Heima er bezt - 01.06.1981, Page 23

Heima er bezt - 01.06.1981, Page 23
Árnesinga tekur við flutningunum fyrir Mjólkurbú Flóamanna, bæði suður og að búinu, undir stjórn Helga Ágústssonar. Bílar kaupfélagsins flytja vörur kaupfélagsins til bænd- anna og mjólkina til mjólkurbúsins. Þetta eru þær samræmdu aðgerðir, sem best hafa gefist til að byggja upp þetta hérað. og líklega eitt hið full- komnasta þjónustufyrirtæki sem stofnað hefur verið til, allt til þess að fullur aðskilnaður varð í flutninga- málum þessara merku stofnana. Þetta var undirstaðan. Og engum vafa undirorpið að þessar samræmdu að- gerðir flýttu fyrir, og ýttu á eftir vega- framkvæmdum í héraðinu. Hjá þessum samvinnufélögum er ég suðurferðamaður næstu tvö árin, frá 1. maí 1931 til vorsins 1933. Þá hætti ég að vinna hjá Kaupfélagi Ár- nesinga, sem fastráðinn starfsmaður, af heilsufarsástæðum. Eiginlega var ég eins og maðurinn sagði: „Ég þorði ekki að lána þér peninga, ég hélt þú dræpist á morgun eða í síðasta lagi hinn daginn.“ Þetta er grínsaga en hún er sönn. Þá eru góð ráð dýr. Bú- inn að stofna heimili, gifti mig 19. des. 1931. Kona min Guðrún, dóttir Jóns hafnsögumanns á Eyrarbakka Sig- urðssonar. Guðrún hafði lengi starfað við landssímann á Selfossi. Faðir Guðrúnar var hafnsögumaður á Eyr- arbakka yfir 40 ár. Fyrstu hjóna- bandsmánuði okkar bjuggum við í húsi sem heitir Ingólfur, og Guðlaug- ur í Tryggvaskála átti. Núna heyrum við talað um Odds- byl, stórhríðarbyl úti á Selfossi. Um bylinn hefur verið getið á prenti. Enn þá vitna ég í Egil. „Nú, hvern djöful- inn á að láta manninn gera?“ Það var ég, liðónýtur og þetta var Egill. „Þú verður að taka hann Jón. Seldu hon- um bílinn þinn og taktu hann í vega- vinnu“. „Já, ef þú ábyrgist greiðsluna fyrir bílinn“, svarar Jón Ingvarsson. Og með það fór ég í vegavinnu hjá Jóni og var hjá honum í sex ár. Bjarg- aði heilsu minni og vann fyrir mér. Þarna má sjá, að það er ekkert verið að „fínisera“ þetta, en báðir voru góðir. Ég verð líka að vitna það um vin minn Jón sáluga Ingvarsson. Hann Jón Ingvarsson vegaverkstjóri, Núpi, Selfossi. var alltaf svona, lenti einhver í erfið- leikum og ef að Jón gat hjálpað, þá gerði hann það. Þessir menn eiga það báðir skilið að þeirra sé minnst. Þetta bjargaði heilsu minni, þetta var svo hægt, viðbrigðin svo mikil. Mér fannst þetta engin vinna, að vera í vegavinnu. Það var enginn vinna miðað við það sem ég var vanur. Að vrnna frá sjö til sjö var engin vinna. í þessari vegavinnu er ég til ársins 1939. Þá kaupi ég mér nýjan bíl. Fyrir hálfgerð mistök kom lengri gerðin af Chevrolet. Og var þá of stór fyrir vegavinnu, hvergi hægt að snúa bíln- um við, en var 2‘Æ tonn. Það voru stærstu bílar þá, fyrir utan bíla til einhverra sérþarfa. Þegar ég fékk þann bíl, var ég orðinn fjandi brattur. Byrja aftur upp á nýtt, á mínum fyrri atvinnuvegi og sömu andskotans vit- leysunni að vaka bæði haust og vor- vertíðir. Mikið af þeirri vinnu var á snærum Kaupfélags Árnesinga, yfirleitt, get ég sagt það. Á þessum árum fer ýmislegt að breytast. Til dæmis er farið að flytja sláturfé á bilum og fékk ég þá oft túra hjá kaupfélaginu. Þá er byrjað á sumarslátrun og þá er það Helgi Ágústsson, sem biður mig um að fara eitthvað og eitthvað, að sækja lömb. Eftir það sumar get ég varla sagt að ég hafi haft fría stund og að sofa út kom aldrei til greina. Mátti helst aldrei vera að því að koma heim. Helgi var kominn áður og ef hann náði ekki í mig voru skilaboðin heima. Og ef að ég komst heim og var sofn- aður, kom Helgi oft og vakti mig upp, svona var gangurinn í þessu. í þessum flutningum voru tiltölulega fáir hér, og ég með nýjan bíl. En svo kemur stríðið og þá á ég þennan bíl. Að lokum komst ég upp í það að eiga fimm bíla. Það er endir- inn. 8 Þegar saga mín er öll og ég fer út úr þessu, þá finnst mér skemmtilegasti þátturinn í þeirri sögu stofnun Kaup- félags Árnesinga, það er héraðssögu- legur viðburður. í raun ekki minni né ómerkari en stofnun Mjólkurbús Flóamanna. Það eru þrír atburðir, þrír hlekkir, sem gerast er ég tel einna merkilegasta fyrir þetta hérað. Fyrst áveiturnar, Skeiða og Flóa, sem skapa grundvöll fyrir stofnun Mjólkurbús Flóamanna, sem gerir það aftur að verkum, að það opnast möguleiki til að koma saman verslunarfyrirtæki og gera verslunina „innlenda“ austan Hellisheiðar. Það er engu líkara en forlögin spinni þarna sinn örlagavef, er verður þess valdandi að ungur maður hindrast á leið og sest um kyrrt í sunnlensku héraði. Og verður sá sterki maður, sem ber gæfu til að tengja saman þessa hlekki. Sveigja þá í átt til samvinnu og sameiginlegs átaks. Sá sterki maður er Egill Thor- arensen í Sigtúnum. Til að skapa héraðssögu, þarf vissar aðstæður, það var Agli ljóst. „En fyrst er að hafa mennina með sér,“ segir Egill, og þá er búið að ákveða stofnun Kaupfélags Árnesinga. „Og það er um. að gera að framkvæma þetta á meðan að maður hefur mennina með sér“, bætir hann við. Það þurfti mik- inn kjark til að stofna Kaupfélag Árnesinga ofaní allt það sem fyrir var. Þegar það kemur svo í ljós að það er stærsti kaupmaðurinn ' austanfjalls, sem að þessu stendur, snúast stéttar- bræður og pólitískir flokksmenn gegn honum. Því Egill var Sjálfstæðismað- ur, meira að segja formaður í flokki. Þeir bera honum það á brýn að hann sitji á svikráðum við þá og geri þetta í Heima er bezt 207

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.