Heima er bezt - 01.06.1981, Page 16

Heima er bezt - 01.06.1981, Page 16
Báðar myndirnar á þessari síðu eru af „Brœðraklifi“, einstigi á vesturbarmi Hafragjár. suður og vestur yfir Dyngjufjöll. Þeg- ar þeir voru komnir að lækjardrögum sem frá fjöllum falla austan við Dyngjufjöll skiptu þeir liði og fóru þá tveir suður í Vaðöldu og svo niður með Jökulsá, en þrír yfir Dyngjufjöll ytri og á Heilagsdal, og þaðan gamla brennisteinsveginn frá Fremrinámum og til byggða. Þessi ferð var athyglisverð af ýms- um ástæðum. Hún ber glöggt vitni um útilegumannatrúna, sem var svo rík, að þrátt fyrir það að þeir félagar yrðu einskis vísari, þá er sagt, að Tómas á Kálfaströnd hafi verið jafntrúaður á tilveru útilegumanna eftir sem áður, og um ferðina sköpuðust þjóðsögur. Hún sýnir einnig framtak og röskleik Mývetninga, sem með henni reyna að lyfta hulunni og fá staðfesta eða kveðna niður útilegumannatrúna, sem um langt skeið hafði fælt menn frá því að skyggnast nokkuð um þessi ógreiðfæru öræfi, og sem olli því að menn voguðu sér trauðla í fjárleitir nema mjög skammt frá byggð. Um ferð þessa varð til eftirfarandi vísa: Mývatn horsku hetjurnar herja fóru í Dyngjufjöll sverð og byssu sérhver bar, að sækja fé og vinna tröll. Yngri sagnir Segja má að viss þáttaskil hafi orðið í leit að Ódáðahraunsvegi þegar Þor- valdur Thoroddsen byrjaði rann- róknir sínar á landi og þjóð. Þorvaldur ferðaðist um Ódáða- hraun árið 1884 og fann hann þá nokkur vörðubrot í vestur frá Ferju- fjalli. Hann reið vestur með vörðum þessum og stefndi á norðurenda Herðubreiðarfjalla. Á austasta hala fjallanna er skarð og var farið þar í gegn. En austan við það voru slæm hraun og mikið af sprungum, en komst hann þó klakklaust yfir þær. Á einum sprungubarminum var varða og vestan við skarðið var önnur. í skarðinu voru nýleg hraun og úfin, höfðu þau komið úr gígnum milli fjalla-rananna. Var þá komið að gif- urlegum gjábarmi. Gengu þar tvær gjábrúnir frá suðri til norðurs með breiðri niðursokkinni landspildu í milli. Gjábarmar voru 13-50 m á hæð og jarðfallið nærri 2 km á breidd og trúlega 15 km á lengd. Segist Þor- valdur hvergi hafa séð gjár á íslandi er jafnast geti við þessar, nema Al- öræfin en áður hefði þekkst. Sigurður Gunnarsson prestur á Hallormsstað segir, að það hafi þótt mikil dirfska, er Jón, Þorlákur og Ólafur er nefndir voru Fjallabræður hafi gengið lengra inn á óbyggðir en nokkrir aðrir höfðu gert, og hefðu þeir fundið þar haga. Um þetta hafa skapast útilegu- mannasögur og dylgjur. Ferð Fjalla- bræðra er talin hafa verið farin í byrjun 19. aldar. Árið 1830 gerðist það að fimm Mý- vetningar vopnaðir byssum og sveðj- um halda á Ódáðahraun í leit að úti- legumannabyggðum. Þátttakendur í þessari för voru Sigurður Jónsson b. á Gautlöndum, faðir Jóns forseta Al- þingis og var hann foringi ferðarinnar, Jónas bóndi Jónsson á Grænavatni, röskleikamaður og besta skytta og Tómas Jónsson frá Kálfaströnd, af- burða kraftamaður. Einn var Jón Jónsson, vaskur maður, en fimmti maður hefur ekki verið nafngreindur. Fyrst var ferðinni heitið að Dyngju- fjöllum, því að oft höfðu sést þar reykir, og menn héldu þar vera aðset- ur útilegumanna. Fyrstu nóttina voru þeir í Suðurárbotnum og riðu þaðan 200 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.