Heima er bezt - 01.06.1981, Síða 33

Heima er bezt - 01.06.1981, Síða 33
Gott tillag til þjóðlegs fróðleiks Bjöm J. Blöndal: Sagnir og sögur. Rvík 1980. Setberg. Hér hefir Björn loksins leyst frá skjóðunni og leyft lesendum að skyggnast nokkuð um þann fróðleik, sem hann á í fórum sínum og safnast hefir við eftirtekt og at- hygli á langri æfi. Bókin skiptist í þrjá flokka: Sagnir og sögur, Lækningamáttur jurtanna og Gömul húsráð. Fyrsti flokk- urinn er miklu stærstur eða um 4/5 hlutar allrar bókarinnar. Sögurnar eru fjöl- breyttar, þjóðsögur, fyrirburðasögur af ýmsu tagi, frásagnir, atburðasögur, dýra- sögur og gamansögur. Efnið er stundum smátt en það er sama því að þegar Björn hefir farið um það höndum er það ofurlítil perla, enda kunna fáir betur að fara með slíka hluti en hann. Margar sögurnar eru líka stórathyglisverðar. Margt er fróð- legt í seinni köflunum tveimur, og sitthvað þar um Iækningar og plöntur, sem aldrei hefir verið sett á bók, en orðið til við reynslu og trú alþýðunnar sjálfrar. Er það gott tillag til þjóðlegs fróðleiks. Prófarka- lesari hefir vanrækt að lesa latnesku plöntuheitin, svo að í þeim eru leiðinlegar prentvillur, en slíkt eru smámunir og hót- fyndni. Hitt er meira um vert, að enn hefir Bjöm bætt ánægjulegri bók í safn það, sem hann hefir fært íslenskum lesendum af örlæti hjarta síns. Jónasi verður ekki sannar lýst Vilhjálmur Þ. Gíslason: Jónas Hallgrímsson og Fjölnir. Rvík 1980. Almenna bókafélagið. Margt hefir verið ritað um Jónas Hall- grímsson, og má þá einkum geta hinnar nákvæmu æfisögu, sem Matthías Þórðar- son reit með útgáfunni af Ritum Jónasar á sínum tíma. Engu að síður fer því fjarri, að nýju riti um hann sé ofaukið. Og nú hefir Vilhjálmur Þ. Gíslason sent frá sér mikla bók um Jónas, en hann mun áreiðanlega vera sá núlifandi marina, sem mest hefir kannað tímabil Jónasar Hallgrímssonar og Fjölnis í beinu samhengi við þjóðar- söguna. enda fjallaði hið mikla rit hans íslensk endurreisn um það efni. Um þessa nýju sögu Jónasar er það að segja í sem stystu máli, að hún er skemmtileg og auð- læs hverjum manni, og ætti það að vera trygging þess, að hún verði lesin af mörg- um, og hvetji yngri kynslóðina, til þess að kynna sér verk Jónasar og öld hans. Hefir mér satt að segja þótt þess nokkuð gæta, að nafni Jónasar og verkum hans sé minna á lofti haldið en sæmilegt má heita um þann höfuðsnilling íslenskrar tungu og skáldskapar, en seinni tíma bögubósutn gert hátt undir höfði I bókmenntaritgerð- um og skólabókum. Sitthvað kemur fram nýtt t bók þessari og sums staðar er ögn létt af æfintýrahjúpnum, sem yfir Jónasi hefir hvílt t.d. um kvæðið Ferðalok og ástamál hans. Engin fjöður er dregin yfir bresti hans, en miklir og fjölbreytilegir hæfileikar hans jafnframt sýndir í skarp- ara ljósi er fyrr. Með öðrum orðum, Jónas er miklu mannlegri eftir en áður. Aðdáun og virðing höfundar skín allsstaðar í gegn, en tálmar þó ekki að mat hans jafnt á ljóðum Jónasar og manninum sjálfum sé rétt og raunsætt. Kemur hér skýrt fram, hversu mikil áhrif Jónasar voru á íslenskar bcrkmenntir og tungu, jafnvel betur en í eldri ritum, en hitt kemur mönnum þó ef til vill nýstárlegar fyrir sjónir, hversu mikill áhrifamaður hann var í íslenskri pólitík samtíðar sinnar, og raunar miklu rauúsærri en löngum hefir verið talið. Saga Fjölnis er rakin hér rækilegar en áður, því að oss hefir löngum hætt við að skoða hann nær eingöngu sem bók- mennta- og fagurfræðilegt rit, en ljóst verður af sögu Vilhjálms, að hann var engu síður stórpólitískur, og hefir vafa- laust haft sín áhrif enda þótt Félagsritin og Jón Sigurðsson kæmu til að skyggja á hann í þeim efnum. Rannsóknarferðum Jónasar og starfinu við íslandslýsinguna eru gerð góð skil eftir því sem efni standa til, og raunar sýnir Viihjálmur, að Jónas var hinn ágætasti náttúrufræðingur, þótt lítið lægi eftir hann í rituðu máli. Er nið- urstaða hans að miklu leyti hin sama og ég gerði grein fyrir í ritgerð um Jónas 1945. Hversu lítið honum vannst við samningu Islandslýsingarinnar, mun fremur öðru hafa verið að kenna féleysi og því sultar- lífi, er hann lifði í Kaupmannahöfn ásamt heilsuleysi, sem vissulega hefir magnað drykkjuskap hans. En engum fær dulist að hann var meiri en góðu hófi gegndi. En alltaf finnst mér og ekki síst eftir lestur þessarar bókar, að drykkjuskapurinn hafi verið einskonar neyðarvörn, til að sefa sársauka bæði andlegan og líkamlegan, en jók þó á hvorttveggja eins og raunar ætíð verður, uns yfir lauk. I stuttu máli sagt gefur saga Vilhjálms skarpari mynd af Jónasi en vér áttum áður, og í mínum augum vex hann frá því sem áður var, Æfi Jónasar Hallgrímssonar varð stórbrotin harmsaga en um leið saga glæsilegra af- reka. Vér getum af öllu hjarta tekið undir með höfundi: „Hann varð útigangsmaður í aðra röndina, ósérhlífinn og stórlátur, glettnislegur og glaður eða angurvær og beygður, skáld hversdagslegra smámuna og skáld hins stóra stíls. Hann færði ís- lendingum nýja trú á líf sitt, land sitt og þjóð.“ Jónasi verður ekki sannar lýst. Njósnir og gagnnjósnir Graham Greene: Hinn mannlegi þáttur. Rvik 1979. Almenna bókafélagið. Saga þessi hefir getið sér mikils frægðar- orðs úti um lönd. Hún fjallar um lif njósnara í stórveldi, Bretlandi, sem gengið hefir á mála hjá öðru stórveldi, Rússlandi, og gefur sagan mikla innsýn í njósna- og gagnnjósnakerfi stórveldanna. En mest lærum vér þó um hugarfar og líðan þeirra, sem flækst hafa inn í þetta lítt geðfellda kerfi. Það er hinn mannlegi þáttur, sem sagan dregur nafn af. Vér stöndum þar augliti til auglitis við hinn sífellda ótta og samviskubit þessara manna, einmanaleik þeirra tortryggni og öryggisleysi þar sem raunar engum má treysta. Að þessu leyti er sagan áhugaverð og merkileg, en mér þykir hún langdregin um of, og svo þung- lamaleg, að maður les hana ekki sér til gamans. Þýðandi er Haukur Ágústsson prestur á Hofi í Vopnafirði. Heinut er be:l 217

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.