Heima er bezt - 01.06.1981, Síða 29

Heima er bezt - 01.06.1981, Síða 29
Ég hafði smalað þenna morgun út um alla Veggi, mokað fjósið, — og nú stóð ég á kvíaveggnum og flutti afar mergjaða og fagra ræðu yfir mjaltakonunum. Að henni lokinni teygaði ég spenvolga sauðamjólkina úr þriggja pela flösku. Það lá þá í loftinu — og fólk var sannfært um — að nýmjólkin væri hollust, ef hún væri mjólkuð í flösku og drukkin, áður en loft kæmist að henni. Þetta létu þær mæðgur, Helgurnar, eftir mér eins og annað. Ég fékk tvær sauðamjólkurflöskur á hverjum morgni. Úr annarri drakk ég á kvíaveggnum að aflokinni ræðu, sem ég venjulegast flutti blaðalaust, en hina hafði ég með mér í hjásetuna. Mér fór líka alveg ótrúlega fram þarna. En sú framför var á þá lund, að ég lengdist svo að furðu gegndi og varð allvel liðtækur að jöfnum aldri. Nú hefði ég getað glatt minn góða vin ívar á Snældubeinsstöðum, með því að vippa upp votabandspinkli, enda nýorðinn tólf ára. Hjá ívari og Rósu konu hans var ég sumarið áður og gleymi aldrei, hve góð þau voru mér. „Ertu ekki syfjaður, Mundi?“ spurði Sigurlaug mjalta- kona. „Þetta er enginn svefn. Ég tek nærri mér að vekja þig kl. 5 á hverjum morgni, hvernig sem viðrar, til að smala. Og svo verðurðu að moka þetta líka litla fjós og bera út mykj- una. Svo plagar nautið þig, var víst nærri búið að drepa þig í gærkveldi.“ „Salómon ætlar nú að láta Jón gamla svæfa það í dag,“ svaraði ég, og var hinn roggnasti. Satt að segja var mér ekki um bola, og átti ég fullt í fangi að koma honum inn kvöldið áður. Salómon hafði séð aðganginn og ákveðið að eiga ekkert á hættu. Var ég syfjaður — eða aðeins latur, af því að þar var mikið sólfar og heitt í veðri? Það var dálítið lýjandi að rölta með ærhópinn upp fjallið, en einstaklega notalegt að leggjast á sólbakaða klöppina, er upp var komið, og kasta mæðinni. Blikandi heiðatjarnir með brúnklukkum og alls konar dásemdum buðu mig velkominn. En hvar voru þeir félagar mínir, Halldór frá Ásbjarnarstöðum og Óli á Fróðastöðum, tveir seigir, sem kunnu nöfnin á hverjum einasta tindi í fjallavarðasveitinni, fram á yztu nes og upp til jökla? Skyldu þeir ekki koma með skjáturnar sínar í dag? Þenna rétt þokkalega hóp — um 400 fjár — sem fylltu sáina húsmæðranna skyri og smjörkisturnar ilmandi smjöri, auk þess sem smjörslöttólfar iðkuðu sund í sýrusáunum. Nei, þessir öfundsverðu rollurektorar ætluðu ekki að láta sjá sig í hjásetunni hjá mér í dag. Þeir þekktu hverja einustu kind, ég held jafnvel á klaufunum, og varð engin skota- skuld úr að ganga sínar ær úr öllu safninu að kveldi. Þeir vissu líka af þessu, stóðu þarna spekingslegir í hópnum, rauluðu vísur eins og ekki væri og kölluðu svo: „Svona, skessurnar ykkar, reynið að fara að koma vkkur í háttinn!