Heima er bezt - 01.06.1981, Blaðsíða 13
Við svokallaða Oddsvörðu norðan Grafarlanda.
og villtust. Loks komu þeir að litlum
kotbæ og fengu þar gistingu, en bisk-
up „bannaði mönnum sínum að
grennslast um háttu fólksins.“ Daginn
eftir fylgdi bóndi þeim rétta leið yfir
hraunið og Jökulsá. Biskup og bóndi
riðu báðir saman á undan um daginn,
svo að enginn vissi hvað þeirra fór í
millum. Að skilnaði gaf bóndinn
biskupi vænan hest er seinna var
kallaður Biskups-Gráni. Biskup
bannaði síðar að sagt væri margt af
þessu.
Biskup hefði ekki þurft að villast
langt af leið til þess að lenda á efstu
bæjum í Bárðardal. Fylgdarsveinar
hans þóttu oft heldur gemsmiklir og
var því sanngjarnt að hann bæði þá að
hafa sig hæga er þeir kæmu að
ókunnum bæ í öðru biskupsdæmi.
Þessi atburður varð mjög til að auka á
útilegumannatrúna, en á 17. öld hefur
ekki þurft meira en þetta, til þess að
föruneyti biskups héldi. að það væri
komið til útilegumannabyggða eftir
þokudag og villu um öræfin.
Gísli Oddsson biskup (1632-1638)
hóf að rita „Undur íslands" árið 1638.
Víkur hann þar m.a. nokkrum orðum
að stór-ánum norðan lands, og telur
þær „óttaleg fljót, bæði furðulega
straumhörð og uppbólgin af vatns-
magni, svo sem Blanda, Héraðsvötn,
Skjálfandafljót og Jökulsá sem er
langmest fljóta á íslandi því að
stundum er hún yfir tvær eða þrjár
rastir á breidd við fjöllin, og þó að
þetta sé ótrúlegt, þá hef ég að vísu
reynt það ásamt félögum mínum með
ærinni hættu, að svo sé.“ Þó að lýsing
þessi sé stutt, má þó ráða að Gísli
biskup hafi þekkt vel Jökulsá á Fjöll-
um og hafi riðið hana „stundum með
ærinni hættu,“ svo að ljóst er að hann
hefur farið Ódáðahraunsveg oftar en
einu sinni.
Ekkert bendir til að eftirmenn Gísla
hafi farið um Ódáðahraunsveg.
Munu þeir hafa farið Sprengisand og
niður í Bárðardal eða aðrar leiðir.
Síðastur fór leiðina að talið er
Bjarni Oddsson sýslumaður í
Burstarfelli í Vopnafirði 1636, í þeirri
ferð drukknaði af honum maður í
Jökulsá.
Varða.
Á þessum tíma var þjóðinni tekið
að hnigna mjög, og varð þess vart ekki
síst á sviði samgangna og ferðamenn-
ingar. „Sæluhús féllu, vöð týndust og
vörður hrundu, en ekkert var um bætt
eða endurnýjað. Reiðver og annar út-
búnaður til ferðalaga gekk úr sér, en
þekking manna á fjallvegum glatað-
ist. Jafnframt þvarr kjarkur þjóðar-
innar fyrir kúgun og fátækt, en ævin-
týraþrá hennar féll í fjötra hjátrúar og
ótta, svo að slys eða óhapp á fjallveg-
um varð ærin orsök til þess að leið-
irnar legðust af.“ Ódáðahraunsleiðin
varð einn hinna fyrstu fjallvega, $em
týndust. En er ferðir hófust að nýju
um fjallvegi landsins, varð Ódáða-
hraunsleiðin útundan, gleymd og
grafin í tímans sand.
Á síðari hl. 18. aldar vaknar áhugi
á að finna Ódáðahraunsveg á ný.
Jón Árnason sýslumaður á Ingjalds-
hóli ritaði stiptamtmanni árið 1774.
Mestur hluti bréfsins eru hugleiðingar
sýslumanns um hina fornu fjallvegi
austan Sprengisands, og þó aðallega
varðandi leiðir úr Norður-Múlasýslu
suður og vestur. Segir sýslumaður
m.a. í bréfi sínu: „Um leiðina úr Ár-
nessýslu norður Sprengisand til Þing-
eyjarsýslu eru þeir miklu kunnugri,
sem hafa farið hana, svo sem Eiríkur
Hafliðason á Tungufelli í Lundar-
reykjadal í Borgarfirði, en ef til vill
verður torfundin leið um svonefnt
Ódáðahraun, sem liggur að sandinum
norðan megin. Leið sú var farin fyrr-
um. Sennilega mun Jökulsá í Axar-
firði, sem er hættuleg yfirferðar, helsti
þröskuldurinn á þeirri leið. Af Jökul-
dal í Múlaþingi lá til forna fjallvegur
vestur til Árnessýslu og fóru þá leið
sumir lögréttumenn, sem til Alþingis
riðu. Hafa rosknir menn sagt mér að
ferðin til Alþingis hafi ekki tekið
nema þrjá daga. Sú leið liggur fram
hjá fjalli því, sem Herðubreið heitir.“
Nokkur áhugi virðist hafa verið
uppi í Múlasýslu að finna góða leið
þaðan vestur öræfin á Sprengisand.
Til dæmis gerði Hans sýslumaður
Wium út leiðangur í því skyni (líklega
árið 1777) en árangurinn varð minni
en til var ætlast.
Veturinn 1776 samdi general-toll-
kammerið, er fór með mál íslands í
Höfn, frumvarp til nýrra vegalaga, er
Heima er bezt 197