Heima er bezt - 01.05.1983, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.05.1983, Blaðsíða 7
inn í leikskólann. Og það einkennilega gerðist fyrir til- stuðlan eins kennarans og eins leikstjórans, Thorkilds Roose, sem lengi hafði þá aukavinnu að kenna stúdentum við Hafnarháskóla danskan framburð, að hann samþykk- ir það, ef ég gangist undir „prufu“ og standist. Ég fékk mér aðstoð, þetta gekk, ég var tekinn í leiklistarskól- ann. Eftir það sat ég með nemendum skólans, sem voru 6, og fékk að taka þátt í sýningum þeirra. Þetta var mjög sérstakt tækifæri, sem hafði fleira í för með sér. Við þurft- um oft að vera við leiksýningar sem einhvers konar „stat- istar“ og höfðum því tækifæri til að fylgjast mjög ná- kvæmlega með öllu þarna innanhúss. Fyrir utan það að menn á málarasal voru ævinlega boðnir á aðalæfingu hvers leikrits. Ég tel að þessi tími minn þarna hafi verið mér alveg ómetanlegur. Ég kynntist til dæmis á málarasal meðferð fjölmargra efna, sem ég hefði varla getað kynnst annars staðar, og hafa komið mér vel seinna. Oft fannst mér gaman að fást við stór, eldri leikrit, sem tekin voru til sýningar og voru mjög „scenísk“. Þá fengum við uppi á málarasal kannski 8 eða 10 skissur á teikniblöð- um, sem einhver þekktur listamaður hafði verið fenginn til að gera, því að ég held að leikhúsið hafi með því styrkt ákveðna aðila. Því miður urðu þeir sem þarna unnu yfirleitt að setjast niður og umbreyta þessu nokkuð mikið, því það gat oft ekki gengið fyrir leiksvið, þótt það væri kannski ágætis mynd á vissan hátt. Á málarasal voru 4 menn, búnir að vera þar lengi og mjög vel að sér í sínu fagi. Þeir voru oft fengnir til að gera leikmyndir að leikjum hjá öðrum leik- húsum, jafnvel bæði í Noregi og Svíþjóð. Sem dæmi get ég nefnt að meðan ég var þarna var tekið til sýninga leikrit Guðmundar Kambans „Derfor skilles vi“ eða „Þess vegna skiljum við“. Hann leikstýrði sjálfur. Venjan var sú að einn af málarasal fylgdi eftir hverju leik- riti og kæmi svo upp með þær tillögur sem leikstjórinn gerði. í þetta skipti var ég drifinn í þetta starf, vegna þess að þeir töldu blessaðir að okkur mundi nú semja betur, sem löndum, enda varð það svo, að okkur samdi ágætlega. En það kom mér aðeins á óvart, að ég fékk Kamban aldrei til að tala við mig eitt einasta íslenskt orð. Við ræddum oft saman, og ég get skilið það, að hann hafi gert þetta af tillitssemi við Dani sem voru kringum okkur. Ég ávarpaði Kamban margsinnis á íslensku, en aldrei gekk það að fá hann til að svara á þeirri tungu. 1938-39 var Lárus Pálsson leikari ráðinn við Konunglega og þar kynntist ég honum vel, þeim góða dreng. Einnig var þá í Kaupmannahöfn við nám sveitungi minn og góði vinur, Kristján Eldjárn, að ógleymdum þeim vinföstu og ágætu hjónum Guðlaugu Þorsteinsdóttur og Gesti Ólafs- syni. Nú leið fram á sumarið 1939 og helst ætlaði ég að halda áfram. Þá bauðst mér vinna úti á Nordisk Film kvik- myndaverinu. Síðan rann upp sá eftirminnilegi dagur. þegar Þjóðverjar gerðu innrás í Pólland. Það gekk ansi mikið á i Kaupmannahöfn og næstu dagana var m.a. elt- ingaleikur á götunum við svartstakka nasistanna dönsku, ég bjó inni í gamla bænum. Ensk flugvél glopraði svo niður sprengju við Esbjerg, eftir að Englendingar voru komnir í stríðið, og þá varð nálega allt vitlaust. Þetta átti sinn þátt í því að hætt var við kvikmyndina, sem við vorum rétt byrj- aðir á. Ég fór síðan að hugsa fyrir heimferð, því afkoma mín var ótrygg og hætta á að lokast inni í Danmörku ef styrjaldarátökin héldu áfram. Allt reyndist upppantað í ferðir heim til íslands og sendiráðið gat ekki veitt mér neina von um far aðra en þá að vera niðri við skip, ef vera kynni að einhver hætti við heimferð. Þetta gerði ég, gamli Gullfoss var að fara heim, og ég komst með. Þetta varð að sumu leyti dapurleg ferð, ég sá fram á að þarna urðu einhver þáttaskil hjá mér, en siglingin heim skemmtileg að því leyti að það var siglt innan skerja norður með öllum Noregi. Mikið var um báta- og björgunar- æfingar á leiðinni og eitthvað barst af skeytum um skip sem verið var að sökkva hingað og þangað. Aðeins eitt hættu- merki var gefið og allir fóru þá á dekk, skipið var baðað ljósum, en ég veit ekki hvað þarna var á ferðinni. HEIM Á DALVÍK Hjúskapur og œvistarf Það átti að kyrrsetja mig í Reykjavík hjá Leikfélagi Reykjavíkur, en ég sætti mig ekki við það og hélt hingað til Dalvíkur og fór strax að fást við leiklist hér og í nágrenninu. Næstu árin vann ég við þetta á vetrum, leikstjórn, leik- tjaldamálun og leik. Þá var mikil starfsemi hjá áhugaleik- félögunum, en samt finnst mér alltaf að hún hafi verið mest á 4. áratugnum. Það má kalla þetta frumstætt og viðvanings- lega unnið, en það var geysimikið leikið. f svona litlu plássi eins og hér á Dalvík voru stundum 5 leikrit tekin til sýninga yfir veturinn. Að nokkru leyti átti þetta rót sina að rekja til atvinnuleysisins, fólk hafði ekkert við að vera. Þetta var líka fjáröflunarleið margra félagasamtaka. Og ef til vill hefur leikhópurinn haft jafn gaman af þessu eins og áhorfendurnir, ef ekki meira. Aðsókn var mjög góð að sýningum. Ég hef aldrei unnið með launuðum leikurum, svo at- vinnuleikhús hérlendis þekki ég í raun og veru ekki. Leik- stjórn og uppsetning með áhugafólki byggist að verulegu leyti á aðstoð við fólkið, auk samræmingar á verki, leik- mynd og öðru slíku, því það segir sig sjálft að hjá áhuga- leikfélögum kemur alltaf það mikið af óvönum leikurum inn. Leikstjórinn í atvinnuleikhúsi tekur við margæfðum leikurum. En ég hef yfirleitt átt gott með að starfa með fólki, sviðsett á Siglufirði. Ólafsfirði og víðar. En núna var ég sem sagt kominn heim og fór að vinna fyrir mér. Ég málaði hús, hér og á Akureyri, í Hrísey og víða í kring. En ég málaði reyndar fleira. Áður en ég fór út 1931 hafði ég byrjað að mála málverk, en eftir að ég kom heim úr þeirri fyrri Danmerkurferðinni, þá málaði ég hvað mest af myndum. Ég sýndi aldrei opinberlega, en þær voru seldar og gefnar beint. En ég var líka mikið við sjó, bæði á bátum og í landi, og þá hef ég eflaust aflað mestra tekna fyrir heimilið, sem fyrr en varði gerðist stórt í sniðum. Heima er bezt 151

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.