Heima er bezt - 01.06.1981, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.06.1981, Blaðsíða 34
 V Bókatilbad mcmaöanns Þrjár úrvalsbækur á aðeins 60 kr. Frægir kven- njósnarar Þetta er þrælspennandi bók og segir frá mörgum atvikum sem eru svo ótrúleg, að manni verður stundum á að efast um sannleiksgildið. En hér er sagt frá staðreyndum, njósnarar þeir sem um er skrifað voru til og störfuðu. í inngangi bókarinnar segir göf- undurinn, Dr. Kurt D. Singer, m.a.: „Njósnir virðast eilífar, því að menn trúa enn á stríð, hata enn hver ann- an, treysta ekki nágranna sínum, vegna þess að við höfum enn ekki þann siðferðislega styrk að geta lifað óeigingjarnir í friði.“ Siskó á flækingi Þessi vinsæla saga eftir dönsku skáldkonuna Estrid Ott er með vandaðri barnabókum. Þetta er meistaraleg frásögn um 7 ára portú- galskan dreng, sem verður heimilis- laus og leggur af stað til að finna prest þann, sem — eins og Siskó hefur heyrt — hefur sett á stofn búðir fyrir munaðarlausa drengi. Það er ekki einungis að höfundurinn segi fallega sögu, heldur fræðir hann mann einnig um landið, sem sagan gerist í á sérlega lifandi hátt. Dagar Magnús- ar á Grund Það er engum vafa bundið að Magnús á Grund í Eyjafirði, sem bók þessi fjallar um, er á sínu sviði einn af þeim ágætu íslendingum, sem með gáfum og dugnaði mörkuðu djúp framfaraspor í sögu þjóðarinnar. Með mikilli útsjónarsemi, óbilandi dugnaði og þrautseigju, tókst honum að vinna sig upp úr fátækt til auðlegðar. Um Magnús spunnust þjóðsögur, eins og gjarnt er um þá menn, sem skara langt fram úr öðrum á athafnasviðinu. Ég undirritaður áskrifandi að Heima er bezt óska eftir að kaupa: Frægir kvennjósnarar, Siskó á flækingi og Dagar Magnúsar á Grund. Nafn Heimilisfang Póstnúmer Póststöð □ Greiðsla kr. 60,00 fylgir. □ Sendið mér bækurnar í póstkröfu. ATH.: Ef greióslan er send með. þá er öruggast aö senda þetta i lokuðu umslagi og setja i ábyrgðarpóst. Tiiboðið yildir lil 15. á'jú'-t.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.