Heima er bezt - 01.06.1981, Síða 11

Heima er bezt - 01.06.1981, Síða 11
Odáðahrauns- vesur hinn fomi ■tvV' .v . ♦ • jfc-4, '&*•*! J*1*’ ’•*' '"■' * »' - *, Eftir Önnu Guðnýju Sigurgeirsdóttur: INNGANGUR Ódáðahraun nefnast öræfin norðan Vatnajökuls á milli Skjálfandafljóts að vestan og Jökulsár á Fjöllum að austan. Norðurmörk þess eru ekki eins glögg, en ekki væri óeðlilegt að telja þau um Mývatnssveit og þjóðleiðina þaðan, austur til Grímsstaða á FjöII- um. Ódáðahraun er líklega eitt af stærstu brunahraunum í Norðurálfu og hefur það til forna verið mjög ókunnugt byggðamönnum, þótt ýmsar tilraunir hafi verið gerðar til þess að rannsaka það. Hraunið er einna há- lendasti öræfakafli á fslandi, gróður- lítið og illt yfirferðar. Um það hafa skapast ýmsar munnmælasögur og menn álitu að þar væru stórar útilegu- mannabyggðir. Útilegumannatrúin mun hafa verið á dálitlum rökum reist, því að vitað er að ýmsir hafa orðið til að flýja í óbyggðir og hafast þar við. Þetta munu aðallega hafa verið menn, sem orðið höfðu brotlegir við lögin og því nauðugur einn kostur að flýja til fjalla. Ýmsir þessara útileguþjófa svo- kölluðu eru þekktir, og má þar minn- ast á Fjalla-Eyvind sem eitthvað mun hafa dvalist í Ódáðahrauni. Fáar skráðar heimildir eru til um ferðir manna um Ódáðahraun fyrr á tímum. Nokkrar frásagnir og munn- mæli munu þó til um fornar leiðir um hraunið, og verður nú gerð grein fyrir nokkru því helsta. Eldri sagnir í Landnámabók er minnst á ferð Gnúpa-Bárðar er bjó á Lundarbrekku í Bárðardal. Þar segir: „Þá markaði hann at veðrum at landviðri váru betri enn hafviðri ok ætlaði af því betri lönd fyri sunnan heiði. Hann sendi sonu sína suðr um gói. Þá fundu þeir góibeitla ok annan gróðr; enn annat vár eftir þá gerði Bárðr kjálka hverju kykkvendi, því er gengt var, ok lét hvat draga sitt fóðr og fjárhlut; hann fór Vonarskarð, þar er síðan heitir Bárðargata; hann nam síðan Fljóts- hverfi ok bjó at Gnúpum; þá var hann kallaðr Gnúpa-Bárðr.“ Líklegt má telja að Bárður hafi farið um Ódáða- hraun vestanvert upp með Skjálf- andafljóti. Vorið 1618 dvaldi Árni sonur Odds biskups, síðar lögmaður, í Danmörku vegna málaferla sem biskup átti í við Herluf Daa hirðstjóra, sem oftast var nefndur „Herlegdáð". Árna var það mikil nauðsyn að ná út til íslands fyrir Alþingi með gögn þau, er hann hafði, en Herluf Daa hafði séð svo fyrir við Verslunarfélagið og skipherra þess, að þeir veittu Áma ekki far á skipum sínum hingað til íslands það vorið. Ámi slapp þó út og var kominn til Vopnafjarðar í þingbyrjun, reið svo þaðan stystu leið þá er hann þekkti, nótt og dag á fjórum sólarhringum til Alþingis og bjargaði málum föður síns. Munnmæli herma að Árni hafi riðið frá Vopnafirði að Brú, efsta bæ á Jökuldal. Líklegt er að hann hafi riðið Vatnajökulsveg svonefndan um Hvannalindir og vestur með norður- brún Vatnajökuls. Um þessar tvær áðurnefndu leiðir um Ódáðahraun hefur lítið verið ritað og raunverulega fátt um þær vitað. Líklegt verður að telja að þær hafi Htt eða sjaldan verið farnar. Um þriðju leiðina, Ódáðahrauns- veg hinn forna eða Biskupaleið, eins og sumir nefna hana, og á að verða aðalumfjöllunarefni frásagnar þess- arar, eru til nokkrar heimildir og munnmæli. í Hrafnkelssögu Freysgoða segir frá Sámi á Leikskálum í Hrafnkelsdal Heima er bezt 195

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.