Heima er bezt - 01.06.1981, Síða 6

Heima er bezt - 01.06.1981, Síða 6
á öllum. Allir voru kallaðir til starfa í þeirri deild þar sem þörfin var. Þessvegna varð það fljótlega að ég fór að vinna við fréttir auk auglýsinga- og innheimtustarfa. Eitt fyrsta verkefnið mitt á fréttastofunni var í lýðveldiskosningunum 1944, þá hafði ég það hlutverk að reikna út hve mörg prósent hefðu sagt já og það var bara tímaspursmál hvenær það náði 100 prósentunum, og algeng tala var 99,8%. — Hvernig atvikaðist það að þú hófst íþróttafrétta- mennskúna? „Það var fyrir algjöra tilviljun að ég lýsti 200 metra hlaupi á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. Við vorum saman þarna á Ólympíuleikunum ég og Jón Múli Árnason, sem átti að segja fréttir frá leikunum. Jón fékk þá hugdettu að láta mig lýsa þessu 200 metra hlaupi, sem Haukur Clausen tók þátt í. í fyrstu þvertók ég alveg fyrir þetta, en Jón sat við sinn keip þangað til ég sagði: „Skítt með það, gefðu mér samband og við skulum byrja.“ Þetta átti að vera örstutt, því þetta hlaup tekur ekki nema 20 sekúndur, en lýsingin varð tæplega fimm mínútur vegna þess að kepp- endur þjófstörtuðu allir og ég varð að gaspra allan tímann. Að þessu loknu hlustuðum við á upptökuna og ég hló alveg eins og vitlaus maður að þessu, þangað til Jón segir við mig: „Við notum þetta.“ Þetta var síðan sent út og eitthvað hefur mönnum fundist vera neisti í þessu, a.m.k. þeim Andrési ípróttafréttamenn frá öllum NorSiirlöndunum þinguðu eitt sinn í Finnlandi og bauð þá Kekkonen Finnlandsforseti þeim til sín. Sigurður Sigurðsson hafði orð fyrir fréttamönnunum og þakkaði fyrir móttökurnar. Björnssyni og Jóni Magnússyni. Þetta var upphafið að því að mér var falið meira og meira af íþróttafréttum, þangað til ég var kominn í þær upp fyrir haus og var samfleytt í þeim 22 ár, sem er allt of langur tími. Menn ættu ekki að vera í svona starfi nema svona fjögur til fimm ár.“ — Hafðirðu mikinn áhuga á íþróttum? „Nei, þótt undarlegt megi virðast þá hafði ég lítinn áhuga á iþróttum sjálfur, þó ég hefði gutlað við þær sem unglingur.“ — Hvað kom þá til að þú varst þarna út í Wembley- leikvanginum? „Jón Múli var þarna sem fréttamaður á Ólympíuleikun- um og ég fór sem nokkurs konar aðstoðarmaður, þó fór ég þetta á minn kostnað. Gegn því að fá frían aðgang að öllu sem ég vildi sjá, þá ætlaði ég í staðinn að aðstoða Jón. Þetta reyndist nú vera miklu meira en tveggja manna verk og hefði ekki veitt af þremur mönnum, því keppt var svo víða samtímis. Við vorum þarna með stóra flokka í bæði sundi og frjálsum íþróttum og veitti því ekki af að annar væri í sundhöllinni og hinn á leikvanginum. Ég vann íþróttirnar með innheimtustarfinu alveg til árs- ins 1963, þá var ég ráðinn á fréttastofuna sem almennur fréttamaður með íþróttir sem aukagrein, því enginn sér- stakur íþróttafréttamaður var á fréttastofunni í þá daga. Það er ekki fyrr en árið 1966 að ég er ráðinn eingöngu til að sinna íþróttum og þá bæði fyrir útvarp og sjónvarp og þá versnaði nú í því. Sjónvarpið er þannig miðill að það er gríðarlega mikil vinna í kring um það. Ég sá fljótlega að ég hafði gert feykilega skyssu með því að fara að vinna hjá sjónvarpinu, vegna þess að fréttamaður sem er vanur íþróttafréttamennsku fyrir útvarp getur aldrei orðið sjónvarpsfréttamaður. Þessir tveir miðlar eru svo ólíkir; í útvarpi verður þú að segja allt og koma öllu að sem þú sérð þannig að hlustandinn geti sem best gert sér í hugarlund hvernig þetta gengur fyrir sig. Þetta er alveg öfugt hjá sjónvarpinu, þar sér maður þetta á mynd og eftir því sem sjónvarpsmaðurinn segir minna, því betra. Hann þarf rétt að gera stuttar athugasemdir og skýringar, en hann þarf ekki að vera að öskra „mark!“ eða eitthvað álíka, því það sér fólk. Ég sagði því alveg skilið við sjónvarpið eftir fjögur ár þar og fór aftur í almenna fréttamennsku hjá fréttastofu útvarpsins og síðustu fimm árin var ég aðstoðarfrétta- stjóri.“ — Þú ert nú samt þekktastur fyrir íþróttafrétta- mennskuna. „Já ætli það ekki. Að minnsta kosti er nógu mikið hermt eftir mér.“ — Hvernig líkuðu þér eftirhermurnar? „í aðra röndina þótti mér það gaman. Sumir gerðu þetta bara ekki nógu skemmtilega, en aðrir stórvel eins og t.d. Ómar Ragnarsson. En röddinni náði best Karl Einarsson, sem nú er látinn. Ég þóttist oft þekkja sjálfan mig. þegar hann var að herma eftir mér.“ — Þótti þér gaman að starfinu? „Það var mjög ánægjulegt að vinna við íþróttirnar í svona fjögur-fimm ár, þá var ákveðinn ljómi í kring um 190 Heimu er bezl

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.