Heima er bezt - 01.06.1981, Síða 8

Heima er bezt - 01.06.1981, Síða 8
Jónsson með sitt markið hvor. Staðan er síðan jöfn alveg fram á síðustu sekúndu, en þá tókst Svíum að þvæla bolt- anum í netið. Þetta var alveg frábær varnarleikur hjá ís- lendingum, ég minnist þess ekki hvorki fyrr né síðar að hafa séð annan eins miðframvörð og Dagbjart Hannesson og sömuleiðis var markmaðurinn, Magnús Jónsson, frá- bær. Leikurinn í Kalmar var upphafið að mjög skemmtilegri ferð, því tuttugu mínútum eftir leikinn var ég kominn upp í lest sem skrölti áleiðis til Málmeyjar og þaðan fór ég til Kaupmannahafnar um nóttina. Frá Kaupmannahöfn hélt ég svo viðstöðulaust áfrám með flugvél til Zúrich í Sviss, þaðan í lest til Bern þar sem Evrópumeistaramót í frjálsum íþróttum var að hefjast. Það var rétt að ég marði það að geta haft fréttasendingu þaðan fyrsta daginn, því þegar ég kem á völlinn stendur yfir 5000 metra hlaup, sem hinn ^heimsfrægi Zatopek var að vinna. Þarna var ég í fimm daga og sendi fréttir heim, en að mótinu loknu fór ég til Ham- borgar til móts við Akurnesinga sem voru á keppnisferða- lagi um Þýskaland. Með þeim ferðaðist ég í þrjár vikur vítt og breitt um Þýskaland, þó ætlunin hefði verið að fara heim eftir Evrópumeistaramótið, en ég tók sumarfríið mitt í ferðalagið með Akumesingum.“ — Hve oft varstu viðstaddur Ólympíuleika? „Ég var í London, eins og áður greindi en þeir leikar höfðu nú minnstan svip á sér vegna þess að Bretar tóku leikana að sér nær fyrirvaralaust rétt eftir stríðið. Ætlunin var að Finnar héldu þá, því þeim hafði verið úthlutað leikunum 1940 sem féllu niður vegna stríðsins og þeir treystu sér ekki til að halda leikana 1948 vegna þess hve þeir fóru illa út úr stríðinu. Bretarnir höfðu þetta af þó þeir væru svolítið seinir, það þurfti t.d. að bíða í tuttugu mínútur eftir að fyrsta greinin gæti hafist, þá voru þeir að ljúka við að merkja leikvanginn, þegar allir áhorfendurnir voru komnir. Síðan voru leikarnir í Helsinki 1952 og var allt annað yfirbragð á þeim og glæsilegra. Þar á eftir komu Rómar- leikarnir sem höfðu mjög hátíðlegt yfirbragð í þessari fornfrægu borg, þar sem þú getur lesið söguna á hverju götuhorni." — Ekki hefur nú alltaf verið jafn ánægjulegt að ferðast erlendis, t.d. þegar þú þurftir að segja frá því þegar ís- lendingar stóðu sig illa? „Það er nú ýmislegt sem kom fyrir í þessum ferðum sem ég reyni að gleyma, eins og t.d. sá frægi fótboltaleikur við Dani þegar íslendingar töpuðu 14:2. Þá má einnig minnast á meðferðina á íþróttamönnunum á Ólympíuleikunum í London, en mikil hitabylgja gekk yfir þegar leikarnir stóðu. Auk þess var lítið að borða, því Bretarnir voru ennþá á skömmtunarfæði. Nuddari liðsins tók upp á því að hita leikmennina upp með því að leggja fjalir yfir baðkar með sjóðandi heitu vatni og lét þá liggja á þessum fjölum og grillaði þá eiginlega. Enda fór það svo að enginn af þessum íþróttamönnum sem kepptu í London voru nálægt því að skila þeim árangri sem þeir annars voru menn til.