Heima er bezt - 01.06.1981, Qupperneq 20

Heima er bezt - 01.06.1981, Qupperneq 20
mér vitanlega ekki um annan aftöku- stað en við Klofasteina. Að endingu vildi ég biðja þá, sem þetta lesa og eiga Lýsingu Eyjafjarðar að skrifa leiðréttingu í bækur sínar. Steindór Steindórsson, frá Hlöðum. r •H* Sigtrvggur Símonarson höfandur vís- unnar hér að neðan og Ijóðsins til hlið- ar. Klofasteinar (Bræður) Á ferð til aftökustaðar Kálfagerðis- bræðra og Bjarna frá Helgastöðum, 22/8 1980, með Steindóri Steindórs- syni, fyrrv. skólameistara, Ólafi Kristjánssyni, frá Hraungerði og Gilsbakkahjónum, Jóhannesi Jakobssyni og Guðrúnu Kjartans- dóttur, ásamt Þresti litla, dóttursyni þeirra. Billinn greiðan brunar veg blindri orku hlaðinn. En með Steindór ætla ég aftöku á staðinn. Kálfagerðisbrœður / sálum rikti svartamyrkur átjándu á öld — Margt er mannlífssárið — Þar hafði löngum fátœkt og dauði dagleg völd. Drjúgt var heimskufárið. Hvað dugði kristin kenning, já hvar var Drottins hlíf? — Margt er mannlífssárið — Ráðvendni og mannúð par örðugt áttu líf. Illt var glcepafárið. Kálfagerðisbrœðranna kunn er saga þjóð. — Mörg eru mannlífssárin — Fyrir fáviskunnar afglöp þeir allt sitt létu blóð. Urg eru harmatárin. Þeir viskusmáir voru, svo virða sagnagögn. — Margt er mannlífssárið — Frá móðurbrjósti drukku þeir í sig, ögn fyrir ögn, allífs hatursfárið. Það synd var mest, í bernsku, þeim sýnd ei rétt var leið. — Margt er mannlífssárið — Bróður sinn þeir myrtu og böðulshöggin greið þeim birtu líftjónsfárið. Þeir glœpaferil gengu og grimmt þeim lífið var. — Margt er mannlífssárið — Enginn þeim til lífsvöndunar bendingu þar bar. Beiskt er sorgar tárið. En móðir þeirra brœðra þá kynning síðar gaf: — Margt er mannlífssárið — „Ég er móðir brœðranna sem voru teknir af í hrauninu — hérna um árið“. Hver skilur fyrri árhundraða huga dularhjúp? — Margt er mannlífssárið — Hver skildi móðurhjartans sára sorgardjúp? Salt er syndar tárið. A Imenningur dæmir, já dæmir kalt og hart — Margt er mannlífssárið — En hatursdómar lífið ei gera glatt né bjart. Sem gall er hatursfárið. Sigtr. Símonarson. J 204 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.