Heima er bezt - 01.05.1983, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.05.1983, Blaðsíða 2
Nýlega flutti Ríkisútvarpið þá frétt, að amerísk nefnd, sem unnið hefði um skeið að rannsókn á skólamálum þar í landi, hefði komist að þeirri niðurstöðu, að menntun þar í hinu mikla ríki stefndi öll í áttina að meðalmennsku. Topparnir, úrvals- mennirnir væru fáir eða að hverfa, og hinni almennu menntun hrakaði einnig. Virtist manni á fregninni, að þeir góðu nefndarmenn kenndu þetta veilum í skólakerfinu, sem þyrfti að finna og ráða bót á. Þessi frétt hlýtur að vekja athygli vora og umhugsun, þó að sitt hvað sé ólíkt með oss og Bandaríkjunum. En víst mun það vera að margt í því skólakerfi, sem vér höfum verið að koma upp síðasta áratuginn og raunar lengur með ærnum kostnaði. er ættað frá Bandaríkjunum, annað hvort beint eða til vor komið frá Svíþjóð, þar sem mörg vandamálin hafa skap- ast í skólunum að undanförnu. Að vísu hefi ég ekki heyrt svo mjög um það talað, að þar stefndi í meðal- mennskuna, en má þó vel vera að svo sé, en það hafi horfið í skuggann fyrir ógnvænlegu agaleysi í skólum. Vér hljótum að spyrja oss í fullri einlægni, hvort hins sama verði vart hér heima, hvort meðalmennskan sæki á. Ekki verður því neitað að sitt hvað hefir komið fram nú fyrir skemmstu, sem óneitanlega bendir í þá átt, að ekki sé allt með felldu. Örnólfur Thorlacius, rektor Hamra- hlíðarskóla, skýrði nýlega frá ískyggi- lega miklu falli nemenda í fyrsta bekk Menntaskólans þar að loknum próf- um á fyrstu eða fyrri önn vetrarins. Varla getur þar verið öðru um að kenna, en nemendurnir hafi komið of illa undirbúnir frá grunnskólunum, eða annars staðar þaðan, sem þeir hafi fengið undirstöðu undir mennta- skólanám, og þá hafi skort getu til að Stefnt að meðalmennsku standast hina þyngri raun, sem menntaskólanámið hlýtur alltaf að vera. Vera má, að þarna hafi að ein- hverju leyti verið um skort á námsgetu að ræða, þótt nemendurnir hafi kom- ist gegnum nálarauga hinna sam- ræmdu prófa. En það grunar mig fastlega, að hér hafi vegið þungt á metunum, að þá hafi fremur skort þrek en námsgáfur, til að standast meiri áreynslu en þeir höfðu vanist. Verður þó að efa að annarpróf eftir þriggja mánaða nám geti talist mikil þrekraun, og harla ólíkt sem fyrrum var, er aðeins var eitt próf haldið að loknum námsvetri. En ef þessi tilgáta mín er rétt, þykir mér hún benda ótvírætt á, að þarna sé veila í skóla- kerfinu, að þar vanti eitthvað afl, sem knýr nemendur til átaka, kennir þeim að vinna og leggja fram krafta sína eftir getu. Það er ekki vænlegt til átaka eða árangurs í námi, að það sé að kalla fyrirfram ákveðið, að allir skuli ná prófi á tilsettum tíma en svo virðist vera nú, og er það sennilega bein af- leiðing af slagorðinu, „sama menntun fyrir alla“, hvort sem þeir geta tekið á móti henni eða ekki, að því er manni helst skilst. Einnig skilst mér að í grunnskólunum sé komið slíkt eink- unnakerfi, sem raunar útilokar alla samkeppni og stefnir að einhverju meðaltals hópkerfi, tiltekinn hópur fái 8, annar 7 o.s.frv. Kannske er þetta eitthvað ýkt, ég hef ekki séð reglurnar svo nákvæmlega raktar, en þetta mun vera í áttina. Ég hefi aldrei verið neinn sérstakur aðdáandi einkunnastríðs og prófa, en eitt gott fylgir því þó, ef því er réttilega beitt, það eykur kappgirni og knýr þá nemendur, sem einhver töggur er í, til að leggja fram krafta sína svo sem framast má verða. Og þótt sá kapp- leikur sé ekki gallalaus, þá er víst, að hann hefur þátttakendurna yfir meðalmennskuna, eykur þeim bæði sjálfstraust og samviskusemi í starfi. Kröfur skólanna eru yfirleitt ekki harðari en svo, að flestum má takast að fullnægja þeim, ef þeir takast á við verkefnin. En mikill munur getur verið, hvernig verkið er af hendi leyst, og skólinn eða kerfið á að kalla fram hið besta, en ekki gera allt jafnt. Alltaf er verið að lengja skólatím- ann. Þar hygg ég sé verið á öfugri braut. Námsefnið er ekki meira en það, að með hinum langa skólatíma verður að stagla það upp, hvað eftir annað, svo að nemendurnir fá leiða á því, þeir fara að hætta að keppast við og láta reka á reiðanum og um leið er sýnt, að ekki verður komist lengra en í meðalmennskuna. Það kom einnig fram í nýlegum umræðum um háskólann, að nokkur brögð muni vera að því, að laga- ákvæðin um valfrelsi námsgreina væru nýtt til þess að velja saman létt- ustu námsgreinarnar, til þess að ná stúdentsprófi með sem hægustu móti og fá þar með aðgangsréttindi að há- skólanum, en þegar á þann vettvang kemur, ráða hinir sömu nemendur ekki við námsefnið og háskólakröf- urnar. Er það illa farið, ef veruleg umbót á skólakerfinu eins og valfrelsi námsgreina vissulega er, að tilteknu marki að minnsta kosti, verður að skálkaskjóli, til þess að losa sig undan erfiði námsins. En það er ekki þar fyrir, mér sýnist margt benda í þá átt að sú stefna hafi verið uppi í skólamálum að gera námið sem léttast, og þá um leið draga úr þeim þætti námsins, sem síst skyldi, þ.e. tækifærinu til að þroska nem- endur við hóflega áreynslu. Með þeim hætti má svo fara að orð Gríms Framhald á bls. 178. 146 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.