Heima er bezt - 01.06.1981, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.06.1981, Blaðsíða 28
inn, ýsan, upsinn og hrognkelsin koma alveg upp að klett- unum. Ekki þarf annað en standa fram á klamparbrúninni og renna færinu og strax er fiskur fyrir. í þessum klömpum er eitt, ákaflega stórt, tröllaspor, far eftir svo ógurlega stóran tröllsfót. Tröllið hefur víst verið berfætt eða í mjög snöggfelldum sokkum og aðskornum, því að farið er svo greinilegt. Það mótar nákvæmlega fyrir tánum, táberginu, iljinni, jarkanum og hælnum í sporinu, — segir karlinn. Það er full alin á lengd, um hálf alin á breidd og allt að því kvartéls djúpt. Þegar tröllið steig þarna, er engu líkara en það hafi stigið í mjúkan snjó. Og sporið er þarna enn í dag, sagði gamli maðurinn, til sýnis hverjum, sem vill hafa fyrir að skoða það. Beint á móti þessum klömpum er há og löng fjallshlíð með himingnæfandi þilhamrabrún, en þangað er yfir sjó að fara frá klömpunum og vegalengdin nálega þriggja stundarfjórðunga róður á áraskipi. Og nú stóð tröllið þarna á klöppinni, í þessu spori. Hinn fóturinn var langt uppi í hlíð, fyrir ofan bæinn Vík, ef það hefur þá verið þar nokkur bær. En tröllið hafði hvílt sig á fjallsbrúninni fram af dalnum þar. Þegar tröllið stóð upp, var komin stór skál í fjallsbrúnina, far eftir botninn á tröll- inu. Nú stóð tröllið á fyrrnefndri klöpp með annan fótinn og ákaflega gleitt, því að hinn fóturinn var uppi við fjallsrætur. Tröllið hugsaði sig um, því að löng var gangan inn fyrir þennan stóra flóa. Út í botninn á flóa þessum skagar ákaf- lega hár núpur, og virðist bergið í þeim núp vera ævagam- alt og hart. Svo hélt tröllið að minnsta kosti, en vildi þó vita vissu sína. Það seildist því með hægri hendinni í núpinn, þuklaði hann og rispaði með nöglinni á vísifingri þræðing í berglögin, svo sem tuttugu faðma frá sjó. Þetta er örmjór þræðingur og kölluð Vogshilla eða eitthvað í þá áttina. Tröllið hristi ógurlegan hausinn og hárlubbann og leizt ekki á núpinn, en ákvað að stíga yfir flóamynnið, þótt breitt væri, kippti að sér fætinum ofan úr fjallshlíðinni og miðaði tánum á fjallsræturnar hinum megin sundsins. En tröllið varð of skrefstutt. Fóturinn small í sjóinn um tvö hundruð faðma frá landi. Riðaði tröllið þá við. tók á því, sem það átti til, og það var ekki svo lítið, fleygði sér flötu ífram, bylti sér við, og stóð það heima, að gumpurinn á því nam við fjallsbrúnina. Þarna settist það og dæsti. Þegar það stóð upp, var þarna eftir grunn flöt skál í burst fjallsins. Hún er alltaf full af snjó langt fram á sumar og sést langt utan af hafi. Sjómenn hafa haft hana fyrir fiskimið frá landnámstíð." Þessa sögu gamla mannsins sagði leiksystir mín mér skellihlæjandi, hoppaði um og dásamaði gamla manninn og sagðist alltaf ætla að kalla klappirnar klampir. Svo héldum við niður á klampir, veiddum smásíli. tínd- um skeljar, fórum í þörungaleik, höfrungaleik og skessu- leik, þegar fleiri krakkar bættust í hópinn. 6. í hjásetunni Ég var kominn langt á 11. árið og hafði verið smali á þrem ágætum sveitaheimilum áður, þar sem allir — eða næstum allir — höfðu verið mér einstaklega góðir. Nú var ég því orðinn maður með mönnum. Það þurfti ekki að binda mig í hnakkinn með treflum eins og um kveldið, er ég lagði af stað í smalavistina forðum. Þegar mig tók að syfja nóttina þá, snaraðist ég vitaskuld um þverbak og hafnaði undir kvið á reiðskjótanum. Þar hékk ég ein- staklega notalega, þangað til blessaður húsbóndinn tók eftir mér og seildist til mín með hendinni og kom mér á réttan kjöl, hughreysti mig og gaf mér sykurmola. Nú var ég orðinn veraldarvanur, átti að sitja ær á höf- uðbóli einu, moka fjósið undan tólf nautgripum eða fleiri, en auk þess átti ég að fá að slá, raka, bera ofan af og fara með heyband. Þarna bjuggu tveir búhöldar og ég átti að vera beggja smali. Mér þótti lakast, að fuglavertíðinni var ekki lokið. en þetta hefur vist verið í síðari hluta maí. Hins vegar var notalegt að hugsa til þess, að ég átti að fá að vera fram yfir göngur og fá 36 krónur í kaup yfir tímann. Það var mikið fé, enda var ráðizt í að sauma á mig ný strigaföt. Það var eitt kvöld á góunni, að mig minnir. að mamma kom eitthvað að framan, en pabbi sat á rúmi sínu og var að skera í nefið, Brödrene Braun. „Nú, þú ert þá hérna,“ sagði mamma hissa. „Ég heyrði ekki betur en þú værir úti á hlaði að tala við einhvern um að lána Munda litla fyrir smala í sumar. Það voru meiri hrókaræðurnar." „Þetta hefur verið hann Runólfur í Síðumúla,“ anzaði pabbi, „og þarna er honum rétt lýst. Hann hefur hljóð úr hverjum manni. Við ræddum þetta í morgun, og nú hefur hann verið að herma eftir mér. Hann ætlar að gista hér í nótt.“ Litlu síðar gekk Runólfur til baðstofu. Ég man, að ég las föstuhugvekjuna þetta kvöld og Run- ólfur söng. Ég gleymi aldrei, hve röddin var mikil og hljómfögur. Runólfur var líka bæði forsöngvari og orgel- leikari við kirkju sína. Um kvöldið háttaði Runólfur í rúmið móti pabba. Þeir borðuðu kjöt og kjötsúpu með gulrófum, eftir að þeir voru háttaðir og skröfuðu margt. Raddir lands úr öllum áttum ómuðu í eyrum mér fram eftir allri nóttu. Mikið dáði ég Runólf og mikið hlakkaði ég til að vera smali hjá slíkum manni. Sól og sumar. — Þetta hafði gengið ágætlega hjá mér allt vorið í Síðu- múla. Nú hafði ég setið ærnar, talsvert á annað hundrað, í hálfan mánuð, allt gengið eins og í sögu til þessa, en brátt lenti ég í eftirminnilegu ævintýri. 212 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.