Heima er bezt - 01.06.1981, Page 9

Heima er bezt - 01.06.1981, Page 9
/ útvarpi. . . lega verð ég að láta minningar frá þessu bíða æfisögunnar, en tvennt eftirminnilegt mætti nefna hérna. Á landsmóti skíðamanna á Akureyri 1962 keppti Jónas Ásgeirsson frá Siglufirði i skíðastökki í síðasta sinn á landsmóti, en hann hafði þá um langt árabil verið fremsti stökkvari landsins. Hann sigraði auðvitað á þessu síðasta móti sínu, en varð fyrir því óhappi, eftir að hann lauk síðara stökki sínu, að hendast útí grjóturð og detta og menn ótt- uðust að hann hefði meiðst illa og þustu á staðinn. En Jónasi varð ekki meint af, en fremsti hlutinn af öðru skíði hans kubbaðist frá. Ég bað Jónas að gefa mér brotið til minningar um atvikið, en þeir Siglfirðingar, sem þarna voru, þvertóku fyrir það og sögðu að gripurinn væri betur geymdur á safni á Siglufirði. Árið eftir var landsmótið á Siglufirði. Þegar mótinu var slitið og verðlaun afhent, var ég kallaður uppá pall, og mér afhent að gjöf þetta umrædda brot, áritað hlýlegu ávarpi og eiginhandarundirskrift mótsstjórnarinnar og auðvitað var nafn Jónasar Ásgeirssonar þarna líka. Mér þótti mjög vænt um þessa gjöf og hef varðveitt hana til þessa, og tek þetta skíðabrot framyfir alla þá minjagripi, sem mér voru gefnir á löngum starfsferli í þágu íþróttanna. Hitt atvikið gerðist á landsmóti UMFl að Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu, að ég held árið 1961. Þar var kvöld- vaka á laugardagskvöldi og ég átti að gera klukkustundar útvarpsdagskrá um kvöldvökuna, sem flytja átti daginn eftir. Meðal efnis var málfundur, þar sem fjórir leiðtogar áttu að halda 5 mínútna ræður. Þetta gekk allt að óskum, nema hvað 5 mínútna ræða öðlingsins Sigurðar Greips- sonar varð 40 mínútur. Nær öll nóttin fór í það að stytta þessa ræðu og gera góða 5 mínútna ræðu úr 40 mínútna máli Sigurðar. Þetta hafðist, en Sigurði Greipssyni brá í brún, þegar hann heyrði þessa nýju ræðu sína daginn eftir í útvarpinu, og kallaði mig aldrei annað en galdrakarlinn eftir þetta.“ — Voru Islendingar vel kynntir erlendis? „Já, íslenskir íþróttamenn voru mjög vinsælir víða í Evrópu, sérstaklega frjálsíþróttamennirnir. Einnig fór . . . og sjónvarpi. hróður Alberts Guðmundssonar víða og ég var oft spurður um hann og fleiri s.s. Clausens bræður og Gunnar Huseby. Ég er jafnvel ennþá spurður að því af erlendum starfs- bræðrum hvað þessir menn geri núna. Clausens bræður voru sérstaklega vinsælir erlendis, þó þeir ættu það til að vera svolítið dyntóttir hér heima. Framkoma þeirra á iþróttavelli var ævinlega til mikillar fyrirmyndar og íslandi til sóma.“ — Hvernig líst þér á frammistöðu íslenskra íþrótta- manna erlendis um þessar mundir? „Það er alveg voðalegt að vera að senda menn út sem hafa ekkert i keppinauta sína að gera, eru kannski marga hringi á eftir í langhlaupum. Þetta á að vera jákvæð land- kynning, en ekki að vera að senda þá út bara til þess eins að vera með. Þeir menn eru alveg eins vel geymdir heima. Mér finnst algjörlega út í bláinn að vera að senda stóra hópa á íþróttamót, sem fyrirfram er vitað að hafa ekkert þangað að gera. Þetta er líka vont fyrir íþróttamennina sjálfa og margir hafa hreinlega ekki náð sér eftir áfallið.“ — Hvaða samstarfsmenn eru þér minnisstæðastir hjá Útvarpinu? „Þetta er allt alveg einstakt lið og gott, en minnisstæð- astur er mér sennilega Jón Magnússon fréttastjóri, traust- asti maður sem unnið hefur á fréttastofunni í minni tíð, hörkuduglegur og góður stjórnandi. Hann lést rúmlega sextugur, datt niður við dyrnar á leið í vinnuna í norðan- garra. Sá maður sem ég met þó mest af starfsmönnum útvarpsins er Jónas Þorbergsson, hann hafði sérstakt lag á að fá fólk til að vinna. Hann var maður sem vildi stjórna og láta hlýða sér og þess vegna báru honum ekki allir vel söguna, því hjá útvarpinu hafa alltaf verið stórveldi, bæði í háum og lágum stöðum, sem ekki hafa látið vel að stjórn. Yfirleitt var fólki þó mjög hlýtt til hans, þvi hann lét fólk njóta þess sem það gerði vel. Það leið ekki sá dagur að hann liti ekki inn á allar deildir útvarpsins, sjá hvernig gengi og athuga hvort einhverrar aðstoðar þyrfti með. Honum var bolað frá útvarpinu út af pólitík. Pólitíkusar hafa allta haft Heima er be:l 193

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.