Heima er bezt - 01.06.1981, Side 15

Heima er bezt - 01.06.1981, Side 15
L\>íell Inn á þetta landakort hafa vörðurnar á Ódáðahraunsvegi hinum forna verið merklar inná. Hver punktur táknar eina vörðu. Birt með leyfi Landmœlinga íst. Fnjóskadal að undirlagi Stefáns amt- manns. Amtmaður samdi ýtarlegt erindisbréf handa Bjarna og þykir þáð lýsa vel hug hans til máls þess og hve mikið far hann gerði sér um að veg- arleitin heppnaðist. Þann 29. júní hófst leit Bjarna, fór hann að Hall- dórsstöðum í Bárðardal og áði þar. Næsta dag fór hann fram á Fljótsdal og þar yfir fljótið á Hrafnabjörgum, reið hann svo fram að Sandá norðan við Króksdal. Fór hann svo austur með Sandá og fór þá yfir fjóra dali og hét sá síðasti Kolmúladalur og er þá fljótlega komið að Ódáðahrauni. Er komið var í hraunið fór Bjarni að leita að vörðum og ruddum vegum og fann þar lítið vörðubrot sem líklega hefur verið velt saman af gangnamönnum úr Mývatnssveit. Reið hann nú yfir hraunið og stefndi austur að fjallshala sem liggur norður úr Dyngjufjöllum. Þaðan reið hann graslausa mela og hraun austur til Herðibreiðar og Jök- ulsár. Leitaði hann nú að vöðum á ánni en fann hvergi. Reið hann því næst að Reykjahlíð og þaðan austur í Grímsstaði og Möðrudal að leita hests er hann missti austur yfir ána þegar hann leitaði vaða á henni norður af Herðubreið. Heim í Draflastaði kem- ur hann 16. júlí. En 13. september sama ár hóf hann leit að nýju. Reið þá að Lundarbrekku í Bárðardal og þaðan fram að Svart- árkoti og austur á fjöll. Kom hann að Suðurá, þaðan lagði hann á hraunið og fann nokkur vörðubrot. Er hann kom á móts við austari endann á Blá- fjalli varð sandrok svo mikið að ei sá neitt. Leitaði hann á þessum slóðum tvo næstu daga en varð þá frá að hverfa vegna hins stöðuga sandroks. Lauk þar með leit Bjarna hreppstjóra án verulegs árangurs. Ferðir Péturs Þorsteinssonar sýslu- manns og Bjarna hreppstjóra mörk- uðu þáttaskil í rannsókn Ódáða- hrauns. Það leið þó hálfur fjórði ára- tugur þar sem ekkert gerðist. Það var ekki fyrr en á fjórða tug 19. aldarinnar að fyrstu tilraunir voru gerðar til að lyfta hulunni af þessum víðlendu gróðursnauðu og ógreiðfæru öræfum. Um aldamótin átján hundruð tóku menn í' sveitum, er voru nálægt Ódáðahrauni, að fara lengra inn á Heima er bezt 199

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.