“ Og ærnar hlýddu, hnybbuðu mínar ær í kveðjuskyni, ráku í þær hausinn, tóku hliðarhopp. Mér miklaðist alltaf sauðfræði þeirra félaga. Þeir voru á mínum aldri, og ég átti alls kostar við þá í tuski og allsendis fráleitt að fá þá til að svamla í tjörnunum. sem ég buslaði löngum í. Ég var mikill fyrir mér á daginn, en þetta var viðkvæðið á kvöldin: „Jæja, Mundatetur, þarna hefur þú þá ærnar þínar með tölu. Reyndu að týna ekki af þeim á heimleiðinni!“ „Miklir montingarðar eru þessir strákar,“ hugsaði ég. Ég þóttist fullviss um, að ég yrði einn í hjásetunni þennan daginn eins og stundum áður, þegar þeir héldu hjörðum sínum annars staðar. En ég þóttist sjá ráð við einverunni. Fallegur var Kjarardalur, Laxáin og seljatúnin i sólskini og sumardýrð. Strákarnir skyldu þó aldrei hafa álpazt með ærnar yfir í Selstún í Kjarardal? óraleið. Ég var bæði syfjaður og þreyttur, þótt ég vildi ekki láta bera á því á kvíaveggnum. Mig langaði með ærnar fram í Sel í Kjarardal, en ég nennti því ekki í sólheitri blíðunni. Ég varð þá að minnsta kosti að fá mér bað í tjörninni fyrst. Þegar ég hafði klætt mig aftur, leit ég yfir ærhópinn. Þær dreifðu sér þarna um hagana einstaklega rólegar og sak- leysislegar. Mér fannst því rétt að huga að malnum mínum. Hvað skyldi blessunin hún Helga gamla hafa látið í skjóð- una? Fyrst dró ég upp sauðamjólkurflöskuna, síðan vorýsu- part, ostbita, tvær glóðarkökur, tvö hænuegg, fullá smjör- öskju og stærðar kjötbita. Ég hafði sannarlega nóg að dunda við. Lystugt fannst mér reyndar ekki kjötið. Það var blágrænt og geislandi í sárið. Ólukkans gikkurinn. Svona var að vera alinn. Ég gekk skipulega að mat mínum, hám- aði í mig og dvaldist lengi við það, borðaði meðfram af leiðindum, saknaði þess að hafa engan til að tuskast við, engan til að skanderast við. Ég stóð á blístri, hallaði mér aftur á bak á sólbakaðri klöppinni og hugsaði ráð mitt. Allt svaf, jafnvel grasið virtist dotta. Ærnar sváfu — eða þóttust sofa. Já, hvað átti ég að gera mér til gamans, bókarlaus, langþreyttur, sprengsaddur í sólheitri blíðu uppi á reginfjöllum. Hugur- inn reikaði heim — til mömmu minnar. Hún hafði talað margt fallegt við drenginn sinn og áminnt hann um að biðja guð. Stundum hefur það líklega lent í útideyfu. Nú voru tök á að bæta úr því. — Ég sofnaði út frá þv.í að lesa bænirnar mínar. Sólin brann og ljómaði. Stillilogn. Drengurinn svaf í andvaraleysi. Sauðkindin er ekki eins heimsk og margur hyggur. Þess galt ég að þessu sinni og oftar. Ég þóttist svo sem fara nærri um, hvað gerst hafði, eftir að ég sofnaði. Fyrst mun fjalla- fálan hún Bílda gamla hafa áttað sig á, hvernig komið var fyrir mér, staðið upp hægt og letilega og teygt sig alla og sveigt, — gefið smala auga um leið, hugsað: „Sér er nú hver trúmennskan. Hann steinsefur til kvölds, strákurinn. Nú er tækifærið að rölta fram í Sel. Og skyldi okkur ekki smakkast selstaðan, dálítið annað en fífubrokið og finnungurinn hér!“ Bílda jarmaði laumulega: „Ég er að hugsa um að bregða mér fram í Sel. Ætlið þið ekki að verða með, madömur góðar? Strákurinn vaknar ekki fyrr en í nótt.“ Heima er bezt 213

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.