Heima er bezt - 01.06.1981, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.06.1981, Blaðsíða 14
ríkisstjórnin féllst á, og síðar var birt, með konungsbréfi. Margt merkilegt er að finna í lögum þessum. í 7. grein stendur m.a.: „Á öllum hinum lengri fjallvegum, þar sem verulegum vega- bótum verður eigi við komið skal þó til leiðbeiningar ferðamönnum í hríð og dimmviðri hlaða vörður úr stórum steinum svo háar og þéttar, að jafnan sjáist tvær samtímis, enda þótt dimmt sé í lofti. Ennfremur skal sýslumaður gangast fyrir því með bestu manna yfirsýn, að sæluhús séu reist báðum megin við slíka fjallvegi, ef langt er til byggðra býla, þar sem ferðamenn geti leitað hælis að vetrarlagi, er í nauðir rekur. f hús þessi skal flytja nokkurn forða af heyi og eldsneyti úr næstu sveitum gegn því að þeir, sem láta slíkar nauðsynjar í té, fái lítils háttar þóknun frá sérhverjum ferðamanni, sem ferðast á þeim árstíðum er sælu- húsanna er þörf. Þóknun þessa ákveður amtmaður og jafnframt í hvaða mánuðum hún skuli innt af hendi og hverjir skuli hljóta hana, allt eftir nánari ákvörðunum sem stað- hættir og ástæður útheimta.“ Þó að segja megi að hér væri höfðinglega úr hlaði riðið af hálfu stjórnarvalda varð minna úr framkvæmdum. Raunar mun eitthvað hafa verið unnið að vegabótum fyrst í stað, en aðeins inn- an sveitar og vafalaust í smáum stíl. Árið 1776 ríður Pétur Þorsteinsson sýslumaður Sprengisand fram úr Bárðardal. Sextán árum seinna ritaði hann svo um ferð sína: „Almæli er að í suðvestri langt fram frá Mývatni sé forn vegur yfir þann langa og nafn- kennda fjallgarð Ódáðahraun, ruddur og varðaður, sem leiði frá Mývatns- öræfum að austan og vestur á hér um miðjan Sprengisand, og þess vegna eftir afstöðunni hlýtur að vera áður- sagðri vegalengd ef ei betri eður eins góður, þá þó mikið styttri fyrir þing- menn úr Múlasýslu, einkum nær þeir fengi ferjuflutning yfir Jökulsána undan Möðrudal eður framar.“ Eftir för Péturs hyggja Skálholts- biskupar á ferðir um Sprengisand á ný eftir nokkurt hlé. Árið 1779 ríður Hannes bisk. Finnsson þar um. Segir hann svo um ferð sína: „Hinn 28. dag júlí mánaðar 1779 ferðaðist ég frá biskupssetrinu Skálholti um mjög langan og torsóttan veg, kallaðan Sprengisand, sem vegna lengdar sinnar, alls 30-50 mílur, hættulegra áa og 10 mílna langs kafla, þar sem hvergi sést stingandi strá, — var um fjóra áratugi því sem næst aldrei far- inn, en hefur nú hin síðustu ár verið farinn að nýju af fáeinum mönnum.“ í þessari yfirreið sinni reyndi Hannes biskup að verða einhvers vísari um Ódáðahraunsveg. Hann ritaði eftir þessa ferð sína bréf til Stefáns amt- manns 8. maí 1790: „Þegar ég í það sinn var í Austfjörðum (1779) spurðist ég fyrir um þessa vegu þ.e. Ódáða- hraun, en fékk ekkert upplýsanlegt svar. Þá var nýafstaðin tilreynsla sál. sýslumanns Wium að finna upp aftur veg þann er Sámur reið. Var mér for- talið, að sál. sýslumaður hafi fengið með sér 12 menn, en ekkert planlagt til ferðarinnar, þvert á móti nestað sig of vel með áfengum drykk, og hefði því hann og fylgjarar farið víðs og villir vegar, en einskis vísari orðið. Sagt var mér að um Ódáðahraunsveg væri öll von undir því komin, hvort menn fyndu vað ofarlega á Jökulsá í Axarfirði eða ekki, að til forna hefði verið brú undir vatni eður svo kallað mjótt brot, sem menn hefðu yfir farið á hestum, hvert brot nú væri grunur, Varða staðsett. hvort óskert væri, eða hvort það væri finnanlegt..“ Árið 1787 skrifar Stefán amtmaður Þórarinsson á Möðruvöllum i Hörg- árdal, rentukammerinu og segir þar að af þeim 300 ríkisdölum sem veittir hafi verið til að endurreisa eyðibýli i Norðursýslu, séu enn óeyddir 49 rd., sem ekki þurfi að nota til þess. Amt- maður fer fram á að hann fái leyfi til að ráðstafa þessari fjárhæð, og segir það muni koma almenningi að sem bestum notum, að verja henni til að leita að hinum týnda, en mjög stutta vegi, sem fornar sögur segja að legið hafi yfir hin víðáttumiklu öræfi á milli Suðurlands og Múlasýslu, og þeir er bjuggu í Múlasýslu hafi farið þessa leið árlega fyrr á öldum þegar þeir riðu til Alþingis. Nú er þessi vegur löngu aflagður og týndur, og þess vegna verði þeir sem ætla til Suður- lands og ferðast að austan, að fylgja byggðum annaðhvort að sunnan eða norðanverðu, og sú ferð taki að sum- arlagi a.m.k. 14 daga til Þingvalla og einum degi lengur til Bessastaða. Ef mögulegt væri að finna þennan beina og stutta öræfaveg, yrði líklega hægt að komast þá leið úr Múlasýslu til Þingvalla á 7-8 dögum, og skorar amtmaður á stjórnarráðið að sjá hversu mikill ávinningur það gæti orðið samgöngumálum almennings og embættislegum yfirreiðum ef veg- urinn fyndist, og fært reyndist að hefja ferðir um hann að nýju. Amt- maður segist mjög oft hafa hugsað þessi mál, og þá sérstaklega í tilefni af erindisbréfi Landsnefndar 1770 og oftast litið svo á að það tækist að finna veginn. Og í austurför sinni þá um sumarið hefði það álit styrkst. Bændur á Fjöllum höfðu einnig verið sam- mála um, að auðvelt mundi að finna hinn forna veg og sumir þeirra höfðu verðið fúsir að freista þess að finna hinn forna Ódáðahraunsveg. Þann 30. mars árið 1790 svarar stjórnin amtmanni og samþykkir til- lögur hans um að leita að hinum týnda vegi, og skildi sú leit hefjast á sumri komanda. Bréf stjórnarinnar barst amtmanni svo seint að fresta varð framkvæmdum það sumarið. Vorið 1791 hefst leit Bjarna Jóns- sonar hreppstjóra á Draflastöðum í 198 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.