Heima er bezt - 01.10.1978, Page 36

Heima er bezt - 01.10.1978, Page 36
JH *ik S j jÆm&íe* ■. m i* * 'lk ð m a Hfc \ : Æl f®fr • 9 pfff - H , y ra * ■ f ^: m um» Valgeir Sigurðsson blaðamaður er þjóðkunnur fyrir hina fjölbreytilegu, skemmtilegu og fróðlegu viðtalsþætti, sem eftir hann liggja við fjölmarga Islendinga úr öllum stéttum þjóðfélagsins. f þessum viðtölum gefst óvenjugott tækifærl til þess að kynnast fólki með margvíslegustu lífs- reynslu og viðhorf. I þessari fjölbreyttu og skemmtilegu bók, birtast 15 viðtalsþættir Val- eirs Sigurðssonar við merka, núlifandi (slend- inga, sem allir hafa eitthvað sérstakt, fræðandi og skemmtilegt í pokahorninu. Bókin skiptist í þrjá meginþætti, sem nefnast: Á SKÁLDABEKK, Á GÓÐRI STUND, og Á FÖRNUM VEGI. Hér eru rithöfundar látnir ríða á vaðið. Fyrsti hluti bókarinnar er helgaður þeim. Þar næst koma fimm greinar um tómstundavinnu manna og loks greinar um ýmis efni, svo sem náttúruskoðun og náttúruvernd, ferðalög og útilegur, hrossarækt og hestamennsku o. m. fl. Viðmælendur Valgeirs eru: A SKALDABEKK: Einar Kristjánsson Hannes Pétursson Indriði G. Þorsteinsson Kristján frá Djúpalæk Rósberg G. Snædal Á GÓÐRI STUND: BroddiJóhannesson Eysteinn Jónsson Guðrún Ásmundsdóttir Jakob Benediktsson Sigurður Kr. Árnason AFORNUM VEGI: Anna Sigurðardóttir Auður Eiríksdóttir Auður Jónasdóttir Stefán Jóhannsson Þorkell Bjarnason I formála að bókinni kemst Valgeir Sigurðsson m.a. svo að orði: „Hún er einkennileg þessi vegferð okkar, - þessi stutta stund, sem við tökum þátt í lífsstríði mannkynsins. Areiðanlega eru skipti okkar við samferðafólkið - og einnig við aðrar lifandi verur - merkilegasti þátturinn í þeirri reynslu, sem okkur gefst kostur á, meðan ævin varir. Þess vegna er það ef til vill ekki fánýt iðja að ganga á vit samferðamanna sinna, spjalla við þá um reynslu þeirra og viðhorf til lífsins, og halda síðan til haga þeirri vitneskju, sem þannig fæst frá fyrstu hendi.“ I bókinni birtast myndír af öllum viðmælendum Valgeirs, og í bókarlok er mannanafnaskrá. Bók396 I lausasölu kr. 6.840. HEB- verð aðeins kr. 5.800.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.