Ég hef séð margt í Hvammi. Hættur að taka eftir sumu, er þessu svo vanur. Nokkrum sinnum hef ég séð í Hvammi ungan mann. Hann er oft votur eins og hann hafi drukknað. Hann fer oft svona með hendina, sagði Símon og strauk hárið frá enninu. — Ekki kannast ég við hann, sagði Snæbjörn. Símon hvorki ýkti eða miklaðist af þessari gáfu sinni, þvert á móti var hann mjög dulur á þessa reynslu sína. Nú var kominn rétti tíminn til að fara í hinn hólmann. Þau stikluðu yfir skerin á votu þanginu. Dísa var nærri dottin en Brandur sem gekk við hlið hennar greip hana í fallinu. Hann hélt lengur utan um hana en þörf var. Hún kunni því ekki illa. — Þakka þér fyrir, sagði hún og roðnaði er hann horfði á hana. Hann var skrýtinn á svipinn. Það var eins og augun segðu: Ég vil helst aldrei sleppa þér. Er ég að varða ástfangin eða hvað? — Þessi undarlegi glampi djúpt, djúpt í augum hans. Hvað þýddi hann? Hún hugsaði margt þegar hún var háttuð um kvöldið. Þau tóku góða skorpu þama og fóru sömu leið til baka áður en flæddi að. Dagurinn var senn á enda. Þau drukku gott kaffi áður en þau lögðu á stað. — Sko, sagði Hannes. — Er þetta ekki selur sem liggur þarna á steininum? — Jú, sem ég er lifandi maður, sagði Þorsteinn og læddist eftir byssunni. Hannes talaði við hann í hljóði. Þorsteinn hristi höfuðið, en Hannes varð þeim mun ákafari. — Kannt þú að fara með svona grip, Dísa? spurði Þor- steinn. — Já, sagði hún rólega. — Ég skal lofa þér að fýra á selinn ef þú launar mér vel sagði hann lágt. — Hvað skal það vera? — Einn koss af vörum þínum, hvort sem þú hittir eða ekki. — Þá hætti ég við það, ansaði hún snöggt og fölva brá á andlit hennar. — Þá það vinan. Þú vinnur. Hann rétti henni byssuna. — Ég set ekkert skilyrði. Þá brosti hún til hans í fyrsta sinn. Hún miðaði örugg og ákveðin án þess að hika. Fólkið beið í ofvæni og hélt niðri í sér andanum. Skotið kvað við svo það bergmálaði í klettunum. Þorsteinn hljóp að selnum. Ekki bar á öðru en hún hefði hitt. Kobbi lá steindauður, skotinn í hausinn. Hún lagði frá sér byssuna örlítið litverp. — Hér eftir skal ég trúa öllu sem þú segir, gall í Hannesi. Þau voru öll hálfhissa, en Kristján hældi henni á hvert reipi. Símon horfði á eitthvað sem enginn annar sá og var furðusvipur á honum. — Nú skil ég hver hann er, sagði hann við sjálfan sig. Báturinn og pramminn voru settir á flot. Hafurtaskið hafði aukist að mun og þó pramminn væri rúmgóður þá bar hann þetta með naumindum. — Komdu til okkar Dísa? kallaði Kristján. — Þú átt 354 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.