Heima er bezt - 01.06.1981, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.06.1981, Blaðsíða 4
GUÐBRANDUR MAGNÚSSON: „Komiði sæl66 Sigurður Sigurðsson f.v. fréttamaður sóttur heim Sigurður sigurðsson er víst öllum landsmönnum kunnur, en hann var íþróttafréttamaður útvarpsins í fjölda ára og því orðinn heimilisvinur margra iþróttaáhugamanna. Sigurður er fæddur í Hafnarfirði, 27. janúar 1920. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðs- son bifreiðastjóri, sem sennilega var fyrstur manna til að taka upp áætlun- arferðir til Suðurnesja. Móðir Sigurðar hét Elísabet Böðvarsdóttir. Þau skildu þegar Sigurður var ungur og þá fluttist hann til vandalausra fósturforeldra í Reykjavík, Þórðar Gunnlaugssonar kaupmanns og Ólafíu Þorláksdóttur. Þau áttu heima í Vesturbænum og þar man Sigurður fyrst eftir sér og átti þar heima alla sína æsku, en varð að flytjast „austur fyrir læk“ þegar hann giftist. — Hvað starfaðir þú framan af ár- um? „Þetta var nú á kreppuárunum, maður varð að gera allt milli himins og jarðar því það var erfitt um atvinnu. Maður var á eyrinni, í vegavinnu, þingsveinn var ég eitt ár á fyrsta þing- inu sem Gunnar Thoroddsen sat. Gegn vilja mínum var ég svo látinn fara í Verslunarskólann og þar lauk ég verslunarprófi. Þá var nú ekki komin þessi lærdómsdeild þar, sem síðar kom, en margir skólabræður mínir og systur léku sér að því að taka stúdentspróf eftir að hafa lesið ulanskóla í eitt ár. En ég hafði hug á öðru, því fljótlega eftir að verslunarskólanáminu lauk fór ég í Tón- listarskólann og lærði þar á fiðlu. Þar lauk ég fyrri hluta prófi eftir fimm ára nám. Ég réðist til starfa hjá heildversl- uninni I. Brynjólfsson og Kvaran, en mér leiddist nú allt aurastaglið og fór að vinna hjá Hitaveitunni 1943. Svo kemur að því að auglýst er staða hjá opinberu fyrirtæki, sem ekki var til- greint, og var óskað eftir góðri vélrit- unarkunnáttu og einhverri bókhalds- þekkingu. Um þetta starf sótti ég án þess að hafa hugmynd um hvaða fyrir- tæki þetta var, eða hvers konar starf var um að ræða. Svo líður og bíður þangað til Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri hringir í mig og biður mig að koma til viðtals. Þá bauð hann mér starf á inn- heimtuskrifstofu útvarpsins fyrir 350 krónur á mánuði. Þá segi ég við Jónas: „Heldurðu að það þýði nú nokkuð fyrir mig, mann sem ætlar að fara að ganga í það heilaga, að byrja hér fyrir 350 krónur, því ég hef a.m.k. 400 krónur hjá Hitaveitunni.“ Þá segir Jónas: „Ef þú slærð til og kemur til okkar, þá skal ég sjá til þess að þú þurfir ekki að sjá eftir því.“ Það varð því úr að ég hóf störf hjá útvarpinu í júlí 1943 og það voru ekki liðnir tveir mánuðir þegar Jónas var búinn að útvega mér annað starf í stofnuninni sem gerði vel það að bæta upp launa- muninn. Ég tók að mér að vera aðstoðarauglýsingastjóri og vann tvo daga i viku í auglýsingastofu, annan hvorn laug- ardag og sunnudag og annan hvorn mánudag og þriðjudag. Þetta þýddi það að ég átti ekki frí nema aðra hverja helgi í tólf ár. Þegar ég byrjaði þarna var útvarpið litil stofnun. Þar unnu um þrjátíu manns í landsímahúsinu og voru allir inn 188 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.