“ — Getur þú sagt mér eitthvað meira frá þessum fræga leik við Dani? „Það var aldeilis voðalegt, það er langversta verkefni sem ég hef fengið um dagana að lýsa þeim leik. Staðan í hálfleik var 6:0 þegar ég byrjaði á beinni lýsingu. Leikurinn byrjaði á því að Danir skoruðu mörk á fjögurra mínútna fresti og stóð 4:0 eftir korter. I seinni hálfleiknum hafði ég ekki við að telja mörkin. Kunningi minn einn út á landi kom að þar sem verið var að hlusta á lýsinguna og spurði hver staðan væri. Honum var sagt að hún væri 9:1 og þá varð honum að orði: „Þetta er ekki handbolti“. Þetta varsem sagt voðaleg lífsreynsla að segja frá þessu og reyna að gefa einhverja skýringu á hrakförunum. Strax og leiknum var lokið tók ekki betra við, því þá þurfti ég að fara út í út- varpshús, en leikurinn hafði verið tekinn upp á myndseg- ulband fyrir sjónvarpið og ég þurfti að tala inn á bandið eftir leikinn. Það gekk nú sæmilega með fyrri hálfleikinn, þvi ég hafði skrifað niður hjá mér punkta um leikinn. Þegar kom að seinni hálfleiknum hjálpaðist allt að til að gera þetta erfitt og ómögulegt. Tækið bilaði þrisvar sinnum og ég varð alltaf að byrja aftur og loksins þegar þetta var í lagi tæknilega tók ég eftir að ég hafði gleymt einu marki, en ég gat ekki hugsað mér að byrja einu sinni enn og lét það flakka. Fimm klukkutíma tók þessi lýsing og ég var gjör- samlega búinn. Eftir leikinn hitti ég Sigurð Dagsson, sem var varamark- vörður og hann sagði bara: „Guði sé lof að ég var ekki í markinu." Hópurinn bjá á Hótel Evropa og margir þeirra fluttu þaðan út strax daginn eftir vegna þess að starfsfólkið var að hlæja að þeim en strákarnir voru í Kaupmannahöfn fram yfir helgina, því þeir vissu að sýna átti leikinn í íslenska sjónvarpinu. Þeir vildu vera vissir um að búið væri að sýna leikinn þegar þeir kæmu heim svo þeir þyrftu ekki að horfa upp á þetta. Menn voru óskaplega sárir út af þessu, sumir ennþá og þetta á eftir að loða lengi við okkur. Kunningjar mínir meðal danskra fréttamanna kölluðu mig ekki íslending lengi á eftir heldur „14:2“! Ég get líka sagt þér aðra hálfgerða hrakfararsögu sem gerðist í London. Einn fararstjórinn tók að sér að fara með hóp íþróttafólks í skoðunarferð um borgina. Þau fara í neðanjarðarlest hjá Richsmount, þar sem Ólympíuþorpið var. Þau ferðast svo í neðanjarðarlestinni í tvo eða þrjá tíma og voru farin að þekkja aftur stöðvarnar, og það kom á daginn að þau voru í lest sem ók alltaf í hringi. Þegar þau áttuðu sig á þessu var sá tími liðinn sem þau höfðu haft til að skoða borgina, þannig að þau sáu ekkert nema neðan- jarðarlestina og stöðvarnar.“ — Eitthvað hlýtur þér að vera öðru minnisstæðara af íþróttaviðburðum hér heima? „Vissulega, starfsvettvangurinn var jú fyrst og fremst hér heima, þó okkur hafi orðið tíðrætt um leiki og mót erlendis. Ýmislegt er minnisstætt frá landsmótum skíðamanna, sem ég sótti í ein 15 ár samfleytt, oftast norðanlands og vestan, en einnig fyrir sunnan. Þá gerðist margt á landsmótum UMFÍ, sem vert væri að minnast. í fyrstu var ég eini fréttamaðurinn á þessum mótum, en þegar frá leið vaknaði áhugi hjá blöðunum. Þá elti maður fótboltalið um allar jarðir og útvarpaði frá leikjum í öllum landshlutum. Lík- 192 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.