Heima er bezt - 01.06.1981, Page 26

Heima er bezt - 01.06.1981, Page 26
PÁLÍNA Það var einu sinni kerling og hún hét Pálína, Pálína-na-na, Pála Pála Pálína. Það eina sem hún átti var saumamaskína, maskína-na-na, sauma saumamaskína. Og kerlingin var lofuð og hann hét Jósafat, Jósafat-fat-fat Jósa Jósa Jósafat. En hann var voða heimskur og hún var apparat, apparat-rat-rat, appa appa apparat. Hann átti gamlan kútter og hann hét Gamli Larz, Gamli Larz, Larz, Larz Gamli, Gamli, Gamli Larz. Hann erfði hana frá mútter og hún var voða skass voða skass, skass, skass, voða voða voða skass. Svo hripaði hann línu til hennar Pálínu, Pálínu-nu-nu Pálu Pálu Pálínu. Og bauð henni út á Larz með sína saumamaskínu Maskínu-nu-nu sauma saummaskínu. Svo sigldu þau á blússi út á hið bláa haf, bláa haf haf haf bláa bláa bláa haf. Svo rákust þau á blindsker og allt ætlaði í kaf allt í kaf kaf kaf, allt í bóla bóla kaf. Og Jósafat hann æpti: við höfum okkur fest höfum fest fest fest, höfum höfum okkur fest. Ég held ég verði að kasta minni balla balla lest, ballalest-lest-lest, balla balla ballalest. Það fyrsta sem hann kastaði var saumamaskína, maskína-na-na, sauma-saumamaskina. Á eftir fór í hafið hans kæra Pálína, Pálína-na-na, Pála Pála Pálína. Fleiri ljóð birtast þá ekki að sinni. — Kær kveðja. E. E. 17. Landsmót U ngmennafélags íslands Dagana 10.—12. júlí sl. var Landsmót Ungmennafélags íslands haldið á Akureyri. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir setti mótið og er mvndin hér tekin við það tœkifœri. Fatlað fólk tók ífvrsta skipti þátt í Landsmóti að þessu sinni og hér er svipntvnd frá keppni i bogfimi fatlaðra. 210 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.